Author: Bjarki Þór Jónsson

Við höldum áfram með PS5 verðkönnun okkar að tilefni útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar sem kemur í verslanir þann 19. nóvember næstkomandi. Í seinustu viku bárum við saman verð á aukahlutum fyrir PlayStation 5 og í þetta sinn ætlum við að bera saman verð á völdum PS5 tölvuleikjatitlum: Assassin’s Creed: Valhalla, Sackboy: A Big Adventure, Spider-Man: Miles Morales og Demon’s Souls. Uppgefin verð á áðurnefndum leikjum í vefverslun Elko, Gamestöðvarinnar og Kids Coolshop voru skoðuð þann 16. nóvember 2020. Tekið er fram á heimasíðu Kids Coolshop að ef leikurinn er ekki til á lager á Íslandi þarf viðskiptavinur mögulega að bíða…

Lesa meira

PlayStation 5 leikjatölvan er nýkomin á markað og er Spider-Man: Miles Morales einn af stóru útgáfuleikjum tölvunnar, en leikurinn er einnig fáanlegur á PS4. Í leiknum kynnumst við Miles Morales sem, líkt og Peter Parker, var bitinn af erfðabreyttri könguló og öðlast svipaða ofurkrafta og Spider-Man. Þessi gagnrýni miðast við PS5 útgáfu leiksins. Miles leysir Peter af Í Marvel-leiknum Spider-Man: Miles Morales fylgjum við hetjunni Miles Morales sem hefur öðlast sambærilega krafta og Peter Parker sem er upprunalegi Spider-Man. Í Marvel-leiknum Spider-Man: Miles Morales fylgjum við hetjunni Miles Morales sem hefur öðlast sambærilega krafta og Peter Parker sem er upprunalegi…

Lesa meira

Nörd Norðursins bar saman verð í íslenskum verslunum á aukahlutum fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna. Verð á vefverslunum hjá Elko, Gamestöðinni, Kids Coolshop, Vodafone og Tölvutek voru borin saman. verð í ISKElkoGamestöðinKids CoolshopVodafoneTölvutekDualSense fjarstýring12.99512.99912.99912.99012.990DualSense hleðslustöð6.4955.999Ekki til6.4905.990Pulse 3D heyrnartól 19.99518.999Ekki til19.99019.990HD myndavél11.99510.999Ekki til11.99011.990Margmiðlunarfjarstýring6.4955.9996.2996.4905.990Heildarkostnaður:57.97554.995Vantar gögn57.95056.950 Afskaplega litlu munar á verði milli verslana. Tölvutek býður oftast upp á lægsta verðið en Gamestöðin býður upp á lægsta heildarverðið ef allir aukahlutirnir eru keyptir á sama stað. Í töflunni hér fyrir ofan má sjá verðin líkt og þau birtust þann 12. nóvember 2020 kl. 13:30 á vefverslun verslana.

Lesa meira

Þá er komið að því! PlayStation 5 leikjatölvan frá Sony er væntanleg til landsins fimmtudaginn 19. nóvember! Tölvan tilheyrir níundu kynslóð leikjatölva og er arftaki PlayStation 4 leikjatölvunnar sem hefur notið mikilla vinsælda og er í fjórða sæti yfir mest seldu leikjatölvur allra tíma (Statista). Erlendis hafa Sony og Microsoft barist hart um hylli viðskiptavina þar sem Xbox Series X og Series S, níunda kynslóð leikjatölva frá Microsoft, kemur í verslanir þann 10. nóvember næstkomandi sem þýðir að báðar leikjatölvurnar koma út á mjög svipuðum tíma, eða korter í jól. Tölvan tilheyrir níundu kynslóð leikjatölva og er arftaki PlayStation 4…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Astro’s Playroom fylgir frítt með PlayStation 5 leikjatölvunni. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk hins ofurkrúttlega og viðfelldna vélmennis Astro og leiðbeinir honum áfram í gegnum ævintýraheima PlayStation 5 (PS5) leikjatölvunnar. Fjölbreyttir heimar Í Astro’s Playroom er Astro staddur inni í PS5 leikjatölvunni og flakkar á milli fjölbreyttra ævintýraheima sem tengjast vélbúnaði tölvunnar. Leikurinn byrjar í miðverki tölvunnar, CPU Plaza. Þaðan er hægt að ferðast yfir í aðra tækniheima; Cooling Springs (kælibúnaðurinn) þar sem allt er þakið ís og snjó, græna skóga GPU Jungle (skjákortið), rafmagnaðan heim Memory Meadow (minnið) og geimsvæði SSD Speedway (harði diskurinn og gagnaflutningur). Svæðin…

Lesa meira

DualSense er heitið á PlayStation 5 fjarstýringunni og fylgir ein slík fjarstýring með kaupunum á PlayStation 5 leikjatölvunni. Í þessari grein verður nýja fjarstýringin sérstaklega skoðuð og fjallað um útlit hennar, virkni og nýjunga. Það skal tekið fram að þessi umfjöllun byggir aðeins á reynslu höfundar á fjarstýringunni eftir að hafa spilað borðið The Cooling Springs í leiknum Astro’s Playroom (sem fylgir frítt með tölvunni) svo ekki er komin reynsla á langtímanotkun. Útlitið Litavalið var djarft hjá Sony en þessi hvíti litur virkar mjög vel og kemur skemmtilega á óvart. Þegar Sony birti fyrstu myndina af DualSense fjarstýringunni kom nokkuð…

Lesa meira

Nörd Norðursins hefur fengið staðfest hjá Senu, umboðsaðila PlayStation á Íslandi, að PlayStation 5 leikjatölvunnar koma í verslanir á Íslandi þann 19. nóvember næstkomandi. Aukahlutir og leikir koma viku fyrr, eða þann 12. nóvember. Líkt og hefur komið fram eru öll eintök í fyrstu sendingu af tölvunni uppseld og enn ekki vitað hvenær fleiri eintök séu væntanleg til landsins. Líklega mun það ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári.

Lesa meira

Við hjá Nörd Norðursins fengum eintak af PlayStation 5 fyrir útgáfudag til að fjalla um á síðunni okkar. Í gær birtum við myndband þar sem fjallað var um umbúðirnar og innihaldið. Hér fyrir neðan er að finna myndir sem Bjarki Þór tók af tölvunni, fjarstýringunni og aukahlutunum. Myndir: Bjarki Þór Jónsson

Lesa meira

Í gær birti Sony nýja útgáfustiklu á YouTube fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna sem væntanleg er í verslanir um miðjan næsta mánuð. Í stiklunni heyrum við í bandaríska rapparanum Travis Scott flytja stutta ræðu um að við þráum öll sem manneskjur nýjar upplifanir og nýjunga. Myndbandið endar með einkunnarorðunum Play Has No Limits, eða leikur hefur engin mörk. Sony kynnti í upphafi vikunnar að Travis Scott væri nýr samstarfsaðili PlayStation og að fyrirtækið myndi starfa með honum og Cactus Jack við framleiðslu á nýjum verkefna í framtíðinni.

Lesa meira

Ný kynslóð leikjatölva marka ávallt ákveðin tímamót í sögu tölvuleikja og leikjatölva. Með nýrri kynslóð er nýr tölvubúnaður kynntur til sögunnar sem mun geta keyrt tölvuleiki framtíðarinnar, eða a.m.k. nýjustu leikina næstu sex til tíu árin. Forpantanir á tölvunum fóru gríðarlega vel af stað um allan heim og seldust til að mynda öll eintök af PlayStation 5 leikjatölvunni upp í forpöntun hér á landi á aðeins örfáum klukkustundum. Með útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar frá Sony og Xbox Series X og S frá Microsoft núna í nóvember verður níunda kynslóð leikjatölva í fyrsta sinn aðgengileg almenningi. Forpantanir á tölvunum fóru gríðarlega…

Lesa meira