Leikjarýni

Birt þann 14. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Leikjarýni: Super Mario Maker – „strigi fyrir skapandi spilara“

Leikjarýni: Super Mario Maker – „strigi fyrir skapandi spilara“ Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Mario Maker er strigi fyrir skapandi spilari þar sem hægt er að hanna Mario borð frá grunni á einfaldan hátt. Frábær skemmtun sem auðvelt er að mæla með.

4.5

Frumlegur


Einkunn lesenda: 4.5 (3 atkvæði)

Super Mario Maker er eins konar hönnunarleikur þar sem spilarinn eyðir oftar en ekki mun meiri tíma í að búa til borð fyrir klassísku Mario leikina frá Nintendo heldur en að spila sjálf borðin. Leikurinn er ekki nýr heldur kom út fyrir u.þ.b. hálfu ári á Wii U leikjatölvuna og ætlum við meðal annars að fara yfir endingargildi leiksins hér í þessari leikjarýni.

Í Super Mario Maker fær spilarinn að búa til ný borð fyrir Super Mario Bros. leikina frá grunni.

Það þarf varla að kynna Mario leikina en þetta er ein vinsælasta tölvuleikjasería tölvuleikjasögunnar með píparann Mario í fararbroddi. Fyrsti Super Mario Bros. leikurinn var gefinn út á gömlu góðu NES leikjatölvu Nintendo árið 1985. Síðan þá hefur leikjaserían náð að halda vinsældum og hafa verið framleiddir fjöldinn allur af nýjum leikjum út frá Mario heiminum, þar á meðal Mario Kart, Mario Party og Mario Tennis. Í Super Mario Maker fær spilarinn að búa til ný borð fyrir Super Mario Bros. leikina frá grunni. Með því að nota snertiskjáinn á Wii U fjarstýringunni getur spilarinn einfaldlega valið þema; á leikurinn að gerast neðansjávar, í helli, á yfirborðinu og á útlitið að vera gamaldags eða nútímalegt o.s.frv.).

Mario_Maker_01

Það tekur stuttan tíma að læra á notendaviðmótið og stillingarnar í leiknum.

Það tekur stuttan tíma að læra á notendaviðmótið og stillingarnar í leiknum. Leikurinn hefur upp á margt að bjóða og fær spilarinn eins konar byrjendapakka til að byrja með – þ.e.a.s. takmarkað úrval hluta sem hægt er að velja á milli. Með tímanum bætast svo fleiri hlutir við verkfærakistuna og opnað er fyrir nýja möguleika. Þetta er góð leið til að læra á leikinn en að mínu mati fer Nintendo heldur hægt í hlutina og þarf maður stundum að bíða óþarflega lengi eftir því að fá ný verkfæri.

Mario_Maker_02

Í Super Mario Maker er hægt að skapa umhverfi, bæta við óvinum, setja inn peninga, spurningakassa, ofurkrafta og margt margt fleira.

Í Super Mario Maker er hægt að skapa umhverfi, bæta við óvinum, setja inn peninga, spurningakassa, ofurkrafta (blómið, stjarnan og allt það) og margt margt fleira. Jafnvel er hægt að setja inn sína eigin hljóðbúta. Mario borðin er svo hægt að spila á Wii U tölvunni og ef áhugi er fyrir því að ganga skrefi lengra er hægt að upphala borðinu á sérstakt Super Mario Maker svæði þar sem aðrir Super Mario Maker spilarar geta spilað borðið og kommentað á hvað þeim fannst um borðið eða gefið því stjörnu ef þeim líkar mjög vel við það.

Úrval góðra borða er reyndar sorglega lélegt að mínu mati. Það er til nóg af erfiðum borðum og „skrautborðum“ þar sem allt lítur mjög skemmtileg út – en ekki nægilega mikið af vönduðum og góðum borðum sem skemmtilegt er að spila. En það er auðvelt að leysa það vandamál – maður einfaldlega býr til sitt eigið borð og spilar það.

Super Mario Maker er í heild sinni ákaflega vel útfærður og þetta er leikur sem flestir ættu að hafa gaman af – sama hvort það sé til að búa til borð eða spila þau.

Super Mario Maker er í heild sinni ákaflega vel útfærður og þetta er leikur sem flestir ættu að hafa gaman af – sama hvort það sé til að búa til borð eða spila þau. Svo er líka eitthvað virkilega skemmtilegt við það að sjá aðra spila borðin sem maður hefur búið til. Ending leiksins er mjög góð fyrstu vikurnar og jafnvel mánuðina en eftir hálft ár virðist leikurinn vera uppskroppa með nýtt efni. Þetta er leikur sem samt sem áður er ávalt gaman að hoppa í, en eftir nokkra mánuði verða stoppin eðlilegra færri og styttri.

Super Mario Maker er strigi fyrir skapandi spilari þar sem hægt er að hanna Mario borð frá grunni á einfaldan hátt. Leikurinn hentar öllum aldurshópum og er ekki bara fyrir hinn hefðbundna tölvuleikjaspilara, heldur líka alla hina. Frábær skemmtun sem auðvelt er að mæla með.

Hefur þú búið til borð í Super Mario Maker?

Endilega deildu því með okkur í kommentakerfinu hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑