Spil

Birt þann 20. maí, 2016 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Styttist í nýja útgáfu af Agricola

Agricola_boxMayfair games tilkynntu í upphafi febrúar að þeir ætluðu að endurútgefa Agricola línuna á þessu ári og vænta mætti þess að spilið komi í verslanir vestanhafs þann 20.maí.

Útgáfurnar verða þrennskonar:

  • Grunnspilið Agricola verður fyrir 1-4 spilara
  • Agricola: Fjölskyldu útgáfa
  • Viðbót við grunnspilið sem gefur möguleika á 5-6manna spilun.

2016 útgáfan af Agricola mun innihalda uppfærða og straumlínulagaðri hönnunn, nýja viðarkubba s.s grænmetis-, dýra- og bónda-„meeples“ auk þess sem að grunnspilið mun innihalda vinsælustu kortin úr fyrri útgáfum og viðbótum. Búið verður að fjarlægja fjölskyldu reglurnar og verður það gefið út sem sér spil.

Hanno Girkle einn af starfsmönnum Lookout Games hafði eftirfarandi að segja hversvegna verið væri að ráðast í nýja útgáfu af Agricola.
[Innskot blms: Tilvitnun er síðan 2015, spilið er því í dag 9 ára gamalt]

„Agricola er orðið 8 ára gamalt. Það eru mörg spil í upprunalegu útgáfunni sem eru einfaldlega ekki notuð. Spil sem sitja á hendi og er aldrei spilað út og taka því upp dýrmætt pláss fyrir spil sem eru nothæf. Það leiðir til þess að einungis 2-4 spil sem einstaklingurinn er með á hendi eru virkilega nothæf. Okkur líkar það ekki. Uwe vill að spilið sé í góðu jafnvægi en byggist ekki á þeirri heppni hvaða spil sem draga. Þessvegna var það hans hugmynd að fjarlægja lélegu spilin en setja í staðinn betri spil úr viðbótunum. Spilið á að vera keppnishæft fyrir næsta áratug“

Seinna á árinu má vænta þess að fjölskyldu útgáfan af Agricola komi út. Hún kemur til með að vera aðgengilegri fyrir yngri einstaklinga og þá sem ekki eru á kafi í borðspilum. Sú útgáfa kemur til með að innihalda aðgerðir og reiti en enginn kort sem mun gera upplifun af spilinu einfaldari og styttri fyrir alla fjölskylduna. Stigagjöf hefur einnig verið einfölduð.

Agricola_2016

Að lokum munu þeir gefa út 5-6 manna viðbótina sem mun einfaldlega innihalda viðarkubba fyrir tvo auka leikmenn en einnig handvalin og endurskrifuð spil af Uwe sjálfum.

Mayfair munu þó gefa þeim sem eiga nú þegar upprunalegu útgáfuna af Agricola möguleikann á því að kaupa nýju og endurskrifuðu stokkana sér til að skipta út.

Þess verður þó að geta hér undir lokin að von er á viðhafnarútgáfu af Agricola á næsta ári í tilefni 10ára afmælis Agricola fyrir þá allra hörðustu. Viðhafnarútgáfan mun innihalda allt að 1000 spil og styðja allt að 6leikmenn. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessar útgáfur betur er bent á þennann þráð á www.play-agricola.com

Kemur þú til með að fá þér eitthvað af nýjum útgáfum Agricola?

  • Venjulegu útgáfuna (33%, 1 Votes)
  • Viðhafnarútgáfuna (bíða til 2017) (33%, 1 Votes)
  • Nei (33%, 1 Votes)
  • Fjölskyldu útgáfuna (0%, 0 Votes)
  • Á ég á upprunalega spilið en mun kaupa stokkana (0%, 0 Votes)
  • 5-6manna viðbótina (0%, 0 Votes)

Total Voters: 3

Loading ... Loading ...

Mynd: Mayfair Games

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑