Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Nördar í neyð! – Jólagjafahugmyndir korter í jól
    Menning

    Nördar í neyð! – Jólagjafahugmyndir korter í jól

    Höf. Bjarki Þór Jónsson23. desember 2017Uppfært:23. desember 2017Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nú styttist í aðfangadag og eflaust einhverjir lesendur sem enn eiga eftir að redda nokkrum jólagjöfum fyrir morgundaginn. En ekki örvænta! Við nördarnir settum saman lista með nokkrum jólagjafahugmyndum og valdar verslanir þar sem þið finnið pottþétt eitthvað fyrir nördavini ykkar og vinkonur. Gleðileg jóla kæru lesendur!

    NEXUS | ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR

    Mekka nördanna!

    Mekka nördanna! Nexus klikkar aldrei. Þarna finnur þú eitthvað fyrir flesta nörda. Bækur, teiknimyndasögur, safngripi, spil (einföld og fyrir lengra komna), kvikmyndir og meirað segja LARP búnað. Kosturinn við Nexus er að ef þú veist að viðkomandi er djúpt sokkinn í kosmós nördaheimsins geturu treyst á það að EF vinurinn eða vinkonan vill skila gjöfinni að þá ætti hann eða hún pottþétt að finna eitthvað annað við sitt hæfa í Nexus.

    SPILAVINIR | SPIL FYRIR ALLA

    Þarna finnur þú góða flóru af spilum fyrir alla aldurshópa og öll erfiðleikastig.

    Æðisleg spilabúð! Þarna finnur þú góða flóru af spilum fyrir alla aldurshópa og öll erfiðleikastig. Ef þú átt eftir að redda möndlugjöfinni finnuru hana pottþétt í Spilavinum. Starfsfólkið er líka ótrúlega vinalegt og hjálpsamt og getur leiðbeint með spilaval. Spilavinir er ekkert endilega bara fyrir spilanörda, þ.e.a.s. þann hóp sem er djúpt sokkinn í spilaheiminn, heldur líka fyrir casual spilara, fjölskyldur, partýin, pörin o.s.frv. Eitthvað fyrir alla, konur og kalla.

    NINTENDO SWITCH | DÝRI HARÐI PAKKINN

    Tilvalin leikjatölva fyrir fjölskylduna og casual spilara, og lengri komna.

    Þessi pakki kostar sitt, nánar tiltekið í kringum 50.000 kr., en er þess virði. Leikjatölvan hefur verið seld í Ormsson (umboðsaðili Nintendo á Íslandi), Gamestöðinni, Elko, Tölvutek og fleiri stöðum. Líklega er best að hringja á undan til að athuga hvort gripurinn sé ekki örugglega til. Nintendo Switch er sumsé nýjasta leikjatölvan frá Nintendo og hefur verið að fá góðar móttökur. Tilvalin leikjatölva fyrir fjölskylduna og casual spilara, og lengri komna. Ef þið viljið láta leiki fylgja með er óhætt að mæla með Super Mario Odyssey, sem er eini leikurinn sem hefur fengið fimm stjörnur frá okkur undanfarin tvö ár, og Zelda Breath of the Wild

    NÖRDAFATNAÐUR | BOLIR, PEYSUR, DERHÚFUR

    Það klikkar aldrei að gefa flottan bol eða peysu úr nördaheiminum

    Það klikkar aldrei að gefa flottan bol eða peysu úr nördaheiminum, sama hvort það sé úr heimi tölvuleikja, kvikmynda eða sjónvarpþátta. Elko opnaði nýverið sérstakt nördahorn þar sem er að finna tölvuleikjaboli, tölvuleikjaderhúfur, Star Wars hluti (t.d. Death Star bauk og bolla) og fleira. Úrval er ágætt, en hillurnar voru hálftómar í gær þegar við áttum leið hjá. Annar staður er Nexus þar sem er hægt að kaupa hettupeystu og stuttermaboli, en fatnaðurinn er stundum í dýrari kanntinum hjá þeim. Þriðji staðurinn sem við viljum nefna er Dogma sem er með töluvert af bolum sem tengjast Star Wars, tölvuleikjum og ýmsum sjónvarpsþáttum.

    UPPLIFUN | LOTR TÓNLEIKAR OG BÍÓ

    …myndin sýnd í fullri lengd, Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar undir og Emilía Torrini mætir

    Einhver sagði mér að það sé voða mikið í tísku að gefa upplifanir í staðinn fyrir hluti, sem er bara gaman. Þá dettur mann strax í hug gjafamiða á The Lord of the Rings: The Two Towers tónleikana sem verða í Hörpu í ágúst, miðinn kostar á bilinu 6.000 – 17.000 kr. (fer eftir sætavali). Þar verður myndin sýnd í fullri lengd, Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar undir og Emilía Torrini mætir sem sérstakur gestur, en hún er einmitt með lag í myndinni. Önnur upplifun getur verið bíókort. Fyrir þá sem fylgja straumnum er hægt að fá bíókort í völdum kvikmyndahúsum sem gildir í ákveðinn tíma, en fyrir þá sem fíla óhefðbundnar kvikmyndir, költ, evrópskar og ýmsar myndir sem eru sýndar sjaldan eða aldrei í stóru kvikmyndahúsunum hér á Íslandi er gjafakort í Bíó Paradís alveg málið.

    STEAM ÚTSALA | FJÖLDI TÖLVULEIKJA

    Gefðu gjafabréf á Steam. Um þessar mundir er vetrarútsala á Steam leikjaveitunni sem stendur yfir til byrjun janúar. Hægt er að gefa senda gjafakort í gegnum Steam þar sem hægt er að velja upphæðina. Það er kannski ekkert voðalega gaman að gefa bara kóða í gjöf, en það er hægt að búa til einhvern skemmtilegan pakka í kringum það. T.d. taka gamalt tölvuleikjahulstur, prenta út hulstur af leik sem þú veist að voðkomandi hatar og setja inneignarkortið inn í það.

     

    SPILAHUGMYNDIR

    Við höfum gagnrýnt nokkur spil á þessu ári og getum hiklaust mælt með eftirfarandi spilum; Arkham Horror: LCG, Unlock!, Kingdom Builder, Mysterium, 7 Wonders, Terror in Meeple City, The Manhattan Project og Parade.

    Hægt er að skoða fleiri spilarýnir frá okkur hér.

    TÖLVULEIKJAHUGMYNDIR

    Við getum hiklaust mælt með þessum leikjum: Super Mario Odyssey, Hellblade: Senua’s Sacrifice, Nier: Automata, Resident Evil 7: Biohazard, Horizon Zero Dawn, The Legend of Zelda: Breath of the Wild, Final Fantasy XV og The Last Guardian.

    Hægt er að skoða fleiri leikjarýnir frá okkur hér.

     

    Dettur þér eitthvað fleira skemmtileg í hug?

    Hjálpaðu okkar við að aðstoða nörda í neyð og deildu hugmyndinni með okkur í kommentakerfinu hér fyrir neðan.

    Myndir: Nexus á Facebook, Spilavinir á Instagram, LOTR á Harpa.is
    Forsíðumynd: Home Alone

    jól Jólagjafahugmyndir jólagjafir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSólfar færir okkur skuggaveröld framhaldslífsins í nýjum VR-leik
    Næsta færsla Leikjarýni: LocoRoco 2: Remastered – Krúttlegar kúlur og söngelskt illmenni
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.