Fréttir

Birt þann 20. janúar, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nintendo Labo – nýr Switch viðauki úr pappa

Nintendo Labo pakkarnir innihalda pappa sem notendur setja saman sjálfir og búa til ýmiskonar hluti sem hægt er svo að nota með Switch.

Nintendo leikjafyrirtækið er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir með nýjungar sem koma gjarnan skemmtilega á óvart. Nintendo hefur nú kynnt Nintendo Labo nýjungina til sögunnar, en það er ný viðbót fyrir Switch leikjatölvuna. Nintendo Labo pakkarnir innihalda pappa sem notendur setja saman sjálfir og búa til ýmiskonar hluti sem hægt er svo að nota með Switch. Til dæmis er hægt að setja saman þrettán nótna pappa-píanó sem hægt er að spila á, veiðistöng sem hægt er að nota til að veiða fiska og mótorhjólastýri sem hægt er að nota í móturhjólaleik svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að sjá brot úr Labo úrvalinu í myndbandinu hér fyrir neðan en tveir kassar eru í boði til að byrja með. Fyrri pakkinn, eða Toy-Con 1, kostar 70 Bandaríkjadali (um 7.000 íslenskar krónur) sem inniheldur pappa og alls fimm uppskriftir fyrir eftirfarandi aukahluti; píanó, veiðistöng, hús, mótorhjól og bíl. Hugbúnaðurinn Nintendo Labo Variety Kit fylgir pakkanum. Í seinni pakkanum, eða Toy-Con2, sem kostar aðeins meira, eða um 80 Bandaríkjadali (um 8.000 kr.), er pappi og aukahlutir til að búa til vélmennabúning. Nintendo Labo Robot Kit hugbúnaðurinn fylgir með þeim pakka.

Nintendo Labo er væntanlegt í verslanir 20. apríl 2018. Nánari upplýsingar um vörurna má finna á heimasíðu Nintendo.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑