Leikjarýni

Birt þann 19. febrúar, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

TOHU er lítill sætur þrautaleikur sem auðvelt er að falla fyrir

TOHU er lítill sætur þrautaleikur sem auðvelt er að falla fyrir Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Fallegur leikur sem inniheldur fjölbreyttar og skemmtilegar þrautir en leikurinn býður upp á fáa nýjunga.

4

Góður


Í ævintýra- og þrautaleiknum TOHU stjórnar spilarinn lítilli stelpu sem getur breytt sér í vélmennið Cubus. Ill vera hefur ráðist á heimabæ stelpunnar og virðast þessi vera eingöngu vilja eyðileggja allt sem á vegi hennar verður. Það er í höndum spilarans að bjarga heiminum frá þessari illu veru með því að safna nauðsynlegum hlutum til að lagfæra það sem veran hefur eyðilagt.

Leikurinn er virkilega fallegur og hljóðin í leiknum vel gerð. Gullmolinn eru þó þrautirnar sem eru hæfilega erfiðar – þær ná að halda manni vel við efnið án þess að vera of erfiðar. Stundum koma þó tímapunktar þar sem gott væri að fá vísbendingu um hvað á að gera næst og þá er leikurinn tilbúinn að aðstoða þig áfram, svo yfirleitt er óþarfi að leita að svörum á netinu.

Á heildina litið er þetta lítill sætur þrautaleikur sem auðvelt er að falla fyrir.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑