Fréttir

Birt þann 8. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Söguleikurinn Sumer safnar þumlum á Steam Greenlight

Tölvuleikurinn Sumer var að detta inn á Steam Greenlight í gær. Leikurinn byggir á sögulegum atriðum um Súmera sem meðal annars fundu upp ritmálið, hjólið og fleira. Í leiknum er sagt frá gyðjunni Inanna sem leitar sér að aðstoðarmanni til að stjórna sér við hlið. Spilarar berjast um að gera gyðjunni til geðs með því að ferðast um ziggurat hof til að rækta bygg, búa til leirker, og fórna geitum til að gleðja hana.

Sumer er sett upp eins og 1-4 manna borðspil sem tekur í kringum 20-30 mínútur að klára. Það er bandaríska indí fyrirtækið Studio Wumpus sem stendur á bak við gerð leiksins en þar starfar íslenski hönnuðurinn Sigursteinn J Gunnarsson, einnig þekktur sem Sig. Eins og áður sagði er leikurinn á Steam Greenlight, sem þýðir að leikurinn þarf að ná ákveðnum vinsældum með því að safna þumlum frá Steam notendum. Ef leikurinn fær góð viðbrögð verður leikurinn síðar gerður aðgengilegur fyrir Steam notendur. Til að gefa leiknum þumal er nauðsynlegt að fara á Steam Greenlight síðu leiksins og segja að þú myndir hafa áhuga á að kaupa leikinn ef hann væri aðgengilegur inni á Steam, með því að smella á YES takkann.

Sumer_Steam_Greenlight

Í þessu kynningarmyndbandi fer Sigursteinn yfir helstu leikreglur leiksins. Leikurinn er væntanlegur snemma á næsta ára.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑