Vafra: Leikjarýni
Nioh er hasar-hlutverkaleikur (action RPG) þróaður af Team Ninja og gefinn út af Koei Tecmo fyrir SOE. Ef eitthvað kvakar eins og önd og labbar eins og önd þá er það líklega önd semsagt þetta er algerlega Dark Souls eftirherma þó að einhverjir þræti fyrir það. Það eru bara of margir hlutir sem eru greinilega fengnir að láni frá Dark Souls og sérstaklega Bloodborne. En Team Ninja stendur sig vel í að byggja á þessari tegund leikja og bæta einhverju nýju við. Lords of the Fallen reyndi að gera það sama árið 2014 en náði ekki vinna sig upp úr…
Final Fantasy leikirnir eiga sér langa sögu. Liðin eru sirka 29 ár frá því að fyrsti Final Fantasy leikurinn leit dagsins ljós en hann var gefinn út árið 1987 á gömlu gráu NES leikjatölvuna. Leikirnir urðu fljótt vinsælir og með tímanum náðu hönnuðir Final Fantasy leikjanna að búa til vel heppnaða RPG-formúlu. Þetta hafa þeir náð að gera með samblöndu af sterkri sögu, eftirminnilegum persónum, opnum heimi og bardagakerfi sem býður uppá marga möguleika. Undanfarinn áratug hefur Final Fantasy gengið í gegnum ákveðið þroskaskeið þar sem leikjaserían hefur fært sig frá hægum bardögum þar sem spilarinn og óvinir skiptast á…
Dishonored kom út 2012 og var vel tekið fyrir að vera frumlegur fyrstu-persónu hasarleikur (action-adventure) þar sem þú gast valið hvort þú leystir málin með miklu ofbeldi eða hélst þig úr augsýn (eða notaðir blöndu af hvoru tveggja). Það sem lyfti honum upp yfir sambærilega leiki var einstök hönnun, afturhvarf til klassískra leikja eins og Thief og frumlegur listrænn stíll. Við þetta bætist skemmtilegir hæfileikar (samblanda af göldrum og vopnahæfileikum) og endurspilunarmöguleikar því oft var hægt að leysa hlutina á mismunandi vegu. Í Dishonored þá varstu Corvo Attano, lífvörður keisaraynjunnar í Dunham, en þrátt fyrir að vera einna bestur í þínu fagi þá náðirðu ekki…
Óhætt er að fullyrða að stór hópur tölvuleikjaspilara hefur beðið lengi með mikilli eftirvæntingu eftir útgáfu The Last Guardian. Leikurinn á sér óvenju langa sögu en hann var í þróun allt frá árinu 2007 og í gegnum árin var útgáfudeginum ítrekað seinkað – sumir voru jafnvel farnir að efast um að leikurinn yrði nokkurntímann gefinn út. En loksins, heilum níu árum síðar, er leikurinn kominn í búðir og spurning hvernig þessi langi gerjunartími hefur farið með leikinn. Þeir leikjanördar sem hafa verið að fylgjast með The Last Guardian undanfarin ár vita að hér er ekki hefðbundinn AAA tölvuleikur á ferðinni,…
Þá er komið að því að taka upp byssuna og skella sér í mafíu-gírinn! Í Mafia 3 fer spilarinn í hlutverk Lincoln Clay sem er nýlega kominn heim eftir að hafa gengt herþjónustu í Víetnamstríðinu. Stuttu eftir heimkomu hans til Bandaríkjanna eru hans nánustu myrtir af glæpagengi í borginni New Bordeaux og snýst leikurinn um hefnd Lincoln Clay og þá leið sem hann fer til að reyna að brjóta glæpaklíkuna niður alveg frá grunni upp til æðstu foringja. Eitt það áhugaverðasta við söguþráðinn er að fá tækifæri til að upplifa það tímabil sem leikurinn gerist á, eða lok sjöunda áratugarins.…
XCOM 2 kom út fyrir PC, OS X og Linux febrúar þetta ár en í september sl. kom hann fyrir PS4 og Xbox One. XCOM serían hefur langa sögu en var endurvakin með góðum árangri árið 2012 með XCOM: Enemy Unknown sem undirritaður spilaði mikið á PS3. XCOM 2 er erfiður leikur, rétt eins og fyrri leikurinn, sem lætur mann fá Stokkhólms-heilkenni; því meira sem hann refsar manni því meira lærir maður á hann og því meira gaman hefur maður af honum. Maður getur samt valið erfiðleikastigið og það er hægt að gera hlutina auðveldari með því að vista leikinn…
Deus Ex: Mankind Divided er fyrstu persónu skotleikur og notast við þriðju persónu þegar maður fer í skjól. Leikurinn er beint framhald Human Revolution og gerist 2 árum eftir atburði þess. Fyrir þá sem ekki hafa spilað fyrri leikinn þá er 12 mínútna myndskeið sem sýnir hvað gerðist í hinum leiknum. Adam Jensen starfar fyrir Interpol og hans verkefni er að stöðva hryðjuverkamenn sem hafa verið „betrumbættir“ með vélabúnaði og nýjustu tækni. Jensen er einnig „betrumbættur“ og eftir hræðilegan atburð, þar sem „betrumbætt“ fólk missti stjórn á vélabúnaðinum og sjálfum sér, er fólki skipt í tvo hópa. „Betrumbætt“ fólk er…
Undanfarin 10 ár eða svo hefur fjöldi LEGO leikja verið gefnir út sem byggja á þekktum kvikmyndum og má þar meðal annars nefna Star Wars, Indiana Jones, Harry Potter, Lord of the Rings, Jurassic World og Batman. Nýjasti leikurinn í seríunni er Lego Star Wars: The Force Awakens sem byggir á samnefndri kvikmynd. Í sögunni kynnumst við sömu persónum og úr kvikmyndinni, bæði nýjum eins og Kylo Ren, Rey, Finn og BB8, ásamt þekktum persónum úr eldri Star Wars myndum eins og Han Solo, Chewbacca ásamt vélmennunum C-3PO og R2D2. Þar sem að sagan er tekin beint úr kvikmyndinni er leikurinn…
NBA2K serían hefur verið á samfleyttri sigurgöngu í mörg ár en að margra mati þá tók serían skref framá við með NBA2K11 þegar þeir heiðruðu besta körfuboltamann allra tíma; Michael Jordan. Síðan hafa margir mætir kappar verið andlit leiksins og núna er komið af Paul George, leikmanni Indiana en einnig var gefin út takmörkuð Kobe Bryant Legends útgáfa fyrir þá sem vilja meira (en því miður eru engar Kobe Bryant áskoranir eins og voru fyrir MJ og Lebron, vonandi verður samt eitthvað gert fyrir KB, Tim Duncan og Kevin Garnett í NBA2K18 sem hafa allir nýlega lagt skóna á hilluna). því…
Warlords of Draenor, viðbótin sem kom á undan Legion, fékk góðar viðtökur í fyrstu. Sjálfur keypti ég WoD löngu eftir útgáfu og spilaði í nokkrar vikur en það vantaði eitthvað til að halda manni lengur en það, þetta varð frekar einmanalegt og aðeins of mikið um endurtekningar. Flestir eru sammála að Blizzard stóð sig ekki alveg nógu vel að halda henni lifandi. Ég bjóst við að þetta væru endalokin milli mín og World of Warcraft en eins Sisyfus þá byrjaði ég að ýta steininum aftur upp brekkuna eftir að hafa heyrt góða hluti um Legion. Það er mun meira lagt upp…