Leikjarýni

Birt þann 24. maí, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Leikjarýni: Detroit: Become Human – „fín fjöður í hatt Sony“

Leikjarýni: Detroit: Become Human – „fín fjöður í hatt Sony“ Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Kannski ekki fyrir alla, en þeir sem hafa gaman af góðum sögum, og vel leiknum persónum ættu að finna eitthvað fyrir sig.

4

Góður!


Uppruna Detroit: Become Human má rekja til tækni-demós sem franska fyrirtækið Quantic Dream bjó til árið 2012 og hét KARA. Það sýndi kvenkynsvélmenni verða til og koma til lífs og sjálfsvitundar á 7 mín. kafla. Þetta sat í mörgum eftir á og sérstaklega David Cage aðalhönnuði Quantic Dream, sem sagðist einmitt vilja sjá hvað gerðist næst og er hægt að segja að leikurinn sem kemur út í þessari viku sé að hluta til að svara því.

Leikurinn hefst árið 2038 í Detroit borg, borginni sem leikurinn dregur nafn sitt af hluta. Tækninni hefur fleygt hratt fram síðustu árin og vélmenni sem leysa öll þau verk sem maðurinn finnst fyrir „neðan sig“ í borgum víðs vegar um heiminn. Þau eru einnig notuð í hernaði og í nærri hvað sem er fólki dettur í hug, oft frekar ógeðfelld hluti. Fyrirtækið CyberLife stendur á bakvið þessa tækni og hefur breytt Detroit borg úr hrörnaðri stórborg á barmi falls yfir í tækni-útópíu.

Leikmenn fara í fótspor þriggja vélrænna persóna, eitthvað sem fólki ætti ekki að vera ókunnugt ef það hefur spilað fyrri leiki Quantic Dream eins og Fahrenheit, Heavy Rain eða Beyond: Two Souls.

Leikmenn fara í fótspor þriggja vélrænna persóna, eitthvað sem fólki ætti ekki að vera ókunnugt ef það hefur spilað fyrri leiki Quantic Dream eins og Fahrenheit, Heavy Rain eða Beyond: Two Souls. Fyrsta vélmennið sem þú spilar sem heitir Connor, leikinn af Bryan Dechart sem er vélmenni sent frá CyberLife til að kanna hvað hefur verið að valda því að vélmenni víðs vegar hafa verið að spillast og orðin „Deviant“ eða afbrigðileg og sýna fram á hegðun sem er ekki hluti af hönnun þeirra. Næsta persóna sem þú spilar sem er Kara (úr demóinu), leikinn af Valorie Curry sem ljær henni rödd og útlit sitt. Hún er hönnuð sem barnfóstra og einhver til að sjá um heimilið. Hennar hlutverk er að sjá um unga stúlku að nafni Alice, sem býr hjá ofbeldishneigðum og drykkfeldum föður sínum. Hlutir fara úrskeiðis fljótlega og Kara og Alice fara á flótta í leit að betra lífi. Sá síðasti sem þú spilar heitir Markus (leikinn af Jesse Williams), hann er að sjá um eldri listmálara og kemst í snertingu við margar hugmyndir þar sem munu breyta lífi hans og íbúa Detroit borgar. Á hvaða vegu fer eftir hvaða ákvarðanir leikmenn munu taka í gegnum sögu leiksins.

Sagan er sögð á þá vegu að þú spilar vanalega sem ein persónan í kafla og skiptir um í þeim næsta, sögur persónanna rekast stundum á, og hvað þá þegar líður að lokum sögunnar. Það var mjög stressandi að spila sem Connor í leit að Kara til að handsama hana og fara með aftur til CyberLife til að vera bútuð niður eins og tilraunadýr til að sjá hvað olli breytingunum á henni. Maður þurfti að spyrja sig, „hve vel langaði mér að spila sem Connor þarna? Vildi ég ná henni eða leyfa henni að sleppa?“ Því meira sem þú kannar heim leiksins því meira nærðu að tengja þig við erfiðleika þeirra og baráttu fyrir framtíð þar sem þau hafa eitthvað um hana að segja. Það koma síðan erfiðir valkostir síðar í sögunni sem gerðu manni lífið erfitt, en ég leyfi ykkur að upplifa það sjálf.

Því meira sem þú kannar heim leiksins því meira nærðu að tengja þig við erfiðleika þeirra og baráttu fyrir framtíð þar sem þau hafa eitthvað um hana að segja.

Connor er í nokkrum forvitnilegum köflum þar sem hann og mennski lögreglufélagi hans eru að rannsaka sakamál þar sem vélmenni koma við sögu. Þú leitar að sönnunargögnum og reynir að búa til mynd af því sem gerðist, þessir kaflar eru ekki langir eða flóknir og hefði verið gaman ef það hefði verið kafað aðeins dýpra þar.

Það er að finna nokkur þekkt nöfn leikara í leiknum í mismunandi stórum hlutverkum, má helst nefna; Clancy Brown (úr Shawshank Redemption og Starship Troopers), Lance Henriksen (úr Aliens myndunum) og síðan leikkonuna og fyrirsætuna Minka Kelly.

Réttindi vélmenna í þessum heimi er eins og við er að búast engin, það er litið á þau sem verkfæri, hluti til að nota og kasta frá sér þegar hentar ekki lengur. Þegar vélmenni byrja að sýna einkenni sjálfsvitundar þá breytist mikið við það, hugtök eins og sál, sjálfstæður vilji, þrælahald koma öll við sögu í leiknum. Mér varð hugsað til myndar eins og Blade Runner, eða þátta eins og Westworld á meðan ég var að spila leikinn. Það er ekki ólíklegt að hönnuðir leiksins hafi sótt í einhverjar hugmyndir úr slíku efni, enda nóg til af því í hinum ýmsu miðlum.

Leikurinn endurspeglar síðan réttindi annara hópa í gegnum söguna og nú í dag sem er dæmt út af húðlit sínum, trúarbrögðum, kynhneigð eða öðru. Ég hvet fólk innilega til að spila leikinn nokkrum sinnum í gegn til að upplifa alla þá þræði sem sagan bíður uppá. Sumir atburðir munu sitja eftir í huganum í þó nokkurn tíma, eða svo gerðist hjá mér.

Eins og var í leiknum Heavy Rain þá geta hlutirnir farið á ótal mismunandi vegu og ekki víst að allar persónur leiksins lifi af, þrátt fyrir það mun sagan halda áfram en fara kannski aðrar leiðir fyrir vikið. Þetta skapar vissa spennu þegar spilað er, þú hefur oft takmarkaðan tíma til að bregðast við aðstæðum eða taka erfiðar ákvarðanir. Fyrir fólk eins og mig sem spilar hlutverkaleiki og pælir stundum lengi í hvaða leið á að taka á meðan leikurinn bíður eftir manni, þá er svona leikur oft erfiður fyrir blóðþrýstinginn. Það er þó gáfulegt að í fyrsta sinn sem er spilað leikinn að standast freistinguna að endurræsa leikinn ef hlutirnir fara ekki eins og þú vildir eða þú gerðir mistök.

Í lífinu þá er nauðsynlegt að halda áfram stundum til að sjá hvort að hlutir munu leiða til jákvæðari útkomu eða ekki og sama á við í leiknum. Það er flott flæðirit sem hann birtir eftir lok hvers kafla sem leyfir þér að sjá hvaða leið þú fórst og hve margar leiðir eru í boði, sumar smærri aðrar sem koma með ólíka kafla eða hluti í sögunni. Einnig er hægt að sjá hvernig öðrum leikmönnum hefur gengið og hvaða leiðir eru mest farnar í sögunni. Það er fínt að notast við það þegar leikurinn eða vissir kaflar eru spilaðir aftur til að sjá hvaða leiðir er hægt að fara.

Það eru nokkrir mismunandi endar í boði í leiknum og hef ég séð nokkra af þeim eftir að hafa spilað leikinn í þó nokkrurn tíma og fengið stóran hluta af „trophies“ sem leikurinn er með. Það ætti ekki að vera of erfitt að ná Platinum í leiknum fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Það eru tvær erfðileikastillingar í leiknum og hafa þær að mestu að segja hve mikið af aðgerðum þú þarft að gera á skjánum og gera suma hluta leiksins flóknari. Hvorug leiðin er eitthvað erfið sem slík, það er fínt fyrir þá sem vilja njóta leiksins og sögunnar meira að velja þann auðveldari ef það er ekki of vant að spila tölvuleiki.

Útlit leiksins er meiriháttar flott, sérstaklega þegar leikurinn er spilaður á PlayStation 4 Pro og 4K sjónvarpstæki með HDR litatæknina.

Útlit leiksins er meiriháttar flott, sérstaklega þegar leikurinn er spilaður á PlayStation 4 Pro og 4K sjónvarpstæki með HDR litatæknina. Nákvæmnin sem hefur verið lögð í andlit persónanna og heiminn er virkilega aðdáunarverð að sjá. Blautar götur Detroit glansa í rigningunni og neón-ljósið skín í pollunum og þegar það byrjar að snjóa í heiminum þá er leikurinn oft gullfallegur. Er farinn að halda að David Cage sé eitthvað fyrir snjókomu, hana má finna í síðustu fjórum leikjum fyrirtækisins. Sony tæknirisinn er kominn með annan leik á þessu ári til að selja PS4 vélar að auki við God of War sem kom út fyrir stuttu.

Eins með alla leiki þá eru sumir hlutir sem ganga ekki alveg upp, hreyfing persóna getur stundum verið stirð, „QTE“ eða kaflarnir sem þurfa snögg viðbrögð á vissum tökkum getur stundum verið erfitt að ná í fyrsta sinn, sagan skilur eftir margar spurningar í lokin eins og t.d hvernig tókst tækninni að þróast svona hratt til að búa til svona fullkomin vélmenni ekki nema um 20 árum fram í framtíð okkar, að lokum er vísað í stærri atburðarrás og möguleg átök á milli Rússa og Bandaríkjanna en það er ekki farið neitt með það í leiknum, bara notað til að setja upp bakgrunn af en stærri vanda og átökum sem gæti orðið af.

Leikir eins og Detroit eru kannski ekki fyrir alla, en þeir sem hafa gaman af góðum sögum, og vel leiknum persónum ættu að finna eitthvað fyrir sig.

Leikir eins og Detroit eru kannski ekki fyrir alla, en þeir sem hafa gaman af góðum sögum, og vel leiknum persónum ættu að finna eitthvað fyrir sig. Það er fínir möguleikar á endurspilun í leiknum til að kanna alla þá þræði sem sagan getur farið. Leikurinn er fín fjöður í hatt Sony og verður gaman að sjá hvað Quantic Dream gera næst, vonandi byggja þeir á þessum leik í framtíðinni.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑