Fréttir

Birt þann 26. janúar, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Íslenskur verðmiði kominn á Nintendo Labo

Í seinstu viku sögðum við frá Nintendo Labo, nýjung sem Nintendo kynnti til sögunnar fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna. í Nintendo Labo setja notendur aukahlutina saman sjálfir og geta búið til og föndrað allskonar hluti sem virka með Switch, þar á meðal píanó, veiðistöng, vélmennabúning og fleira. Hægt er að lesa ítarlegri umfjöllun um Nintendo Labo hér.

Samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram mun Toy-Con 1 aukapakkinn kosta 10.990 kr. í Tölvutek en auglýst verð í Bretlandi er 59,99 pund

Tölvutek hefur nú skráð Nintendo Labo í vefverslun sína þar sem hægt er að forpanta pakkana. Samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram mun Toy-Con 1 aukapakkinn (píanó, veiðistöng o.fl.) kosta 10.990 kr. í Tölvutek en auglýst verð í Bretlandi (Amazon UK) er 59,99 pund, sem gera í kringum 8.600 kr. á núverandi gengi. Seinni pakkinn, Toy-Con 2 (vélmennabúningurinn), kostar 12.990 kr. í Tölvutek og auk þess er hægt að panta sérstakan skreytingarpakka (Customization Set) frá Nintendo sem inniheldur stensla, límmiða og litrík límbönd sem hægt er að nota til að skreyta Labo aukahlutina á 2.490 kr.

Samkvæmt sömu heimildum er varan væntanleg 27. apríl til landsins, eða viku eftir alþjóðlegan útgáfudag.

Vefverslun Tölvuteks, 26. janúar 2018.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑