Fréttir

Birt þann 10. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Kitla úr Anthem frá Bioware

EA sýndu stutta kitlu úr Anthem, nýjum leik frá Bioware, á E3 kynningu fyrirtækisins fyrr í kvöld. Um er að ræða nýja leikahugmynd (IP) sem á að tvinnast saman við uppfærðan vélbúnað Xbox tölvunnar, Scorpio. Anthem á að vera hraður og um leið fallegur leikur sem býður spilaranum upp á hættulegar og óvæntar aðstæður. Lítið var sagt um leikinn sjálfan og kitlan sýnir lítið úr leiknum, en það verður sýnt á Microsoft kynningunni á morgun. Þess má geta að þá hefur Microsoft einmitt skort nýjungar í flokki Xbox One leikja.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑