Fréttir

Birt þann 10. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Fjölbreytni í Need for Speed Payback

Leikurinn minnir á vissan hátt á gamla góða Burnout Paradise þar sem leikurinn mun bjóða upp á mun meira en bara hefðbundinn kappakstur.

EA kynnti bílaleikinn Need for Speed Payback á E3 kynningu sinni sem lauk fyrir stuttu. Leikurinn minnir á vissan hátt á gamla góða Burnout Paradise (og The Fast and the Furious myndirnar) þar sem leikurinn mun bjóða upp á mun meira en bara hefðbundinn kappakstur. Leikjaheimurinn í Payback verður opinn og fjölbreyttur líkt og spilun leiksins að sögn EA. Í nýju sýnishorni úr leiknum sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan sést dæmi um hvernig leikurinn er spilaður, en þar eltir spilarinn trukk og þarf að losa sig við andstæðinga í leiðinni. Takið eftir því hvað slow-mo atriðin koma skemmtilega vel út. Einnig verður hægt að breyta, bæta og gera upp bíla í leiknum.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum í framtíðinni en hann virðist eiga eftir að höfða til mun fleiri en hefðbundnir bílaleikir þar sem fjölbreytni virðist vera sett í forgang. Leikurinn er væntanlegur í verslanir þann 10. nóvember 2017.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑