Fréttir

Birt þann 11. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Myndband: 21 mínútna sýnishorn úr No Man’s Sky

Í þessu nýja sýnishorni úr No Man’s Sky fara þeir Ryan McCaffrey frá IGN og Sean Murray, skapari leiksins, yfir möguleikana í No Man’s Sky. Sean sýnir dæmi um hvernig er hægt að spila leikinn en það hefur vafist fyrir mörgum hvað spilarinn gerir nákvæmlega í leiknum. No Man’s Sky er svokallaður sandkassaleikur þar sem spilarinn velur sínar eigin leiðir og getur meðal annars rannsakað plánetur, dýralíf, stundað viðskipti og safnað ýmiskonar efnum og margt margt fleira.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑