Author: Bjarki Þór Jónsson

Við hjá Nörd Norðursins fengum eintak af PlayStation 5 fyrir útgáfudag til að fjalla um á síðunni okkar. Í gær birtum við myndband þar sem fjallað var um umbúðirnar og innihaldið. Hér fyrir neðan er að finna myndir sem Bjarki Þór tók af tölvunni, fjarstýringunni og aukahlutunum. Myndir: Bjarki Þór Jónsson

Lesa meira

Í gær birti Sony nýja útgáfustiklu á YouTube fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna sem væntanleg er í verslanir um miðjan næsta mánuð. Í stiklunni heyrum við í bandaríska rapparanum Travis Scott flytja stutta ræðu um að við þráum öll sem manneskjur nýjar upplifanir og nýjunga. Myndbandið endar með einkunnarorðunum Play Has No Limits, eða leikur hefur engin mörk. Sony kynnti í upphafi vikunnar að Travis Scott væri nýr samstarfsaðili PlayStation og að fyrirtækið myndi starfa með honum og Cactus Jack við framleiðslu á nýjum verkefna í framtíðinni.

Lesa meira

Ný kynslóð leikjatölva marka ávallt ákveðin tímamót í sögu tölvuleikja og leikjatölva. Með nýrri kynslóð er nýr tölvubúnaður kynntur til sögunnar sem mun geta keyrt tölvuleiki framtíðarinnar, eða a.m.k. nýjustu leikina næstu sex til tíu árin. Forpantanir á tölvunum fóru gríðarlega vel af stað um allan heim og seldust til að mynda öll eintök af PlayStation 5 leikjatölvunni upp í forpöntun hér á landi á aðeins örfáum klukkustundum. Með útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar frá Sony og Xbox Series X og S frá Microsoft núna í nóvember verður níunda kynslóð leikjatölva í fyrsta sinn aðgengileg almenningi. Forpantanir á tölvunum fóru gríðarlega…

Lesa meira

Útgáfudagur næstu kynslóð leikjatölva frá Microsoft, Xbox Series X og Xbox Series S, er 10. nóvember næstkomandi. Engin verslun á Íslandi hefur auglýst leikjatölvurnar og hafði Nörd Norðursins því samband við Gamestöðina og Kids Coolshop sem staðfestu að tölvan væri að öllum líkindum ekki væntanleg til landsins fyrr en árið 2021. Ekki er komin nákvæm dagsetning en vonast er til þess að geta boðið upp á tölvuna sem allra fyrst. Xbox Series X mun kosta 449 pund í Bretlandi og Xbox Series S 249 pund. Enn hefur ekki verið staðfest verð á tölvunum hér á landi.

Lesa meira

Undanfarna daga hefur Sveinn Aðalsteinn verið að dusta rykið af gömlum tölvuleikjum og spilað vel valda leikjatitla. Hingað til hefur hann spilað leikina Mafia (2002), The Saboteur (2009), Star Wars: Republic Commando (2005) og Legendary (2008) og er hægt að nálgast upptökur af spilunum á YouTube-rás okkar. Aldrei er að vita nema fleiri leikir bætist við á næstunni! Vilt þú að Sveinn spili einhvern ákveðinn tölvuleik? Sendu @Bumbuliuz þá línu á Twitter.

Lesa meira

Í nýju myndbandi sem Sony setti nýlega á YouTube er nýja PlayStation 5 leikjatölvan tekin í sundur og sést þar meðal annars hvernig kælibúnaður tölvunnar lítur út. Margir PlayStation 4 notendur hafa kvartað yfir miklum hávaða í viftu tölvunnar og má gera ráð fyrir því að það vandamál verði ekki til staðar í PlayStation 5. Eigendur PlayStation 5 geta sjálfir tekið ytri hulstur tölvunnar af og fest eða losað standinn sem fylgir tölvunni svo tölvan geti staðið lóðrétt.

Lesa meira

Krónan gaf starfsfólki sínu frjálsar hendur í framstillingu á vörum og hefur útkoman verið skemmtilegt líkt og sjá má á Facebook-síðu Krónunnar. Tvær framstillingar vöktu þó sérstaka athygli. Í Krónunni Bíldshöfða er búið að endurraða Kristals-kössum þannig að þær mynda andlit Mario-bræðra, þeirra Mario og Luigi. Útkoman er skemmtileg og sérstaklega þar sem kassarnir ná að endurskapa gömlu góðu kubbagrafíkina frá gullárum NES leikjatölvu Nintendo. Mynd af Mario-bræðrum á Bíldshöfða var deilt á Facebook-hópi Tölvuleikjasamfélagsins þar sem fjöldi tölvuleikjaspilara hrósa þessu framtaki og segir einn þeirra að „Vonandi fær starfsmaðurinn sömu viðbrögð frá yfirmönnum sínum og frá þessari grúppu.“ Í…

Lesa meira

Lego Super Mario er ný lína frá Lego þar sem tölvuleikurinn Super Mario mætir Lego-kubbunum klassísku. Við nördarnir fengum grunnsettið hjá Legobúðinni í Smáralind og skoðuðum innihaldið og hvað nýja Lego-línan hefur upp á að bjóða. Í kassanum Grunnsettið kostar í dag 12.999 kr. í Legobúðinni. Í kassanum er að finna gagnvirkan Lego Super Mario kall sem gengur fyrir batteríum (fylgja ekki með), kubbar til að búa til borð (level), Bowser Jr. óvinur, einn Goomba-sveppur, grænt rör, fánastöng, ský, blóm og nokkrir minni smáhlutir. Einnig fylgja með nokkrir kubbar sem innihalda strikamerki sem gagnvirki Mario kallinn getur lesið af og…

Lesa meira

Ekki er vitað hvenær Xbox Series S og X, næsta kynslóð leikjatölva frá Microsoft, kemur til Íslands. Alþjóðlegur útgáfudagur er 10. nóvember en ekkert innlent fyrirtæki er með umboðið fyrir Xbox á Íslandi sem getur flækt málið fyrir verslanir sem vilja selja tölvuna. Gamestöðin staðfesti við Nörd Norðursins að verslunin stefni á að bjóða upp á Xbox Series tölvurnar en vita ekki enn hvenær tölvan verði fáanleg hjá þeim. Trúlega verði það á fyrstu mánuðum 2021. Verðið á tölvunni hefur ekki heldur verið staðfest á Íslandi. Samkvæmt óvísindalegri spá Nörd Norðursins má gera ráð fyrir að ódýrari útgáfan muni kosta…

Lesa meira

Undanfarna daga hafa myndast heitar umræður á netinu um tölvuleikjaverð á væntanlegum tölvuleikjum fyrir næstu kynslóð leikjatölva. Undanfarin 15 ár hefur tölvuleikjaverðið haldist í kringum 60 dollara í Bandaríkjunum en hækkar upp í 70 dollara með næstu kynslóð leikjatölva (Business Insider). Samkvæmt okkar heimildum má búast við að verð á leikjum hérlendis muni fylgja verðþróun erlendis. Á Íslandi erum við háð gengi íslensku krónunnar sem getur sveiflast mikið á milli ára sem þýðir að verðið á tölvuleikjum getur hækkað eða lækkað á milli mánaða. Fyrir um 15 árum var algengt að nýlegir tölvuleikir kostuðu í kringum fjögur til sjö þúsund…

Lesa meira