Leikjarýni

Birt þann 15. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Leikjarýni: Cities: Skylines Parklife viðbótin

Leikjarýni: Cities: Skylines Parklife viðbótin Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Fín viðbót við Skylines þar sem áhersla er lögð á garða; skemmtigarða, nátturuverndarsvæði, dýragarða og borgargarða.

3

Fín viðbót.


Parklife er nýjasta viðbótin við borgarherminn Cities: Skylines (2015) frá finnska fyrirtækinu Colossal Order. Síðan þá hefur fyrirtækið, ásamt sænska útgefandanum Paradox Interactive, stutt vel við leikinn með fríu efni og aukapökkum, sem eru nú orðnir sjö talsins og eiga eflaust eftir að verða enn fleiri.

Markmiðið með nýju viðbótinni er að leyfa fólki að búa til fjóra mismunandi garða við borgina þeirra. Garðar virka núna líkt og eigin borgarhverfi og er hægt að hafa mismunandi hverfi út frá því hvernig garð þú ert með, til dæmis dýragarð eða skrúðgarð. Tegundir garðanna eru; skemmtigarðar, nátturuverndarsvæði, dýragarður og borgargarðar og auðvitað minnismerki ásamt kastala Lord Chirpwick.

Fyrir þá hafa spilað Cities: Skylines, þá voru garðar ávallt góð leið til að hækka fasteignavirði lóða og auka hamingju íbúa borgarinnar. Núna er þetta tekið skrefinu lengra og getur orðið góð tekjulind fyrir borgina og leyfir þér að einblína meira á ferðamenn en t.d iðnað. Garðarnir munu vaxa og dafna og er hægt að sjá hvernig þér gengur með að smella á þá og setja reglur sem eiga við svæðin. Auðvelt er að sjá hvernig þér gengur með því að fylgjast með stjörnugjöf garðsins.

Í aukapakkanum er að finna nýjar byggingar sem hægt er að bæta við í borgina ásamt miklu magni af smærri hlutum…

Í aukapakkanum er að finna nýjar byggingar sem hægt er að bæta við í borgina ásamt miklu magni af smærri hlutum sem hægt er að nota til að gera umhverfið enn raunverulegra eins og ruslatunnur, bekki, sölubása, klósett, göngustíga, girðingar, skoðunarferðir o.fl. Auðveldara er nú að leggja garða við hliðina á stígum, en ekki bara við vegi í borginni. Smærri hluti er hægt að setja hvar sem er inn í garðana.

Það fylgja fimm ný borð með pakkanum sem ætti að gefa leikmönnum fínt tækifæri til að byrja á nýrri borg og skapa ferðamanna útópíu. Það eru síðan 16 ný lög sem eru hluti af Country Road Radio útvarpsstöðinni og ætti sú tónlist að höfða til þeirra sem hafa gaman af kántrý og dixie tónlist.

Pakkinn er kannski ekki jafn litríkur og Natural Disaaters eða með stórar breytingar á gatnamálum eins og Mass Transit. Það er mikið af „handavinnu“ fyrir þig í nýjasta aukapakkanum, í stað þess að það séu sérsniðin módel af görðum til að smella niður þá ert þú að setja þetta niður sjálfur og raða upp til að búa til sem flottasta garðinn.

Þetta er fín viðbót við Skylines og kostar pakkinn um $15 sem er tæpar 1.600 íslenskar. Skylines sjálfur kostaði um $30 þegar hann kom út og hef ég sjálfur spilað hann í yfir 100 tíma svo leikurinnskilar sér ágætlega í peningavirði. Annars er alltaf gáfulegt ef þið eruð ekki 100% viss með kaupin að bíða eftir næstu útsölu á Steam til að næla sér í þessa viðbót.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑