Vafra: Leikjarýni
Leikurinn Journey er nýjasta afurð Thatgamecompany sem gerði leikina Flow og Flower (fyrir þá sem sjá mynstur alls staðar þá er ég sammála ykkur; leikurinn hefði átt að heita Flowerer). Fyrirtækið er samningsbundið Sony Computer Entertainment og því hafa leikirnir aðeins komið út fyrir PS3. Leikir þeirra þykja öðruvísi en aðrir og koma iðulega upp þegar talað er um leiki og list. Í Journey er engin breyting þar á og færir hugsanlega sterkustu rök fyrir því að leikir geta verið (eru) list. Thatgamecompany hefur það að leiðarljósi að vekja upp tilfinningar hjá spilaranum fremur en að byggja á hefðbundinni leikhönnun…
Alan Wake’s American Nightmare er Xbox Live Arcade leikur og er hann óbeint framhald af leiknum Alan Wake frá árinu 2010. Réttara væri að flokka hann sem aukapakka (expansion) fyrir Alan Wake rétt eins og The Signal og The Writer. Þegar Alan Wake kom út fékk hann mjög góðar viðtökur gagnrýnenda en honum til óhapps kom Red Dead Redemption út á sama tíma sem hafði áhrif á sölutölur. Remedy Entertainment hefur þrátt fyrir það talað um einhvers konar framhald af Alan Wake og lengi vel höfðu aðdáendur (þar á meðal undirritaður) beðið spenntir eftir hugsanlegu framhaldi þ.e.a.s. Alan Wake 2.…
Í byrjun mars kom nýjasti SSX leikurinn í verslanir á PS3 og Xbox 360, en liðin eru fimm ár frá síðasta SSX snjóbrettaleik og því margir sem hafa beðið eftir þessum með eftirvæntingu. Í SSX getur spilarinn valið á milli 11 karaktera til að renna niður snævi þakin fjöll, sem eru það há að sjálfur Tony Montana myndi ekki leggja í þau! Spilarinn getur valið á milli fjölmargra gerða af snjóbrettum, aukahlutum og búningum. Þó eru ekki allir möguleikarnir aðgengilegir í upphafi leiks, heldur þarf spilarinn að vinna sig upp í gegnum leikinn og safna reynslu og punktum sem hann…
Mass Effect er stórt nafn innan leikjaheimsins og beðið hefur verið eftir þessum leik með mikilli eftirvæntingu enda er markaðsmaskína Bioware búin að vera á fullu síðustu mánuði. Leikurinn kom út á sama tíma fyrir PC, PS3 og Xbox 360 en PS3 eigendur hafa verið dálítið úti í kuldanum hingað til (ME2 kom út ári seinna fyrir PS3). Xbox 360 útgáfan var spiluð fyrir þessa gagnrýni. Mass Effect 3 er, eins og fyrri leikirnir, hlutverkaleikur/skotleikur í vísindaskáldsagnastíl ekki ólíkt Star Trek heiminum þar sem geimskip geta ferðast um alheiminn og geimverur mynda á milli sín bandalög eða reyna að drepa…
Þriðji leikurinn í Saints Row seríunni, frá framleiðandanum Volition, kom út í nóvember 2011. Leikurinn var gefinn út fyrir Windows, Playstation 3 og Xbox 360. Saints Row: The Third er hasarleikur sem gerist í stórborginni Steelport þar sem spilarinn getur ráðið ferð sinni í stórum opnum heimi og hefur möguleika á að valda óreiðu og skemmdum á skemmtilegan og fjölbreyttan máta. SAGAN 3rd Street Saints (gengið sem spilarinn er í) eru orðnir að fjölmiðla risaveldi með ýmsar vörur merktar með Saints merkinu, eins og orkudrykki, fatnað og skemmtilegar japanskar auglýsingar. Saga leiksins snýst í kringum það hvernig Saints reyna…
Í indí leiknum Rainbow Rapture! (fyrir Windows Phone 7 og Xbox 360) stjórnar spilarinn litlu sætu skýi sem svífur um borgir og sveitir með litríkan regnbogahala á eftir sér. Skýið hefur aðeins eitt markmið í huga: AÐ EYÐA MANNKYNINU! Í leiknum þarf spilarinn að viðhalda regnbogahalanum (sem er líf spilarans) sem minnkar hægt og rólega. Til að viðhalda eða stækka halann þarf skýið að a) drepa fólk, b) framkvæma stór stökk eða c) ná aukahlutum. Þegar regnbogahalinn hverfur deyr skýið og leiknum líkur. Það eru þrír aukahlutir í leiknum sem gefa skýinu misjafna aukakrafta sem endast aðeins í örstuttan tíma,…
Árið 1994 gaf tölvuleikjaútgefandinn Bethesda Softworks frá sér tölvuleik að nafni The Elder Scrolls: Arena. Leikurinn átti í fyrstu erfitt uppdráttar því kaupendur gerðu sér ekki grein fyrir gæðum hans þar sem Bethesda hafði upp að þessu verið þekkt sem lítil íþróttaleikjaútgáfa og þótti þetta því frekar óvenjulegt skref, að fara yfir í þessakonar leik. Hægt og rólega fór þó orðrómur að berast út um gæði leiksins og hann byrjaði að fá þá viðurkenningu sem hann átti skilið. Frá þeim degi hafa verið gefnir út fjórir aðrir leikir í Elder Scrolls seríunni, og vinsældir leikjanna vaxa með hverjum nýjum leik.…
Dark Souls (PS3) er einstakur hlutverkaleikur (action RPG) sem gerist í óvinveittum og þrúgandi en fjölbreytilegum ævintýraheimi þar sem hættur leynast við nánast hvert fótspor. Dark Souls og forverinn, Demon’s Souls, eru þekktir fyrir það að vera erfiðir en vandaðir leikir og ólíkir öllu öðru sem er á markaðinum í dag. Þeir eru einnig dæmi um japanska leiki sem hafa farið yfir til vestur heims með góðum árangri. SPILUN Að mörgu leyti er þetta eins og hefðbundinn hlutverkaleikur en blandað er saman tæknilegri getu nútímaleikja við erfiðleikastig eldri leikja sem er í andstæðu við þróun sambærilegra leikja í dag sem…
Leikurinn er framleiddur af Rocksteady Studios og byggir á magnþrungnu og dimmu umhverfi forverans, Batman: Arkham Asylum, sem setur spilarann í hörkuna sem er í Arkham City, „heimili“ fanga sem ættu að vera í hámarks öryggisfangelsi. Þar eru hýstir helstu hrottar, mafíósar og illmenni Gotham City. Batman: Arkham City skilar upplifuninni að vera Batman með góðum og djúpum söguþræði, stórum götubardögum, spennandi laumuspili, marghliða kerfi til að safna og kanna sönnunargögn, epískum ofur-illmennum og óvæntri innsýn inn í hugarheim Batman. Spilaðu sem Catwoman Catwoman er spilanleg persóna í Batman: Arkham City og hefur hún sinn eiginn söguþráð sem er…
Þegar buddan tekur að léttast þurfa leikjanördarnir stundum að sækja í eitthvað gamalt og gott sem hefur fallið í verði eða sem hægt er að gera skipti á. Það góða er að þrátt fyrir að grafíkin og tæknin á bak við leikina hafi tekið stökk á sumum sviðum (t.d. andlit í LA Noire) þá eru margir leikir ennþá mjög frambærilegir þrátt fyrir að þeir séu orðnir 1-4 ára gamlir. Sérstaklega núna þegar PS3 og Xbox360 eru að fara á eftirlaun bráðlega. Þetta er semsagt ný gagnrýni fyrir nýspilaðan gamlan leik sem tekur mið af því hvað þykir flott og gott…