Leikjarýni

Birt þann 14. maí, 2018 | Höfundur: Steinar Logi

Leikjarýni: Yakuza 6 – „lakari leikur en margir aðrir í seríunni“

Leikjarýni: Yakuza 6 – „lakari leikur en margir aðrir í seríunni“ Steinar Logi

Samantekt: Fínasti leikur en ekki mikið en rétt yfir meðallagi, en margir aðrir Yakuza leikir eru betri og með betri sögu.

3

Ágætur


Yakuza 6 er síðasti leikurinn í Yakuza seríunni þar sem Kazuma Kiryu er aðalsöguhetjan. Dojima Drekinn er kominn til ára sinna og eftir þennan leik þá mun Sega leggja áherslu á aðra í Yakuza heiminum. Nokkuð öruggt er að serían haldi áfram því að Yakuza 0 sem kom út árið 2016 fékk góða dóma og almennt er fólkt ánægt með Yakuza 6 líka. Ég er hins vegar ekki alveg sammála og legg til að spilarar sem eru að kynnast seríunni taki aðra leiki framfyrir eins og Yakuza 4, 5 eða 0. Ekki að þetta sé slæmur leikur, þvert á móti, en þetta er lakari leikur en margir aðrir í seríunni.

Ólíkt Yakuza 4 og 5 þá spilarðu bara sem Kazuma og þó að hann sé haldinn ýmsum dyggðum þá getur hann verið óspennandi einn og sér.

Ólíkt Yakuza 4 og 5 þá spilarðu bara sem Kazuma og þó að hann sé haldinn ýmsum dyggðum þá getur hann verið óspennandi einn og sér. Þar að auki þá sjáum við nær ekkert af þekktum persónum Yakuza heimsins eins og blóðbræðurna Taiga Saejima og hinn eineygða Goro Majima eða Sparkmeistarann Shun Akiyama (þó hann sé í örfáum atriðum). Í staðinn koma nýjar persónur sem Kazuma hittir í bænum Onomichi (annar af tveimur stöðum í Yakuza 6, hinn er enn og aftur borgin Kamurocho). Þessar nýju persónur eru smákrimmar í litlu þorpi og hreinlega soddan „lúserar“. Það hreinlega gekk ekki fyrir mig að fá samkennd með þessum nýju persónum en öll grafík, sem byggist mikið á myndskeiðum, er alveg stórkostleg og þá sérstaklega andlitin. Reyndar er hún það góð að Kazuma virkar ekki mennskur enda er útlit hans komið frá mun eldri leikjum upprunalega og virkar ekki lengur. Kannski hefði Sega átt að gera það sama og gert var í Uncharted leikjunum og uppfæra andlit hetjunnar.

Þeir sem þekkja Yakuza leikina vita að mikið af tímanum fer í að horfa á myndskeið og samræður milli persóna. Þannig að maður verður að hafa eitthvað gaman af sögunni til að njóta leiksins en því miður var það ekki þannig með mig. Fyrir utan að nýju persónurnar eru ekki það athyglisverðar þá var sagan ósjaldan fyrirsjáanleg og notaðist oft við sömu stef og maður kannast við úr fyrri leikjum.

Það sem kannski bjargar Yakuza 6 upp í yfir meðallag leik er heimurinn, spilunin sjálf sem slagsmálaleikur og smáleikirnir.

Það sem kannski bjargar Yakuza 6 upp í yfir meðallag leik er heimurinn, spilunin sjálf sem slagsmálaleikur og smáleikirnir. Þrátt fyrir að borgin Kamurocho sé enn einu sinni notuð þá er hún litrík og skemmtileg andstæða við fiskiþorpið Onomichi. Ég hafði vonast eftir uppfærslu á bardagakerfinu en það er í raun lítið breytt en eitthvað einfaldað samt. Maður fílar sig strax sem algjöran nagla og það eru sömu grimmilegu slagsmálin og hafa alltaf verið.

Smáleikirnir eru fjölbreyttir eins og alltaf. Yakuza leikirnir hafa alltaf boðið upp á perra-smáleiki og núna er það live chat sem er hreinlega í alvörunni eins og live chat

Smáleikirnir eru fjölbreyttir eins og alltaf. Yakuza leikirnir hafa alltaf boðið upp á perra-smáleiki og núna er það live chat sem er hreinlega í alvörunni eins og live chat þ.e.a.s. það eru vídeó af dömum sem enda á naríunum ef maður stendur sig vel í að spjalla við þær. Einnig er hægt að heimsækja „hostess“ bari þar sem maður getur spjallað við glæsilegar dömur. Yakuza 6 er semsagt alger strákaleikur og það er synd að það eru ekki vel skrifaðar kvenpersónur í leiknum, Yakuza 4 hafði alla vega eina slíka.

Einnig er hægt að leita af lyklum til að opna skápa, spila hafnarbolta og pílur, fara í ræktina eða leysa úr ýmsum aukaverkefnin. En skemmtilegast er líklega svokallað „Clan Wars“ þar sem þú býrð til þitt eigið gengi og sendir þá á móti öðrum gengjum. Meðlimir eru með ýmsa hæfileika og þú getur verið með ýmsar frægar persónur á átakasvæðinu sem þú hefur yfirsýn yfir til að geta gefið skipanir. Það er heilmikið strategía í þessum leikjum en eru kannski aðeins of auðveldir á venjulegri erfiðleikastillingu.

Sem heild þá er Yakuza 6 fínasti leikur en ekki mikið en rétt yfir meðallag. Margir aðrir Yakuza leikir eru betri og með betri sögu. Þessi leikur virkar best sem sandkassaleikur.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑