Fréttir

Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Sýnishorn úr Metro Exodus og Shadow of War

Nýtt sýnishorn úr nýjasta Metro leiknum, Metro Exodus, var sýnt á E3 kynningu Microsoft fyrr í kvöld. Líkt og fyrri leikir byggir leikurinn á sögum eftir rússneska rithöfundinn Dmitry Glukhovsky. Leikurinn er væntanlegur á næsta ári.

Í sömu kynningu var birt nýtt sýnishorn úr Shadow of War, sem er framhaldið af Shadow of Mordor (hægt að lesa gagnrýnina okkar á þeim leik hér) og hafa leikjahönnuðir leiksins þróað óvinakerfið enn frekar eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Shadow of War er væntanlegur 10. október 2017.

 

METRO EXODUS

 

SHADOW OF WAR

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑