Fréttir

Birt þann 22. nóvember, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Costco á Íslandi fær mögulega aðra sendingu af PS5 fyrir jól

Costco á Íslandi seldi eintök af PlayStation 5 leikjatölvunni. Óstaðfestar heimildir okkar herma að diskalausa útgáfan (Digital Edition) hafi verið í boði og kostaði um 75.000 kr. en aðrar verslanir hafa verið að selja tölvuna á í kringum 80.000 kr. Tekið skal fram að fyrsta sendingin af PS5 er uppseld í Costco.

Við hringdum í Costco í hádeginu í dag og spurðum hvort fleiri eintök væru væntanleg fyrir jól. Að sögn starfmanns er ekki hægt að staðfesta aðra sendingu af PS5 í dag en ekki væri ólíklegt að fleiri eintök yrðu í boði hjá þeim fyrir jól. Þetta gefur mörgum vonarneista fyrir jólahátíðina þar sem tölvan er vinsæl og seldist hratt upp í forsölu hér á landi. Til þess að eiga möguleika á að fá eintak er nauðsynlegt að mæta í Costco verslunina og skrá sig á biðlista samkvæmt starfsmanni Costco. Sögur um biðlista eru á reiki. Við fengum upphaflega upplýsingar frá starfsmanni Costco um að hægt væri að skrá sig á biðlista í verslun Costco en nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar segja að enginn slíkur biðlisti sé í umferð. Eftir samtal við annan starfsmann Costco er staðfest að það var hægt að skrá sig á biðlista en biðlistinn var tekinn úr umferð. Ekki er hægt að staðfesta að önnur sending af PS5 komi í Costco fyrir jól en þeir eiga samt sem áður von á slíkri sendingu. Ef tölvan kemur fyrir jól gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Uppfært 22. nóv. 2020 kl. 14:35: Upplýsingar um biðlista eru á reiki og óstaðfestar.

Uppfært 22. nóv. 2020 kl. 14:42: Misvísandi upplýsingar. Fleiri viðskiptavinir segjast hafa farið eða hringt í Costco og þá fengið þær upplýsingar að enginn biðlisti væri í umferð.

Uppfært 23. nóv. 2020 kl. 13:56: Við samtal við starfsmann við þjónustuborð Costco voru eftirfarandi atriði staðfest: 1) PlayStation 5 var til sölu í Costco, 2) það var hægt að skrá sig á biðlista, 3) biðlistinn hefur verið tekinn úr umferð, 4) ekki hefur verið staðfest að önnur sending af PS5 komi í verslun Costco 5) en segir þó að þeir eigi von á annari sendingu fyrir jól. 6) Ef tölvan fer í sölu fyrir jól gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær (ekki er vitað hvað verður um þá sem náðu að skrá sig á biðlistann).

Fréttin verður uppfærð þegar nýjar fréttir berast eða þessar óstaðfestu heimildir hafa verið staðfestar. Veist þú eitthvað um málið? Sendu okkur póst á nordnordursins@gmail.com

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑