Author: Bjarki Þór Jónsson

Íslenskir leikir og leikjahönnuðir hafa verið nokkuð áberandi á Nordic Game ráðstefnunni að undanförnu. Þrír íslenskir tölvuleikir eru tilnefndir til verðlauna í ár en sigurvegarar verða tilkynntir á ráðstefnunni sem fer fram í Malmö dagana 17.-19. maí. Það eru leikirnir EVE Valkyrie og Mussila sem eru tilnefndir til Nordic Game Awards í ár auk þess sem Triple Agent er tilnefndur til Nordic Sensation verðlauna, en það eru verðlaun í flokki indíleikja. Í fyrra voru nokkrir leikir frá íslenskum leikjafyrirtækjum áberandi á Nordic Game ráðstefnunni og hlaut CCP sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd Nordic Game Awards fyrir leikinn EVE Gunjack og Radiant Games hlaut…

Lesa meira

Íslenskur indíleikur er einn af þeim átta norrænu indíleikjum sem keppa um Nordic Sensation verðlaunin í ár. Það er óhætt að fullyrða að samkeppnin sé mikil í ár þar sem alls bárust í kringum 100 umsóknir, og verður því að teljast mjög gott að komast í átta-leikja úrslit. Íslenski leikurinn ber heitið Triple Agent og er í þróun hjá Tasty Rook sem samanstendur af þeim Torfa Ásgeirssyni og Sigursteini J Gunnarssyni, en Sigursteinn J stendur auk þess að gerð borðspilaleiksins Sumer. Triple Agent er blekkingarleikur sem er ætlaður 5-9 leikmönnum. Notast er við eitt snjalltæki til að spila leikinn en…

Lesa meira

Í seinustu viku lenti leikurinn Little Nightmares í verslunum á PC, PS4 og Xbox One leikjatölvurnar. Little Nightmares er hryllings-platformer frá sænska leikjastúdíóinu Tarsier Studios, en fyrirtækið kom meðal annars að gerð Tearaway Unfolded og LittleBig Planet 3 auk þess að hafa hannað ýmsa aukahluti (DLC) fyrir fyrstu tvo LittleBig Planet leikina. Little Nightmares er eins manns tölvuleikur þar sem spilarinn stjórnar krakka sem er trúlega í kringum 10 ára að aldri. Heimurinn í Little Nightmares er einstaklega drungalegur og minnir helst á eitthvað eftir kvikmyndaleikstjórann Tim Burton, nema með dass af auka-hryllingi. Leikurinn byrjar mjög snögglega. Ung stúlka, sem…

Lesa meira

Í þessu fimm mínútna myndbandi ræðir stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrasse Tyson á áhrifamikinn hátt um mikilvægi þess að fólk taki mark á vísindum, og þá sérstaklega fólk í valdastöðum. Þar segir hann meðal annars að ef leiðtogar þjóða afneita því sem hefur verið vísindalega sannað glatast dýrmætur tími sem hægt væri að nýta í að finna lausnir á þeim vandamálum sem framundan eru.

Lesa meira

Þann 8. apríl síðastliðinn birti Fréttablaðið og Vísir.is bakþanka eftir Óttar Guðmundsson geðlækni þar sem hann segir skoðun sína á tölvuleikjum, leikjaiðnaðinum og tölvuleikjaspilun ungra karlmanna. Hann er ekkert að skafa af því þegar hann lýsir áliti sínu á tölvuleikjum; þeir eru hættulegir og ræna unga karlmenn ævintýraþránni. Í pistlinum talar Óttar út frá eigin reynslu sem geðlæknir og segir meðal annars: „Í starfi mínu hef ég haft afskipti af fjölmörgum strákum sem voru algjörlega týndir í þessari furðuveröld [í tölvuleikjum]. Ungir menn sem áður vildu kanna heiminn og leita nýrra ævintýra, sitja nú bergnumdir fyrir framan tölvuskjáinn.“ Ég myndi einmitt…

Lesa meira

Hryllingsleikurinn Resident Evil 7: Biohazard kom í verslanir í janúar á þessu ári. Resident Evil (RES) leikirnir hafa notið mikilla vinsælda lengi vel og hafa nú á þriðja tug RES leikja litið dagsins ljós. RES serían á rætur sínar að rekja til ársins 1996 þegar að fyrsti RES tölvuleikurinn var gefinn út, en síðan þá hefur RES heimurinn stækkað jafnt og þétt með útgáfu tölvuleikja, kvikmynda, teiknimyndasagna og skáldsagna. SAGAN Í RES7 fer spilarinn í hlutverk Ethan Winters sem ferðast til Louisiana í Bandaríkjunum í kjölfar skilaboða sem hann fær frá Míu, eiginkonu sinni, sem hefur verið týnd í um…

Lesa meira

Ný kitla úr næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi, lenti á netinu í dag. Myndin er sú áttunda í aðalsöguþræði Star Wars seríunnar og er væntanleg í kvikmyndahús í desember á þessu ári. Kitluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Auk þess hefur plakat fyrir myndina verið birt á netinu og er hægt að sjá það neðar í færslunni. Hægt er að lesa gagnrýni okkar á Star Wars: The Force Awakens hér og Rogue One: A Star Wars Story hér.

Lesa meira

Sýndarveruleikaupplifunin Waltz of the Wizard frá íslenska fyrirtækinu Aldin Dynamics er nú fáanlegur fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun. Fyrirtækið tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni núna á föstudaginn. Hægt að nálgast Oculus útgáfuna meðal annars í gegnum Oculus Home, heimasvæði Oculus Rift. Waltz of the Wizard var gefinn út árið 2016 og síðan þá hefur hann notið mikilla vinsælda, þar á meðal hjá Steam notendum sem gefa honum mjög góða einkunn (af þeim 650 einkunnum sem hafa verið gefnar eru 98% þeirra jákvæðar). Hingað til hefur verið nauðsynlegt að nota HTC Vive sýndarveruleikabúnaðinn til að spila WotW en nú geta eigendur Oculus…

Lesa meira

Brynjar H. Einarsson, tölvunarfræðinemi á þriðja ári, hefur tekið að sér það metnaðarfulla verkefni að gefa út þrjú mismunandi mod fyrir Stafakarlana. Mod eru viðbætur við tölvuleiki sem notendur hafa sjálfir búið til. Engin mod hafa verið gefin út fyrir Stafakarlana hingað til. Þessi þrjú mod sem Brynjar vinnur að eru: Doom mod, VR mod og LOTR mod. Hugmyndina fékk hann í Game Jam verkefni sem hann tók þátt í með skólafélögum sínum. Í moddinu hefur stafurinn U breyst í uppvakning, F í fjársvikara og V í veipara. Í Doom moddinu getur spilarinn skotið Stafakarlana „sem hafa breyst í allskonar…

Lesa meira

Kvikmyndin IT frá árinu 1990 með Tim Currey í hlutverki trúðsins ógurlega situr eflaust föst í minni margra. Kvikmyndin, sem var upphaflega gefin út í tveimur hlutum, byggir á samnefndri bók eftir Stephen King sem var gefin út árið 1986. Í sögunni er fylgst er með sjö ungmennum og grimmilegum trúði sem kallast Pennywise. Nú er komið að því að ný IT kvikmynd er væntanleg í kvikmyndahús í september á þessu ári þar sem Svíinn Bill Skarsgård fer með hlutverk trúðsins. Finn Wolfhard leikur einnig stórt hlutverk í nýju myndinni en hann er þekktur fyrir leik sinn í Stranger Things sjónvarpsþáttunum.…

Lesa meira