Fréttir

Birt þann 25. janúar, 2018 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Overboard – Nýir borðspilaþættir frá Polygon

Vefsíðan Polygon frumsýndi nýja þætti sem hlotið hafa nafnið Overboard þar sem fólk spilar saman ný borðspil. Þættirnir munu koma út mánaðarlega og eru birtir á youtube-rás Polygon. Í fyrsta þættinum spila fimm leikmenn spilið Mountains of Madness eftir Rob Daviu, hönnuð Seafall og Pandemic Legacy.  Mountains of Madness er innblásið af sögum H.P Lovecraft en í þessu spili hafa leikmenn allir sína galla og þurfa að leika þá á meðan spilun stendur. Leikmenn reyna í sameiningu að klífa fjall saman en því hærra sem þeir klífa þeim mun undarlegri verður hegðun þeirra. Það verður áhugavert að fylgjast með hvaða spil við komum til að sjá verða spiluð í næstu þáttum og hvort þessi sería komi til með að fara á flug. Þið getið horft á fyrsta þáttin hér fyrir neðan. 

 

 

Deila efni


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑