Game of Thrones viskíflöskurnar fást í fríhöfninni
í tilefni þess að áttunda og seinasta sería Game of Thrones sjónvarpsþáttanna hóf göngu sína fyrr á árinu ákvað sjónvarpsrisinn HBO í samstarfi við valda skoska viskíframleiðendur að gefa út sérmerkt Game of Thrones viskíflöskusafn í takmörkuðu upplagi. Flöskurnar eru myndskreyttar valdaættunum sjö (Seven Kingdoms) í Game of Thrones þar sem hver ætt er með sína flösku, ættirnar sjö eru; Tyrell, Baratheon, Targaryen, Lannister, Greyjoy, Tully og Stark. Night Watch fær líka sérmerkta flösku og auk þess hefur Johnnie Walker viskíframleiðandinn gefið út sérstaka White Walker flösku.
![](https://nordnordursins.is/wp-content/uploads//2019/05/got_viskisafn.jpg)
Viskísafnið samanstendur því alls af níu flöskum ef White Walker flaskan er tekin með. Flöskurnar eru ekki fáanlegar í vínbúðum hér á landi en samkvæmt heimasíðu dutyfree.is eru sex flöskur úr þessu viskísafni til í fríhöfninni, það eru flöskurnar Greyjoy, Tully, Baratheon, Lannister, Stark og Tyrell. Hver flaska inniheldur 70cl af viskí og reiknast ein flaska sem 2,8 einingar (en hámarks tollfríðindi eru 6 einingar af áfengi per ferðamann). Flöskurnar innihalda mismunandi viskí og eru misdýrar en hér fyrir neðan er hægt að sjá verðið á flöskunum í fríhöfninni og hverskonar viskí er í flöskunum.
- Game of Thrones House Tully – Singleton of Glendullan Select
- Game of Thrones House Stark – Dalwhinnie Winter’s Frost
- Game of Thrones House Targaryen – Cardhu Gold Reserve
- Game of Thrones House Lannister – Lagavulin 9 ára
- Game of Thrones House Greyjoy – Talisker Select Reserve
- Game of Thrones House Baratheon – Royal Lochnagar 12 ára
- Game of Thrones House Tyrell – Clynelish Reserve
- Game of Thrones The Night’s Watch – Oban Bay Reserve
![](https://nordnordursins.is/wp-content/uploads//2019/05/got_viski_baratheon.jpg)
![](https://nordnordursins.is/wp-content/uploads//2019/05/got_viski_greyjoy.jpg)
![](https://nordnordursins.is/wp-content/uploads//2019/05/got_viski_lannister.jpg)
![](https://nordnordursins.is/wp-content/uploads//2019/05/got_viski_stark.jpg)
![](https://nordnordursins.is/wp-content/uploads//2019/05/got_viski_tully.jpg)
![](https://nordnordursins.is/wp-content/uploads//2019/05/got_viski_tyrell.jpg)
Mynd: Amazon