Vafra: Leikjarýni

Warhammer 40.000 á uppruna sinn í borðspilun og fígúrum frá Warhammer fantasíu heiminum þar sem stríð er stanslaust og blóð ávallt flæðandi. Games Workshop fyrirtækið heldur utan um þennan gríðalega stóra og flókna heim og kemur að útgáfu efnis sem byggir á þessum heimi, hvort sem það eru bækur, tölvuleikir og jafnvel ein tölvugerð teiknimynd. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsælt form til að segja sögur og má helst nefna herkænskuleikina Dawn of War ásamt Warhammer 40k: Space Marine þriðju persónu hasar leik sem var hannaður af Relic Entertainment; þeim sömu og gerðu Dawn of War. Nú er komið af nýjum…

Lesa meira

Breska fyrirtækið Three Fields Entertainment var stofnað eftir að margir fyrrum starfsmenn Criterion Games yfirgáfu fyrirtækið og stofnuðu ný leikjastúdíó. Fyrir tveimur árum gaf fyrirtækið út sinn fyrsta leiki, Dangerous Golf, sem var blanda af Crash Mode úr gömlu Burnout leikjunum og PGA golfleik. Ári síðar kom út Danger Zone sem var nær Crash Mode og gerðist allur á lokaðri prufubraut. Nú er fyrirtækið mætt með Danger Zone 2 sem er opnari leikur en áður sem minnir mikið á það sem gerði Crash Mode svo skemmtilegt. Leikurinn keyrir á nýju Unreal 4 grafíkvélinni og keyrir í allt að 4k upplausn…

Lesa meira

The Crew 2 er bílaleikur í þriðja veldi þar sem þú ert ekki bara að keppa á landi heldur líka í lofti og á vatni. Þannig að betra nafn væri keppnisleikur og keppnissvæðið þitt eru gervöll Bandaríkin en það er líka hægt að skoða sig um, taka myndir og uppgötva ýmislegt. The Crew 2 er bílaleikur í þriðja veldi þar sem þú ert ekki bara að keppa á landi heldur líka í lofti og á vatni. Leikurinn reynir að gera marga hluti en það hefur verið talað um The Crew 2 sem „CaR-P-G“ með tilvísan í RPG leiki sem þýðir…

Lesa meira

Red Faction: Guerrilla kom upprunalega út árið 2009 á PC, PS3 og Xbox 360, leikurinn fékk fína dóma og seldist vel fyrir gamla THQ fyrirtækið. Leikurinn var hannaður af Volition sem höfðu áður gert leiki eins og FreeSpace, Summoner, Saint’s Row og fyrri Red Faction leikina. Fyrsti Red Faction leikurinn sem kom út árið 2001 kynnti til leiks „Geo-Mod“ nýjungina sem er eyðileggingartækni þar sem leikmenn gátu sprengt upp umhverfið til að opna fyrir nýjar leiðir. Red Faction: Guerrilla tók þetta skrefinu lengra með Geo-Mod 2.0 og bauð uppá eyðileggingu á stórum byggingum og nær öllu sem þú sást, það…

Lesa meira

Summerset er nýjasta viðbótin fyrir fjölspilunar- og hlutverkaleikinn The Elder Scrolls Online frá ZeniMax Online Studios. Um þetta leyti í fyrra gáfu þeir út hinn stórgóða Morrowind aukapakka sem bætti við vinsælum stað fyrir aðdáendur Elder Scrolls leikjanna til að heimsækja á ný. Með Summerset er aftur farið til eldri staðar, einhvers sem hefur ekki sést í tölvuleik síðan að The Elder Scrolls: Arena kom út árið 1994. Summerset Isles er stærra svæði en Vvanderfell eyjan sem stór hluti Morrowind gerist á. Svæðið sem um ræðir er heimkynni Álfanna og er gamalt og dularfullt svæði sem drottningin Ayrenn hefur ákveðið að opna…

Lesa meira

Parklife er nýjasta viðbótin við borgarherminn Cities: Skylines (2015) frá finnska fyrirtækinu Colossal Order. Síðan þá hefur fyrirtækið, ásamt sænska útgefandanum Paradox Interactive, stutt vel við leikinn með fríu efni og aukapökkum, sem eru nú orðnir sjö talsins og eiga eflaust eftir að verða enn fleiri. Markmiðið með nýju viðbótinni er að leyfa fólki að búa til fjóra mismunandi garða við borgina þeirra. Garðar virka núna líkt og eigin borgarhverfi og er hægt að hafa mismunandi hverfi út frá því hvernig garð þú ert með, til dæmis dýragarð eða skrúðgarð. Tegundir garðanna eru; skemmtigarðar, nátturuverndarsvæði, dýragarður og borgargarðar og auðvitað…

Lesa meira

Bjarki spilar fyrstu 20 mínúturnar í Forgotton Anne, nýlegum tölvuleik frá ThroughLine Games og Square Enix Collective. Leikurinn er söguríkur og fullur af áhugaverðum karakterum. Útlit leiksins er skemmtilega heillandi og minnir mikið á japanska teiknimyndastílinn. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan og á YouTube síðu Nörd Norðursins. Til gamans má geta þá kom Íslendingurinn Ingvi Snædal að gerð leiksins en hann starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri ThroughLine Games.

Lesa meira

Uppruna Detroit: Become Human má rekja til tækni-demós sem franska fyrirtækið Quantic Dream bjó til árið 2012 og hét KARA. Það sýndi kvenkynsvélmenni verða til og koma til lífs og sjálfsvitundar á 7 mín. kafla. Þetta sat í mörgum eftir á og sérstaklega David Cage aðalhönnuði Quantic Dream, sem sagðist einmitt vilja sjá hvað gerðist næst og er hægt að segja að leikurinn sem kemur út í þessari viku sé að hluta til að svara því. Leikurinn hefst árið 2038 í Detroit borg, borginni sem leikurinn dregur nafn sitt af hluta. Tækninni hefur fleygt hratt fram síðustu árin og vélmenni…

Lesa meira

Yakuza 6 er síðasti leikurinn í Yakuza seríunni þar sem Kazuma Kiryu er aðalsöguhetjan. Dojima Drekinn er kominn til ára sinna og eftir þennan leik þá mun Sega leggja áherslu á aðra í Yakuza heiminum. Nokkuð öruggt er að serían haldi áfram því að Yakuza 0 sem kom út árið 2016 fékk góða dóma og almennt er fólkt ánægt með Yakuza 6 líka. Ég er hins vegar ekki alveg sammála og legg til að spilarar sem eru að kynnast seríunni taki aðra leiki framfyrir eins og Yakuza 4, 5 eða 0. Ekki að þetta sé slæmur leikur, þvert á móti,…

Lesa meira

God of War leikirnir eiga sér langa sögu og stóran aðdáendahóp og er undirritaður þar á meðal talinn. Þetta hafa verið skemmtilegir bardagaleikir með áherslu á epíska sögu og það sama er upp á teningnum hér. Nema þessi fylgir ekki alveg formúlunni. Hann tekur það mikið stökk fram á allan hátt að það er erfitt annað en að líta á hann sem tímamótleik; hann er ekki bara góður heldur hreinlega einn af bestu leikjum sem ég hef spilað. Manni finnst eins og Santa Monica Studios hafi fullkomnað nýtinguna á PS4 Pro og tekið algerlega framúr öllum öðrum. hreinlega einn af…

Lesa meira