Bíó og TV

Birt þann 19. október, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Austin Powers heimsækir Mass Effect

Glaumgosi á heimsmælikvarða og leyniþjónustumaður í hlutastarfi frá sjöunda áratugnum vaknar til lífsins eftir að hafa legið í lághitadvala í tvær aldir. Tíminn er komið að því að berjast við nýja tegund óvina – Reapers!“ Með þessum hætti kynnir eli_handle_b․wav á YouTube myndbandið sitt þar sem hann hefur blandað saman hinum fræga Austin Powers við Mass Effect tölvuleikin og er óhætt að segja að útkoman sé stórskemmtileg.

Á YouTube-rás eli_handle_b․wav er að finna fleiri samblöndur, þar á meðal þegar Patrick Bateman úr American Psycho mætir í Fallout og Walter White úr Breaking Bad heimsækir City 17 í Half-Life

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑