Fréttir

Birt þann 26. janúar, 2018 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Kíkt í Kassann – Hvað leynist í Dinosaur Island?

Ég veit fátt skemmtilegra en að fá nýtt spil í hendurnar og skoða innihaldið, handleika teningana, poppa út pappann og sjá hversu veglegt spilið er. Í þessum fyrsta þætti tók ég fyrir spilið Dinosaur Island. Hvern hefur ekki dreymt um að byggja sinn eigin Júragarð (e. Jurassic Park)? Í Dinosaur Island geta leikmenn ræktað sínar eigin risaeðlur í þeirra von um að laða að sem flesta áhorfendur. Leikmenn keppast um að skapa sem mest spennandi og aðlaðandi risaeðlugarð því fæstir koma til að horfa á grasæturnar og flestir til að sjá T-Rex, en með hættulegri risaeðlum eykst einnig hættan á því að fólk verði étið svo það er eins gott að öryggisgæslan sé nægjanleg!

Athugið að myndbandið er ekki kennslumyndband né umfjöllun um spilið heldur erum við einungis að skoða hvert innihald spilsins sé. Góða skemmtun.Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑