Fréttir

Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Forza 7 í 4K og Assassin’s Creed í Egyptalandi

Forza 7 er væntanlegur 3. október á þessu ári og mun leikurinn keyra í 4K gæðum og 60 römmum á sekúndu á nýju Xbox One X leikjatölvunni frá Microsoft. Forza bílaleikirnir hafa náð miklum vinsældum í gegnum árin og þykja með flottari og vandaðri bílaleikjum. Nýir Forza leikir eru gefnir út með reglulegu millibili og mun Forza 7 eingöngu vera fáanlegur á PC (Windows 10) og Xbox One leikjatölvurnar.

Nýtt sýnishorn úr nýjasta Assassin’s Creed leiknum, Assassin’s Creed Origins, var birt á E3 kynningu Microsoft. Að þessu sinni er sögusvið leiksins Egyptaland. Spilun leiksins virðist vera sambærileg eldri Assassin’s Creed leikjum, sem eru orðnir ansi margir. Hægt er að flakka á milli þess að stjórna aðalkarakternum í leiknum og fugli sem flýgur yfir borgina og gefur spilaranum gott útsýni yfir umhverfið svo hægt sé að átta sig á mögulegum hættum. Assassin’s Creed Origins er væntanlegur 27. október 2017.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

 

FORZA 7

 

ASSASSIN’S CREED ORIGINS

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑