Fréttir

Birt þann 21. maí, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Tölvuleikjaveisla í Tölvutek og Tölvulistanum í dag

Í dag, laugardaginn 21. maí, verður sannkölluð tölvuleikjaveisla í Tölvutek og Tölvulistanum.

Tölvutek opnar stærstu sérhæfðu leikjadeild landsins og mun halda upp á það með Rocket League leikjamóti sem hefst kl. 11:00 í dag. Sigurliðið fær Rig 500 leikjaheyrnartól frá Plantronics í verðlaun auk þess að eiga möguleika á því að verða Rocket League lið Tölvuteks. Í samstarfi við íslenska fyrirtækið Aldin Dynamics verður gestum einnig boðið að prófa VR-leikinn Waltz of the Wizard sem fyrirtækið kynnti meðal annars á GDC fyrr á þessu ár. Í leiknum notar spilarinn HTC Vive sýndarveruleikagleraugun og fer í hlutverk galdramanns.

Sama dag í Tölvulistanum munu úrslit vordeildar Tuddans ráðast og geta áhorfendur fylgst með á 84“ risaskjá á staðnum. Útsending hefst kl. 14:50 og verður byrjað á að sýna úrslitaleik í Rocket League og hefst úrslitaleikur CS:OG klukkan 16:30. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Twitch. Gestum Tölvulistans gefst kostur á að prófa EVE: Valkyrie, nýjasta VR-leik CCP. Leikurinn hef náð miklum vinsældum og höfum við nördarnir prófað leikinn og getum auðveldlega mælt með leiknum.

Tölvunördar þurfa ekki að óttast hungur þennan dag þar sem Tölvulistinn mun bjóða gestum upp á eldbakaðar pizzur og Mountain Dew og Tölvutek verður með pulsur og drykki.

Við bendum á að það er stutt á milli verslana (í göngufjarlægð) og tilvalið að gera sér glaðan tölvuleikja-dag og kíkja á báða viðburðina!

Mynd: EVE: Valkyrie

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑