Vafra: Leikjarýni

Parklife er nýjasta viðbótin við borgarherminn Cities: Skylines (2015) frá finnska fyrirtækinu Colossal Order. Síðan þá hefur fyrirtækið, ásamt sænska útgefandanum Paradox Interactive, stutt vel við leikinn með fríu efni og aukapökkum, sem eru nú orðnir sjö talsins og eiga eflaust eftir að verða enn fleiri. Markmiðið með nýju viðbótinni er að leyfa fólki að búa til fjóra mismunandi garða við borgina þeirra. Garðar virka núna líkt og eigin borgarhverfi og er hægt að hafa mismunandi hverfi út frá því hvernig garð þú ert með, til dæmis dýragarð eða skrúðgarð. Tegundir garðanna eru; skemmtigarðar, nátturuverndarsvæði, dýragarður og borgargarðar og auðvitað…

Lesa meira

Bjarki spilar fyrstu 20 mínúturnar í Forgotton Anne, nýlegum tölvuleik frá ThroughLine Games og Square Enix Collective. Leikurinn er söguríkur og fullur af áhugaverðum karakterum. Útlit leiksins er skemmtilega heillandi og minnir mikið á japanska teiknimyndastílinn. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan og á YouTube síðu Nörd Norðursins. Til gamans má geta þá kom Íslendingurinn Ingvi Snædal að gerð leiksins en hann starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri ThroughLine Games.

Lesa meira

Uppruna Detroit: Become Human má rekja til tækni-demós sem franska fyrirtækið Quantic Dream bjó til árið 2012 og hét KARA. Það sýndi kvenkynsvélmenni verða til og koma til lífs og sjálfsvitundar á 7 mín. kafla. Þetta sat í mörgum eftir á og sérstaklega David Cage aðalhönnuði Quantic Dream, sem sagðist einmitt vilja sjá hvað gerðist næst og er hægt að segja að leikurinn sem kemur út í þessari viku sé að hluta til að svara því. Leikurinn hefst árið 2038 í Detroit borg, borginni sem leikurinn dregur nafn sitt af hluta. Tækninni hefur fleygt hratt fram síðustu árin og vélmenni…

Lesa meira

Yakuza 6 er síðasti leikurinn í Yakuza seríunni þar sem Kazuma Kiryu er aðalsöguhetjan. Dojima Drekinn er kominn til ára sinna og eftir þennan leik þá mun Sega leggja áherslu á aðra í Yakuza heiminum. Nokkuð öruggt er að serían haldi áfram því að Yakuza 0 sem kom út árið 2016 fékk góða dóma og almennt er fólkt ánægt með Yakuza 6 líka. Ég er hins vegar ekki alveg sammála og legg til að spilarar sem eru að kynnast seríunni taki aðra leiki framfyrir eins og Yakuza 4, 5 eða 0. Ekki að þetta sé slæmur leikur, þvert á móti,…

Lesa meira

God of War leikirnir eiga sér langa sögu og stóran aðdáendahóp og er undirritaður þar á meðal talinn. Þetta hafa verið skemmtilegir bardagaleikir með áherslu á epíska sögu og það sama er upp á teningnum hér. Nema þessi fylgir ekki alveg formúlunni. Hann tekur það mikið stökk fram á allan hátt að það er erfitt annað en að líta á hann sem tímamótleik; hann er ekki bara góður heldur hreinlega einn af bestu leikjum sem ég hef spilað. Manni finnst eins og Santa Monica Studios hafi fullkomnað nýtinguna á PS4 Pro og tekið algerlega framúr öllum öðrum. hreinlega einn af…

Lesa meira

A Way Out er nýr samvinnuleikur í leikstjórn Josef Fares, en hann hefur bæði leikstýrt kvikmyndum og tölvuleikjum og er meðal annars þekktur fyrir aðkomu sína að tölvuleiknum Brother: A Tale of Two Sons frá árinu 2013 sem kom skemmtilega á óvart og náði miklum vinsældum í kjölfarið. Leikurinn endaði meðal annars á okkar lista yfir góða norræna leiki frá árinu 2014. A Way Out er samvinnuleikur í styttri kantinum, sem sannast meðal annars á verðmiða leiksins, en leikurinn kostar í kringum 25 pund í bresku leikjaverslun PSN, eða um 3.500 kr. Leikurinn er þróaður sem tveggja manna samvinnuleikur frá…

Lesa meira

Eftir að hafa kannað heima brjálæðinga, einræðisherra og stríðsherra víðsvegar um heiminn í fyrri Far Cry leikjum með hliðarspori til steinaldarinnar, þá mætir Far Cry 5 til leiks í hjarta Bandaríkjanna og einblínir á dómsdags sértrúarsöfnuðinn Eden’s Gate í Hope sýslu í Montana. Saga þessa leikja hefur sjaldan verið sterkasti hluti pakkans og í þessum leik er það engin undantekning. Sértrúarsöfnuðurinn er leiddur af Joseph Seed, náunga sem þú myndir ekki kippa þér upp við að sjá á næsta Starbucks og telja hann vera enn einn hipsterinn með hárhnút. Hann ásamt „systkinum“ sínum; John „Skírarinn“, Jacob „Hermaðurinn“ og Faith „Sírenan“…

Lesa meira

Monster Hunter leikjaserían hefur verið gangandi í meira en áratug, eða síðan samnefndur leikur kom fyrst út árið 2004 fyrir PlayStation 2. Leikirnir hafa komið út á ýmsum leikjatölvum, einkum PlayStation og Nintendo, og hafa verið að gera góða hluti síðan, sérstaklega í Japan. Í lok janúar á þessu ári kom út nýr titill í seríunni: Monster Hunter: World fyrir PlayStation 4 og Xbox One. Síðan þá hefur leikurinn selst í nær sex milljón eintökum um heim allan og er bæði söluhæsti og sá hraðasti til að seljast hjá Capcom til þessa. Við hjá Nörd Norðursins fengum gripinn í hendurnar og höfum…

Lesa meira

Árið 2005 gaf Sony út Shadow of the Colossus á PlayStation 2 leikjatölvuna. Leikurinn var þróaður af japönsku leikjafyrirtækjunum SIE Japan Studio og Team Ico sem áður höfðu gert Ico (2001), leik sem náði ákveðnum költ vinsældum meðal spilara. Shadow of the Colossus þykir einn af merkari leikjum tölvuleikjasögunnar og nýtur enn þann dag í dag vinsælda. Árið 2011 var leikurinn endurútgefinn með uppfærðri grafík í háskerpu (HD) fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna og nú er komið að endurútgáfu leiksins. Árið 2018, 13 árum eftir útgáfu upprunalega leiksins, lítur endurgerð (remake) leiksins fyrir PlayStation 4 dagsins ljós. Þess má geta að…

Lesa meira

Um miðjan ágústmánuð síðastliðinn kom út splunkunýr Sonic leikur er kallast Sonic Mania. Sega leikjafyrirtækið hefur lengi reynt að koma honum aftur á vinsældalistann með því að endurvekja „töfrana“ með misheppnuðum tilraunum. Nú er hann loksins mættur aftur í gamla góða tvívíddar-umhverfið þar sem markmiðið er að fara frá A til B og sigra endakarla í öðru hverju borði. Hvernig Sega hefur tekist að meðhöndla gripinn er auðvitað spurningin sem við reynum að svara hér fyrir neðan. Það var Nintendo Switch útgáfan sem var spiluð fyrir þessa gagnrýni. Saga Sonic leikjanna hefur alltaf verið jafn þunn eins og flest allir…

Lesa meira