Í þessu stutta myndbandi sjáum við muninn á grafíkinni í Dark Souls 3 á PC og PS4. Útlitlslega séð virðist grafíkin vera mjög svipuð en þegar nokkur valin atriði eru skoðuð betur hefur PC vinninginn.
Author: Bjarki Þór Jónsson
Tölvuleikurinn Sumer var að detta inn á Steam Greenlight í gær. Leikurinn byggir á sögulegum atriðum um Súmera sem meðal annars fundu upp ritmálið, hjólið og fleira. Í leiknum er sagt frá gyðjunni Inanna sem leitar sér að aðstoðarmanni til að stjórna sér við hlið. Spilarar berjast um að gera gyðjunni til geðs með því að ferðast um ziggurat hof til að rækta bygg, búa til leirker, og fórna geitum til að gleðja hana. Sumer er sett upp eins og 1-4 manna borðspil sem tekur í kringum 20-30 mínútur að klára. Það er bandaríska indí fyrirtækið Studio Wumpus sem stendur…
Dagana 18.-20. maí verður hin árlega Nordic Game ráðstefna haldin í Malmö í Svíþjóð. Ráðstefnan fókusar á norræna leikjaiðnaðinn og er góður vettvangur til að kynnast því sem hefur verið að gerast á Norðurlöndum og fá smjörþefinn af því hvað framundan er. Nordic Game ráðstefnan samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum og viðburðum auk þess sem úrslit í Nordic Game Awards verða kynnt. Staðfest hefur verið að Hideo Kojima – maðurinn á bak við Metal Gear Solid seríuna – muni mæta á ráðstefnuna Staðfest hefur verið að Hideo Kojima – maðurinn á bak við Metal Gear Solid seríuna – muni mæta á…
Sjóðheit og splunkuný stikla úr næstu Star Wars mynd, Rogue One: A Star Wars Story, var að lenda á netinu rétt í þessu. Myndin er ekki hluti af aðalseríunni heldur sjálfstæð saga sem gerist í Star Wars heiminum, stuttu áður en atburðirnir í A New Hope eiga sér stað. Það er Gareth Edwards (End Day og Godzilla) sem leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Felicity Jones, Mads Mikkelsen og Alan Tudyk.
Í gær héldu samtök leikjaframleiðanda á Íslandi, IGI (Icelandic Game Industry), opinn aðalfund þar sem Hilmar Veigar, framkvæmdastjóri CCP og þáverandi stjórnarformaður IGI, fór meðal annars yfir nýjar tölur sem sýna svart á hvítu umfang íslenska leikjaiðnaðarins Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins eru heilir 68 milljarðar kr. frá árinu 2008 og er meðalvöxtur iðnaðarins 18% á ári. Mikil gróska hefur verið í leikjabransanum hér á landi undanfarin ár eins og sést á fjölda íslenskra leikjafyrirtækja sem eru orðin 18 talsins, þessi fyrirtæki eru: CCP, Licorice, Plain Vanilla Games, Aldin Dynamics, Digon Games, Locatify, Lumenox, Radiant Games, Mussila, Solid Clouds, Sólfar, Study Cake…
Bandaríski verkfræðingurinn Nolan Bushnell stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Atari árið 1972. Nolan hefur haft mikil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn í gegnum tíðina, meðal annars með fyrirtækinu Atari og PONG spilakassanum, sem var fyrsti tölvuleikurinn sem náði miklum vinsældum meðal almennings. All the best games are easy to learn and difficult to master. Nolan Bushnell sagði að „All the best games are easy to learn and difficult to master.“, eða að „allir bestu leikirnir er auðvelt að læra á og erfitt að ná góðum tökum á.“ Þessi spakmæli þekkjast betur í dag sem lögmál Bushnells. Til gamans má geta þá hefur tölvuleikjafyrirtækið Blizzard (Diablo,…
Átta norræn sprotafyrirtæki héldu söluræður (pitch) fyrir dómnefnd og aðra áhugasama á SlushPLAY ráðstefnunni í dag. Af þessum átta fyrirtækjum voru fjögur frá Íslandi: Sólfar, Solid Clouds, Aldin Dynamics og Radiant Games. Auk þeirra voru Poppermost frá Svíþjóð, Antagonist frá Noregi, Vulpine Games frá Finnlandi og Rokoko frá Danmörk. Poppermost Það voru Svíjarnir í Poppermost sem sigruðu söluræðukeppnina með viðskiptahugmynd sem snýr að þróun tölvuleikja sem tengjast ýmis konar jaðaríþróttum. Sigurvegarar fengu miða á Slush ráðstefnuna sem verður haldin í Finnlandi í nóvember og ókeypis pláss fyrir sýningarbás á ráðstefnunni. >> Heimasíða Poppermost Solid Clouds Dómnefnd minntist sérstaklega á íslenska…
Foreldrum ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni. Ár hvert kaupa fjölmargir foreldrar tölvuleiki sem eru alls ekki ætlaðir börnum, og í kjölfarið myndast gjarnan illa upplýst umræða um hugsanlega skaðsemi slíkra leikja. Í ljósi þess er ágætt að rifja upp hvað PEGI (Pan European Games Information) merkingarnar þýða, en þær er að finna á bakhlið tölvuleikja hérlendis. PEGI er samevrópsk flokkunarkerfi sem segir til um innihald leiksins og fyrir hvaða aldurshóp leikurinn er ætlaður. Listi yfir allar PEGI merkingar Eftirfarandi skýringar er að finna á heimasíðu PEGI: PEGI 3 : Leikir sem fá…