Leikjarýni

Birt þann 5. apríl, 2017 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Leikjarýni: Sheep, Dog ‘n’ Wolf (PS1) – „Skemmtilega öðruvísi þrautaleikur“

Leikjarýni: Sheep, Dog ‘n’ Wolf (PS1) – „Skemmtilega öðruvísi þrautaleikur“ Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Skemmtilega öðruvísi þrautaleikur sem snýst um að stela kindum og gerist í Looney Tunes teiknimyndaheiminum.

4

Heilabrjótur


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Sheep, Dog ‘n’ Wolf (einnig þekktur sem Looney Tunes Sheep Raider í Bandaríkjunum) er þrautaleikur sem gerist í Looney Tunes teiknimyndaheiminum. Leikurinn var framleiddur og gefinn út af Infogrames og kom út í september árið 2001 á bæði PlayStation og heimilstölvur með Windows stýrikerfi.

Daffy Duck býður úlfinum Ralph að taka þátt í sjónvarpsþætti sem snýst um að stela kindum frá hundinum Sam. Eftir því sem kindurnar verða færri verða borðin stærri og umfangsmeiri; ekki nóg með það þá þarf að hætta sér ansi nálægt hundinum til að lokka kind frá hópnum. Í hverju borði eru hlutir sem úlfurinn þarf að nota til að ná takmarki sínu, t.d. uppblásin kind, kindarbúningur og kálhausar. Svo er líka notast við svaka græjur á borð við tímavél, málmleitartæki og lítið hjálparvélmenni.

Í leiknum eru 18 borð, 2 af þeim eru falin og það er ekki það eina sem er falið; í öllum hefðbundnum borðum eru faldar gular stimpilklukkur sem gefa manni stig sem aflæsa myndum frá gerð leiksins, t.d. í formi skissa af persónum úr leiknum. Klukkurnar eru oft erfiðar að finna sökum þess að maður þarf að skoða hlutina frá öðrum sjónarhornum til þess að festa augum á þær. Flest borðin er hægt að klára á 5-15 mínútum en svo getur komið fyrir að maður stendur fastur á því hvað á að gera eða eitthvað sem þarf að gera af mikilli nákvæmni mistekst og þarf að endurtaka aftur og aftur.

Leikurinn er mjög litríkur og borðin eru fjölbreytileg í útliti. Grafíkin hefur elst mjög vel þar sem útlit leiksins er í teiknimyndastíl.

Leikurinn er mjög litríkur og borðin eru fjölbreytileg í útliti. Grafíkin hefur elst mjög vel þar sem útlit leiksins er í teiknimyndastíl. Það væri mjög gaman að sjá þennan í HD uppfærslu en efast um að það muni nokkurn tímann gerast því leikurinn er ekki einu sinni fáanlegur í PSN búðinni. Hreyfingar persónanna eru ýktar og skemmtilegar, mjög gaman að læðast um tiplandi á tánum, fela sig bakvið steina og rembast við að halda á kindinni þegar staldrað er við um stund.

En þar sem leikurinn skín er talsetningin og sérstaklega tónlistin eftir Eric Caspar sem er oft frekar róleg með alls konar mismunandi áherslum í hverju lagi, allt frá jassi, fönki og rokki. Ef ég hefði gert topp 10 lista yfir frumsamin tónverk fyrir tölvuleiki sem spannar allan leikinn þá hefði þessi leikur prýtt þann lista enda er þetta á litla iShuffle-inum mínum um þessar mundir. Hér er hægt að heyra þessa afbragðs tónlist úr leiknum.

Sheep, Dog ‘n’ Wolf er ákaflega skemmtilegur og krefjandi þrautaleikur með smá hopp og skoppi ásamt laumuspili.

Sheep, Dog ‘n’ Wolf er ákaflega skemmtilegur og krefjandi þrautaleikur með smá hopp og skoppi ásamt laumuspili. Leikurinn er eflaust erfiðari fyrir krakka því í minningunni var hann erfiður á köflum. Mæli hiklaust með honum fyrir unga sem aldna. Leikurinn lítur betur út á PS1 heldur en á PS2, eitt af fáum tilfellum þar sem gamla góða PS1 stendur fyrir sínu.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑