Fréttir

Birt þann 1. júní, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Mussila – Íslenskur tónlistarleikur lentur á App Store

Tónlistarleikurinn Mussila frá íslenska fyrirtækinu Rosamosi lenti á íslenska App Store í gær. Leikurinn er ætlaður krökkum á aldrinum 6-11 ára og er tilgangur hans að kenna krökkum á grunninn í tónlist á skemmtilegan hátt. Í leiknum er meðal annars hægt að spilað á hljóðfæri, taka upp lög, spila nótur, æfa taktinn, setja upp hljómsveit og læra að þekkja 12 mismunandi hljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn inniheldur engar auglýsingar, ekkert ofbeldi og enga aukahluti sem kosta peninga eftir að leikurinn er keyptur, en leikurinn kostar í kringum 900 kr. (7,4 dollara) á App Store.

Leikurinn hlaut styrk frá Nordic Game í fyrra og hefur leikurinn verið í vinnslu undanfarin 2-3 ár. Margrét Júlíana er forstjóri Rosamosi og auk þess ein af stofnendum fyrirtæksins. Samkvæmt heimasíðu Rosamosi starfa sex starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag.

Mussila er eingöngu fáanlegur í gegnum íslenska App Store eins og er en er væntanlegur á App Store erlendis þann 14. júní.

Heimild: Facebook og Mussila

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑