Vafra: Leikjarýni

Starhawk er þriðju-persónu skotleikur sem var framleiddur af LightBox Interactive í samvinnu við SCE Santa Monica Studio og gefinn út af Sony Computer Entertainment. Það hafa áður verið gefnir út leikir undir svipuðu nafni, Warhawk, en þrátt fyrir það tengjast þeir ekkert sögulega séð. Leikurinn er áframhaldandi þróun á leiknum sem kom út árið 2007 og var eingöngu fjölspilunarleikur. Leiknum er skipt í tvennt, hins vegar einspilun og svo fjölspilun í gegnum netið. Með leiknum fylgir netpassi og Warhawk frá 1995, sem er flugskotleikur og var meðal fyrstu leikjanna fyrir upprunalegu PlayStation tölvuna, en þá þarf að nálgast í gegnum…

Lesa meira

Þann 18.apríl síðastliðinn kom út leikur á Xbox Live Arcade sem var langt frá því að vera á mínum radar, þar sem ég spila yfirleitt ekki mótorhjólaþrautaleiki eins og Trials Evolution eða forvera hans, Trials HD. En þar sem hann fékk hreint út sagt frábæra dóma og var mikið talað um í þeim leikjatengdu miðlum sem ég fylgist með, varð ég að skoða gripinn. Leikurinn er einfaldur; þú stýrir mótorhjóli og þarft að fara í gegnum brautir á sem bestum tíma og þú færð mínusprik fyrir að detta eða keyra á. Borðin eru skemmtilega fjölbreytt og snúast ekki bara um…

Lesa meira

Endur fyrir löngu börðust átta ofurmenni með guðlega krafta í ríki Shinkoku gegn illum öflum sem kallast Gohma. Eftir sigurinn á Gohma er keisari Shinkoku myrtur og er Asura kennt um verknaðinn. Í kjölfarið er eiginkona Asura drepin, dóttur hans rænt og Asura útskúfaður úr ríki Shinkoku. 12.000 árum síðar rís Asura aftur til lífs og þyrstir í að hefna sín á öllum þeim sem sviku hann. Spilun Spilun leiksins skiptist í tvo hluta; annars vegar þriðju persónu skot- og bardagaleik og hins vegar takkarunu-bardaga. Í þriðju persónu skot- og bardagahluta leiksins stýrir spilarinn Asura innan lítins ramma og…

Lesa meira

Street Fighter X Tekken er slagsmálaleikur frá Capcom sem kom út í Evrópu þann 9. mars. SfXT er svokallaður „crossover“ leikur þar sem tvær leikjaseríur (Street Fighter og Tekken) sameina krafta sína í einum og sama leiknum. Capcom er á bak við SF leikina en Namco, fyrirtækið á bak við Tekken, eru að þróa sína eigin útgáfu (Tekken X Street Fighter). Þetta þýðir semsagt að hönnun SfXT er meira í anda Street Fighter leikjanna. SfXT kom út á Xbox 360 og PS3 en þessi leikjarýni byggist á 360 útgáfunni. Einnig hefur verið ákveðið að gefa út leikinn á Playstation Vita…

Lesa meira

Þegar The Darkness kom út árið 2007 vakti hann athygli fyrir að vera frumlegur fyrstu-persónu skotleikur með athyglisverðan söguþráð, enda byggður á vinsælli teiknimyndaseríu. Síðan eru liðin fimm ár og í stað Starbreeze Studios (Chronicles of Riddick og nýlega Syndicate) hafa Digital Extremes tekið við leiknum. Aðalsöguhetjan, Jackie Estacado, er ríkur og virtur  mafíu guðfaðir. Hann vill ekki að Myrkrið (The Darkness) sem lifir innra með honum nái stjórn yfir honum svo hann bælir það niður. Myrkrið er afbrigði af Kölska sjálfum sem getur ekki birst í eigin formi (hingað til ) og tekur sér því bólfestu í móttækilegum mannverum og hefur hann gert…

Lesa meira

Leikurinn Journey er nýjasta afurð Thatgamecompany sem gerði leikina Flow og Flower (fyrir þá sem sjá mynstur alls staðar þá er ég sammála ykkur; leikurinn hefði átt að heita Flowerer). Fyrirtækið er samningsbundið Sony Computer Entertainment og því hafa leikirnir aðeins komið út fyrir PS3. Leikir þeirra þykja öðruvísi en aðrir og koma iðulega upp þegar talað er um leiki og list. Í Journey er engin breyting þar á og færir hugsanlega sterkustu rök fyrir því að leikir geta verið (eru) list. Thatgamecompany hefur það að leiðarljósi að vekja upp tilfinningar hjá spilaranum fremur en að byggja á hefðbundinni leikhönnun…

Lesa meira

Alan Wake’s American Nightmare er Xbox Live Arcade leikur og er hann óbeint framhald af leiknum Alan Wake frá árinu 2010. Réttara væri að flokka hann sem aukapakka (expansion) fyrir Alan Wake rétt eins og The Signal og The Writer. Þegar Alan Wake kom út fékk hann mjög góðar viðtökur gagnrýnenda en honum til óhapps kom Red Dead Redemption út á sama tíma sem hafði áhrif á sölutölur. Remedy Entertainment hefur þrátt fyrir það talað um einhvers konar framhald af Alan Wake og lengi vel höfðu aðdáendur (þar á meðal undirritaður) beðið spenntir eftir hugsanlegu framhaldi þ.e.a.s. Alan Wake 2.…

Lesa meira

Í byrjun mars kom nýjasti SSX leikurinn í verslanir á PS3 og Xbox 360, en liðin eru fimm ár frá síðasta SSX snjóbrettaleik og því margir sem hafa beðið eftir þessum með eftirvæntingu. Í SSX getur spilarinn valið á milli 11 karaktera til að renna niður snævi þakin fjöll, sem eru það há að sjálfur Tony Montana myndi ekki leggja í þau! Spilarinn getur valið á milli fjölmargra gerða af snjóbrettum, aukahlutum og búningum. Þó eru ekki allir möguleikarnir aðgengilegir í upphafi leiks, heldur þarf spilarinn að vinna sig upp í gegnum leikinn og safna reynslu og punktum sem hann…

Lesa meira

Mass Effect er stórt nafn innan leikjaheimsins og beðið hefur verið eftir þessum leik með mikilli eftirvæntingu enda er markaðsmaskína Bioware búin að vera á fullu síðustu mánuði. Leikurinn kom út á sama tíma fyrir PC, PS3 og Xbox 360 en PS3 eigendur hafa verið dálítið úti í kuldanum hingað til (ME2 kom út ári seinna fyrir PS3). Xbox 360 útgáfan var spiluð fyrir þessa gagnrýni. Mass Effect 3 er, eins og fyrri leikirnir, hlutverkaleikur/skotleikur í vísindaskáldsagnastíl ekki ólíkt Star Trek heiminum þar sem geimskip geta ferðast um alheiminn og geimverur mynda á milli sín bandalög eða reyna að drepa…

Lesa meira

Þriðji leikurinn í Saints Row seríunni, frá framleiðandanum Volition, kom út í nóvember 2011. Leikurinn var gefinn út fyrir Windows, Playstation 3 og Xbox 360. Saints Row: The Third er hasarleikur sem gerist í stórborginni Steelport þar sem spilarinn getur ráðið ferð sinni í stórum opnum heimi og hefur möguleika á að valda óreiðu og skemmdum á skemmtilegan og fjölbreyttan máta. SAGAN 3rd Street Saints (gengið sem spilarinn er í) eru orðnir að fjölmiðla risaveldi með ýmsar vörur merktar með Saints merkinu, eins og orkudrykki, fatnað og skemmtilegar japanskar auglýsingar. Saga leiksins snýst í kringum það hvernig Saints reyna…

Lesa meira