Fréttir

Birt þann 10. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Nýr samvinnuleikur væntanlegur frá höfundi Brothers: A Tale of Two Sons

Samvinnuleikurinn (co-op) A Way Out frá Hazelight leikjafyrirtækinu er væntanlegur snemma árið 2018. Hazelight er stofnað af teyminu sem gerði Brothers: A Tales of Two Sons sem er leikur sem býður upp á áhugaverða spilun, tilfinningahlaðna sögu og nýjungar í leikjahönnun. Leikurinn endaði á lista hjá okkur frá árinu 2014 yfir 11 áhugaverða norræna tölvuleiki! Josef Fares er stóra nafnið hjá Hazelight og segist hann lofa því að nýi leikurinn, A Way Out, muni bjóða upp á einstaka og frumlega leikjaupplifun.

Um er að ræða tveggja spilara samvinnuleik sem verður eingöngu hægt að spila á skiptum skjá (split-screen).

Um er að ræða tveggja spilara samvinnuleik sem verður eingöngu hægt að spila á skiptum skjá (split-screen). Hægt verður að spila leikinn saman á sömu tölvu eða þá í gegnum netið. Spilarar leiksins fara með hlutverk tveggja fanga og þurfa að komast í gegnum ýmsar hindranir. Josef lofar fjölbreyttri spilun. Út frá sýnishorninu sem var sýnt á E3 kynningu EA fyrirtækisins (leikurinn er unninn í samstarfi við EA Originals) minnir leikurinn á samblöndu af samvinnuleik, Hitman og GTA, þar sem hann mun bjóða upp á opna spilun, þ.e.a.s. hægt verður að leysa ýmis verkefni í leiknum á fleiri en eina vegu.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑