Fréttir

Birt þann 11. júní, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Neo Tokyo viðbótin fyrir Rocket League væntanleg 20. júní

Rocket League heimurinn heldur áfram að stækka með Neo Tokyo, nýjustu viðbót leiksins . Viðbótin inniheldur nýtt borð með sæberpönk þema sem ber heitið Neo Tokyo og er byggt á Underpass borðinu sem margir spilarar ættu að kannast við úr Rocket Labs. Neo Tokyo viðbótin er væntanleg mánudaginn 20. júní og verður hægt að sækja ókeypis.

Tveimur dögum fyrr, eða laugardaginn 18. júní, bætast tveir nýjar bílar í bílskúrinn; Esper og Masamune. Bílanir er í anime stíl og þarf að borga sérstaklega fyrir þá. Hægt er að sjá bílana tvo og nýja borðið í sýnishorninu hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑