Author: Bjarki Þór Jónsson

Hin árlega E3 tölvuleikjasýning verður haldin dagana 13.-15. júní í Los Angeles í Bandaríkjunum. Að venju munu risarnir úr leikjabransanum halda kynningar rétt áður en sjálf sýningin hefst, þar verða væntanlegir leikir kynntir, ný sýnishorn birt og fleira. Kynningarnar standa yfir dagana 10.-13. júní og er það leikjafyrirtækið EA sem mun ríða á vaðið með kynningu sinni sem hefst þann 10. júní kl. 19:00 að íslenskum tíma. Auk EA verða Microsoft (Xbox), Bethesda, Ubisoft, Sony (PlayStation) og Nintendo með kynningar fyrir sýninguna. Arnar Ingi Vilhjálmsson setti saman gott yfirlit yfir kynningarnar þetta árið og birti á Facebook-hópnum Tölvuleikjasamfélagið. Við fengum leyfi…

Lesa meira

Margir horfa til fjórðu iðnbyltingarinnar sem gengur út á vélmennavæðingu og sjálfvirk störf, en nánar má lesa um fjórðu iðnbyltinguna hér á heimasíðu Samtaka iðnaðarins og hér á Wikipedia. Árið 2013 birtu þeir Carl Benedikt Frey og Michael A. Osborne skýrslu sem ber heitið „The Future of Employment: How susceptible are jobs to computerisation?“ þar sem þeir rannsökuðu hve næm mismunandi störf væru fyrir tölvutækni og þróun. Höfundarnir tóku fyrir 702 mismunandi störf og reiknuðu út hve líklegt væri að tölvutækni og vélmennavæðing myndi hafa áhrif á starfið í náinni framtíð. Samkvæmt skýrslunni eru u.þ.b. 47% starfa í Bandaríkjunum í…

Lesa meira

Góður leikur getur verið algjör bjargvættur í löngum ferðalögum. Það er aftur á móti ekki sjálfgefið að finna þessa gullmola og hef ég þess vegna ákveðið að taka saman lítinn lista yfir fimm slíka leiki. Athugið að hér verða biðraðaleikir ekki teknir með, heldur eingöngu ferðaleikir, sem bjóða uppá dýpri spilun en hinn hefðbundni biðraðaleikur (sbr. Candy Crush), eiga að geta haldið manni vel sáttum við skjáinn í a.m.k. 30-60 mínútur og eru aðgengilegir á snjallsíma eða spjaldtölvur. BADLAND 2 Í Badland 2 stjórnar þú litlum krúttlegum svörtum verum sem geta flogið, köllum þá bara krúttlinga. Leiknum er skipt niður…

Lesa meira

Við tókum rúnt í gegnum nýju Costco verslunina í Garðabæ til að skoða vöruúrval og verð á nördalegum varningi. Vonbrigðin urðu nokkur þegar í ljós kom að lítið var í boði fyrir nördana; engar leikjatölvur, engir tölvuleikir og engin sérstök deild fyrir spil eða safnhluti. Aftur á móti í miðri verslun er að finna flott úrval af bókum sem lesendur hafa eflaust áhuga á að skoða betur. Verðið er sanngjarnt og til dæmis kostar Harry Potter and the Cursed Child 1.849 kr. í Costco en 3.599 kr. í Pennanum Eymundsson. Í Costco er hægt að kaupa seríuna A Song of…

Lesa meira

Í sumar, nánar tiltekið þann 7. júlí, mun Netflix hefja sýningu á nýjum Castlevania sjónvarpsþáttum sem byggja á sögu samnefndrar leikjaseríu sem á rætur sínar að rekja til NES leikjatölvunnar frá Nintendo. Í leikjaseríunni berst aðalsöguhetjan með svipuna á lofti við ýmis kvikindi, þar á meðal fljúgandi höfuð, beinagrindur og þekktar ófreskjur á borð við Frankenstein og Drakúla. Fyrir stuttu birti Netflix kitlu fyrir nýju þættina. Kitlan er næstum ein og hálf mínúta að lengd, en fyrstu 40 sekúndurnar eru heiðraðar NES tölvunni góðu.

Lesa meira

LocoRoco var upphaflega gefinn út fyrir PSP, handheldu leikjatölvuna frá Sony, árið 2009. Núna í mánuðinum var endurbætt útgáfa gefin út á PSN netversluninni fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna. Um er að ræða krúttlegan þrautaleik sem hentar öllum aldurshópum þar sem markmið leiksins er að losa heiminn við illmenni og gera heiminn góðan og friðsamlegan. Söguþráður leiksins er alls ekki sterkur eða grípandi, heldur er hann eingöngu notaður til að gefa leiknum og spilaranum einhvern tilgang og lokamarkmið. Leikurinn skiptist í fimm mismunandi heima og í hverjum heimi eru átta borð sem nauðsynlegt er að klára í réttri röð. Leikurinn er…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið Solid Clouds hefur birt nýtt kynningarmyndband fyrir Starborne á YouTube-rás sinni. Starborne er fjölspilunarleikur þar sem spilarar kanna heima og geima og fá frjálsar hendur til að mynda bandalög, taka þátt í pólitík, og hugsa taktísk um sitt og annara manna yfirráðasvæði í risavöxnum heimi. Fyrirtækið hefur verið að vinna að gerð leiksins undanfarin ár og er leikurinn nú kominn á alfa-prófunarstig. Nýlega var opnað fyrir nýja lotu í alfa-prófun. Hægt er að skrá sig til leiks hér á www.starborne.com. Í myndbandinu er meðal annars leikflokkurinn útskýrður sem Starborne tilheyrir, MMORTS (Massively Multiplayer Online Real-Time Strategy), sem skilgreinist…

Lesa meira

Íslenskir leikir og leikjahönnuðir hafa verið nokkuð áberandi á Nordic Game ráðstefnunni að undanförnu. Þrír íslenskir tölvuleikir eru tilnefndir til verðlauna í ár en sigurvegarar verða tilkynntir á ráðstefnunni sem fer fram í Malmö dagana 17.-19. maí. Það eru leikirnir EVE Valkyrie og Mussila sem eru tilnefndir til Nordic Game Awards í ár auk þess sem Triple Agent er tilnefndur til Nordic Sensation verðlauna, en það eru verðlaun í flokki indíleikja. Í fyrra voru nokkrir leikir frá íslenskum leikjafyrirtækjum áberandi á Nordic Game ráðstefnunni og hlaut CCP sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd Nordic Game Awards fyrir leikinn EVE Gunjack og Radiant Games hlaut…

Lesa meira

Íslenskur indíleikur er einn af þeim átta norrænu indíleikjum sem keppa um Nordic Sensation verðlaunin í ár. Það er óhætt að fullyrða að samkeppnin sé mikil í ár þar sem alls bárust í kringum 100 umsóknir, og verður því að teljast mjög gott að komast í átta-leikja úrslit. Íslenski leikurinn ber heitið Triple Agent og er í þróun hjá Tasty Rook sem samanstendur af þeim Torfa Ásgeirssyni og Sigursteini J Gunnarssyni, en Sigursteinn J stendur auk þess að gerð borðspilaleiksins Sumer. Triple Agent er blekkingarleikur sem er ætlaður 5-9 leikmönnum. Notast er við eitt snjalltæki til að spila leikinn en…

Lesa meira

Í seinustu viku lenti leikurinn Little Nightmares í verslunum á PC, PS4 og Xbox One leikjatölvurnar. Little Nightmares er hryllings-platformer frá sænska leikjastúdíóinu Tarsier Studios, en fyrirtækið kom meðal annars að gerð Tearaway Unfolded og LittleBig Planet 3 auk þess að hafa hannað ýmsa aukahluti (DLC) fyrir fyrstu tvo LittleBig Planet leikina. Little Nightmares er eins manns tölvuleikur þar sem spilarinn stjórnar krakka sem er trúlega í kringum 10 ára að aldri. Heimurinn í Little Nightmares er einstaklega drungalegur og minnir helst á eitthvað eftir kvikmyndaleikstjórann Tim Burton, nema með dass af auka-hryllingi. Leikurinn byrjar mjög snögglega. Ung stúlka, sem…

Lesa meira