Leikjarýni

Birt þann 27. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Leikjarýni: The Elder Scrolls Online Summerset viðbótin

Leikjarýni: The Elder Scrolls Online Summerset viðbótin Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Kannski engin byltingarviðbót, en það er sama hvort þú spilar ein/n, í hóp eða Guild, þá er nóg af efni í Summerset viðbótinni.

3.5

Góð viðbót


Summerset er nýjasta viðbótin fyrir fjölspilunar- og hlutverkaleikinn The Elder Scrolls Online frá ZeniMax Online Studios. Um þetta leyti í fyrra gáfu þeir út hinn stórgóða Morrowind aukapakka sem bætti við vinsælum stað fyrir aðdáendur Elder Scrolls leikjanna til að heimsækja á ný.

Með Summerset er aftur farið til eldri staðar, einhvers sem hefur ekki sést í tölvuleik síðan að The Elder Scrolls: Arena kom út árið 1994. Summerset Isles er stærra svæði en Vvanderfell eyjan sem stór hluti Morrowind gerist á. Svæðið sem um ræðir er heimkynni Álfanna og er gamalt og dularfullt svæði sem drottningin Ayrenn hefur ákveðið að opna á ný.

Hvort sem þú býrð til nýja persónu eða kemur með eldri sem hefur spilað áður þá tekur ekki langan tíma fyrir þig að detta inn í þau ævintýri sem hafa áhrif á framtíð Summerset. Einhver hefur áhrif á hlutina bakvið tjöldin og verkefnin sem leikmenn takast á við í söguhlutanum munu kanna þann hluta nánar. Kunnuleg andlit sem koma við sögu og kemur líklega ekki á óvart að Daedric mun koma þar við sögu með einhverjum hætti.

Eins og í öðrum Elder Scrolls leikjum þá eru oft bestu sögur leiksins hluti af smærri verkefnum sem þú rekst á í gegnum ferðalag þitt um svæðið.

Eins og í öðrum Elder Scrolls leikjum þá eru oft bestu sögur leiksins hluti af smærri verkefnum sem þú rekst á í gegnum ferðalag þitt um svæðið. Hlutir eins og kynþáttafordómar, stéttaskipting, raðmorðingjar eru hluti af því sem fólk mun upplifa ef það gefur sér tíma að kanna Summerset nánar.

Það er nýtt hæfileikatré sem leikmenn geta þjálfað upp sem heitir „Psijic Order“ (kunnuleg fólki sem spilaði Galdraskóla-sögulínu Skyrim) og með því að spila aðalverkefni sögunnar opnast fyrir nýja hæfileika óháð hvaða klass þú hefur spilað áður sem í ESO.

Hérna fyrir neðan eru nokkrir af þeim hæfileikum sem þú getur fengið með að ganga til liðs við Psijic Order:

Tímastöðvun Stöðva flæði tímans á vissum stað. Ef þú nærð óvinum þínum á það svæði þá hægist á þeim og að lokum frosna þeir.
Hugleiðsla Einblína huga og líkama í djúpt hugleiðsluástand. Þegar þessi hæfileiki er virkur þá færðu heilsu, galdra og aukið úthald.
Hætta við Vertu sannur meistari tíma og rúms og farðu aftur í fortíðina til að endurstilla heilsu, galdra og úthald þinn til þess sem það var fjórum sekúndum áður. Eitthvað sem getur breytt bardaganum þér í hag.

Hönnun skartgripa er ný viðbót og er nú hægt að skapa sérsniðin hálsmen eða hringa. Þetta er mjög líkt öðrum „crafting“ möguleikum í ESO, það er hægt að skapa, bæta, rífa niður, rannsaka og betrumbæta skartgripi ásamt að finna efnivið víðsvegar um heim Tamriel. Það er síðan hægt að bæta við ákveðna „traits“ sem er hægt að finna í heiminum, kaupa og suma sem er bara hægt að fá með að taka þátt í vissum viðburðum í leiknum.

Það eru tvær nýjar dýflissur að ásamt sex smærri til að kanna með vinum eða bara hoppa í gegnum einn. Það eru síðan stórir „World Bosses“ sem það þarf marga leikmenn til að vinna saman til að eiga séns í að ná að sigra.

Cloudrest er nýtt trial (ekki ólíkt Raid), þar sem 12 leikmenn þurfa að spila náið saman og vera með samskiptin og hlutverk sín á hreinu til að eiga séns til að klára. Hægt er að taka „bossa“ Cloudrest í hvaða röð sem fólk vill, og jafnvel fara beint í aðaldæmið. En ef fólk gerir það þá þarf að kljást við þá alla í einu sem er örugglega væg bilun að spila.

Með að vinna með Psijic reglunni þá færðu aðgang að eyjunni Artaeum, eyju sem var fjarlægð úr heimi Tamriel fyrir mörgum árum af Psijic reglunni til að leyfa þeim að rannsaka galdra í friði.

Með að vinna með Psijic reglunni þá færðu aðgang að eyjunni Artaeum, eyju sem var fjarlægð úr heimi Tamriel fyrir mörgum árum af Psijic reglunni til að leyfa þeim að rannsaka galdra í friði. Þetta er ekki stórt svæði en þar er nóg að sjá og gaman að fá tækifæri til að skoða galdraheim reglunnar.

Heimur Summerset er fallegur að sjá, grænn og hægt að finna borgir Álfanna víðsvegar um eyjarnar ásamt rústum og öðrum stöðum sem hægt er að kanna. Það er kannski hægt að segja að heimurinn sé pínu undir áhrifum Tolkien, en það er hægt að segja um nærri allt fantasíu efni. Það hjálpar að mörg verkefni leiksins gerast á sálræna planinu og innihalda draumkennd svæði  sem brýtur aðeins upp á spilunina. Ef þið eruð með sjónvarp eða tölvuskjá sem getur nýst við HDR litatæknina þá er nýja viðbótin enn flottari að sjá.

Ef að Summerset er fyrsta reynsla fólks af ESO, þá fylgir einnig grunnleikurinn með pakkanum og inniheldur hann hundruði tíma af spilun og ótal svæði til að kanna.

Ef að Summerset er fyrsta reynsla fólks af ESO, þá fylgir einnig grunnleikurinn með pakkanum og inniheldur hann hundruði tíma af spilun og ótal svæði til að kanna. Hvort sem þú spilar ein/n, í hóp eða hluti af Guild, þá er nóg af efni spila í Summerset sem ætti að endast vel í sumar og jafnvel lengur.

The Elder Scrolls Online heldur áfram að dafna með reglulegum viðbótum, bæði fríum og stærri, og ætti að halda fólki við efnið á meðan við bíðum eftir The Elder Scrolls VI. Summerset er kannski engin byltingarviðbót, en það er nóg hérna til að réttlæta kaupin á pakkanum, ekki verra er að hann er að kosta um 7 þúsund krónur hér heima sem er mjög fínt þegar grunnleikurinn er talinn með.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑