Leikjarýni

Birt þann 19. maí, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Rage 2 horfir til heima Mad Max og Borderlands

Rage 2 horfir til heima Mad Max og Borderlands Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Rage 2 horfir til heima Mad Max og Borderlands en nær ekki sömu gæðum og er frekar auðveldur í spilun.

3.5

Ágætur


Upprunalegi Rage frá id Software kom út árið 2011 og fékk blenda dóma, hann innihélt góða fyrstu persónu skothluta en var veikur á sögu og opin heim, ásamt vissum tæknigöllum.

Nú hefur id Software fengið Avalanche Studios með sér í lið til að búa til stærri og opnari heim ein áður og bæta upp mikið af göllum fyrri leiks. Hvernig tekst það svo upp?

Rage 2 lofar litríkri útgáfu af heimi sem er að rísa upp á ný eftir hörmungarnar sem Apophis lofsteinninn olli á jörðinni um 130 árum áður en saga nýja leiksins hefst. Árið er 2165 og hafa liðið um 30 ár frá atburðum fyrri Rage leiksins þar sem leikmenn reyndu að stöðva hin hernaðarkenndu Authority samtök af við að ná völdum í auðninni, sem er fyrrum Norður-Ameríka.

Saga leiksins mun líklega seint vinna til einhverra verðlauna þar sem hún frekar þunn.

Nú er hægt að velja á milli þess að spila sem kona eða karl og er persónan Walker rödduð í þetta skiptið. Þetta hjálpar til við að gera þig að stærri hluta af sögu leiksins í stað mállausu sögupersónunnar sem er svo algeng í skotleikjum. Þú ert ein/n af þeim fáu sem getur notast við nanótæknina frá þeim tíma áður en loftsteinnin eyddi meirihluta lífi jarðar og geturðu notast við Ranger-brynju sem þú getur síðar bætt nýjum hæfileikum við. Saga leiksins mun líklega seint vinna til einhverra verðlauna þar sem hún frekar þunn. Þú þarft að finna þrjá gamla meðlimi andspyrnunnar og fá hjálp þeirra til að stöðva Authority-samtökin sem eru leidd af General Cross, sem hafa hafið stórsókn til að koma hinum nýja heimi undir málm og stökkbreyttan fót þeirra.

Leikmenn þurfa að leysa ýmis verkefni fyrir þessa meðlimi áður en þeir samþykkja að aðstoða þig að stöðva Cross. Þessi verkefni eru frekar einföld, mikið af þeim er í raun þau sömu og þú finnur víðsvegar um heim Rage 2. Þú hreinsar út óvinastöðvar, eyðileggur vistir, ræðst á bílalestir og hjálpar fólkinu á litlu borgunum sem hafa myndast. Leikurinn gefur þér frelsi til að fara hvert sem þú villt frá byrjun og hvetur þig til að upplifa það sem þessi opni heimur hefur upp á að bjóða.

Það eru Arkir til að finna, sem gefa þér vopn og hluti til að bæta þig. Arkirnar hafa, eins og fólk sem spilaði fyrri leikinn man eflaust eftir, komið úr dvala eftir að hættan af afleiðingum loftsteinsins var liðin. Þessar Arkir eru mjög eftirsóttar útaf tækninni sem þær innihalda og eru yfirleitt varðaðar af óvinum. Hin ýmsu gengi ráða yfir vissum hlutum á korti leiksins og þú þarft að fara í gegnum; Goon Squad, Immortal Shrouded, River Hogs og Abadon Mutans.

Mutant Bash Tv snýr aftur, og er hægt að taka þátt í þeim brenglaða raunveruleik til að vinna sér inn peninga og vopn, einnig er hægt að taka þátt í kappakstri. Bæði þetta er þó talsvert minna um sig en áður og er vonandi að það verði bætt við þetta þegar id og Avalanche gefa út fría niðurhalsefni leiksins á næstu mánuðum líkt og þeir hafa talað um.

Líklega besti hluturinn við spilun leiksins eru hæfileikarnir sem þú getur fengið með að fara í hinar ýmsu Arkir í auðninni. Að geta svifið niður að óvinum og barið í jörðina og gert þá að sultu, eða kastað út litlu svartholi sem sogar óvini til sín og springur hjálpar til að gera spilunina fjölbreytta

Vopn leiksins eru flest þau „klassísku“ sem fólk býst við að sjá í svona leik, skammbyssur, haglabyssur, vélbyssur, og ýmis orkuvopn ásamt að hinu ýmsu tækjum sem þú getur búið til. Líklega besti hluturinn við spilun leiksins eru hæfileikarnir sem þú getur fengið með að fara í hinar ýmsu Arkir í auðninni. Að geta svifið niður að óvinum og barið í jörðina og gert þá að sultu, eða kastað út litlu svartholi sem sogar óvini til sín og springur hjálpar til að gera spilunina fjölbreytta, þegar þú bætir síðan við Overdrive hæfileikanum þá verður þetta enn flottara. Þegar þú ert búin að berjast við nokkra óvini þá fyllir þú upp í mæli með er hægt að nota með að halda inni báðum efri axlatakkanum á fjarstýringunni. Þá hægist aðeins á tímanum þú getur fengið aukaheilsu og getur þolað meiri skaða. Einnig þá valda vopn þín aukinn skaða og frekar oft litríkt að skoða yfir óvina svæðin þegar þú ert búin að fara í gegn. Þetta nær ekki alveg að ná blóðlosta DOOM leiksins frá 2016, en þetta er þó mjög skemmtilegt og einn af betri hlutum Rage 2.

Fyrir þá sem eru tilbúnir að sökkva sér í leikinn þá er fjölbreytt hæfileika- og vopnatré sem er hægt að sérsníða að leikstíl þeirra.

Umhverfi leiksins eru núna fjölbreyttari frá frumskógum, fenjum og eyðimörkum. Þetta hjálpar til að við brjóta upp svæði leiksins og lífga upp á þann litlausan leikjaheim sem sjást svo oft í skotleikjum í dag.

Það er augljós af hverju Bethesda og id Software völdu að vinna með sænska fyrirtækinu Avalanche Studios. Þeirra leikir hafa snúist um stórar sprengingar, fjölbreytt vopn og hin ýmsu farartæki til að ferðast um opna heima.

Það er augljós af hverju Bethesda og id Software völdu að vinna með sænska fyrirtækinu Avalanche Studios. Þeirra leikir hafa snúist um stórar sprengingar, fjölbreytt vopn og hin ýmsu farartæki til að ferðast um opna heima. Hérna er þar sem Rage 2 græðir á þessari samvinnu, að keyra um heiminn er að mestu betra en áður, en ekki alveg jafn gott fannst mér og í t.d Mad Max, sem er skrítið. Þegar þú ert að ráðast á óvinastöð og er búin að nota vopn þín til að sprengja upp bensíntankana og þú hleypur í gegnum eld og reyk og beint inn í óvinahópinn sem breytist fljótt í blóð og líkamsparta, þá er auðvelt að detta í visst flæði þar sem heimurinn er fullur af byssukúlum og hasar. Það hefði þó verið gaman að sjá fleiri hluti til að springa í loftu eins og í Just Cause leikjunum. En það var líklega ekki hægt þar sem leikurinn stefnir á að halda 60 römmum (FPS) á sekúndu.

Í stað þess að notast við id Tech tæknina eins og í Rage, þá keyrir framhaldið á Apex Engine grafíkvélinni sem Just Cause og Mad Max leikir Avalanche keyrðu á. Þetta hjálpar mikið til að gera opnari heim þar sem þú ert ekki að lenda á því að leikurinn er að hlaða ný svæði og borðin er lítil og þröng. Spurningin er þó hvort að það hefði verið betri kostur en stærri og opnari heimur sem er einnig frekar tómlegur og skortir líf á köflum?

Leikurinn keyrir á mismunandi upplausnum og rammahraða eftir á hvernig leikjavél þú spilar hann á. Á venjulegri PlayStation 4 er leikurinn 1080p upplausn og 30 FPS, á meðan venjuleg Xbox One er í 900p/30 FPS. Ef þú ert með PS4 Pro eða Xbox One X, þá er leikurinn í 1080p upplausn og í allt að 60 römmum á sekúndu. Það er skiljanlegt að id Software vildi halda í hraðari spilun eins og var í síðasta leik. Það er þó sérstakt að vera að spila leikinn á Xbox One X sem getur keyrt t.d The Division 2 í 4K upplausn, reyndar á 30 römmum á sek. að það skuli ekki vera meira svigrúm að keyra leikinn í betri gæðum. Ef þú ert á PC, þá er þetta auðvitað ekki neitt vandamál, og eina sem stöðvar þig er hve djúpt veskið þitt er.

Eitt sem er svekkjandi við leikinn er hann styður ekki við HDR litatæknina á neina vegu. Svona bjartur og litríkur leikur æpir pínu á bjartari liti og dekkri skugga sem gæti gert umhverfi hans enn betra en það er nú þegar.

Manni verður hugsað til, hvort að það hefði verið gáfulegra að notast við id Tech 6 grafíkvélina sem Wolfenstein 2 keyrir á og hafa smærri heim en með meira í honum?

Eftir yfir 10-12 tíma þá var ég búin með sögu leiksins og slatta af aukaverkefnum leiksins, það tekur meira en tvöfalt meiri tíma að gera allt það sem er í boði í leiknum.

Í raun eru ekki nema um 8 aðalverkefni sem þú þarft að leysa áður en þú getur farið í lokahluta sögunnar og er það frekar stutt ef fólk mun einblína nær eingöngu á það. Eftir yfir 10-12 tíma þá var ég búin með sögu leiksins og slatta af aukaverkefnum leiksins, það tekur meira en tvöfalt meiri tíma að gera allt það sem er í boði í leiknum. Sem skotleikur þá er þetta fín ending, en þegar er borið saman við opna leiki eins og þá sem Avalanche eru þekktir fyrir þá er þetta frekar ekki eins drjúgt og oft áður.

Það er ljóst að Rage 2 horfir til heima Mad Max og Borderlands og var auglýsingaherferð leiksins öll í hve brenglaður og litríkur heimurinn væri. Vandinn er að leikurinn býður upp á alltof lítið af þessu og er frekar auðveldur í spilun og skortir pínu erfiðleika.

Það hefði verið óskandi að það verið lagt meira í að gera leikinn ekki svona „öruggan“ á köflum og þeir hefðu hallað meira í átt að Mad Max eða Borderlands í stað að sigla eftir miðjunni og missa marks á vissum hlutum í staðinn.

Einmennignssöguleikir sem eru ekki fullir af peningaplokki eða þjónustum sem til að kreysta úr þér tíma og peninga, eru sjaldgæfir og er gaman að fá viðbót í þá flóru. Það hefði verið óskandi að það verið lagt meira í að gera leikinn ekki svona „öruggan“ á köflum og þeir hefðu hallað meira í átt að Mad Max eða Borderlands í stað að sigla eftir miðjunni og missa marks á vissum hlutum í staðinn.

Það er möguleiki hérna af góðri seríu þó og vonandi mun aukaefnið fyrir leikinn sem er búin að kynna vera tilbúinn að taka fleiri áhættur eða bara vera nærri því sem auglýsingarnar fyrir leikinn lofuðu.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑