Author: Sveinn A. Gunnarsson

Í vikunni kom út Uncharted: Legacy of Thieves safnið á PC og er fáanlegt í gegnum Steam og Epic Store búðirnar. Safnið inniheldur Uncharted 4: A Thief’s End og Uncharted: Lost Legacy. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að spila leiki í seríunni á PlayStation leikjavélunum. Þetta safn byggir á því sem kom út fyrr á árinu fyrir PlayStation 5 ásamt að styðja við þá ótal möguleika sem PC býður upp á. Það eina sem vantar úr leikjunum á PlayStation 4 er fjölspilun Uncharted 4. Hér fyrir ofan er útgáfu kitlan fyrir safnið og stillir upp sögunni og hasarnum sem…

Lesa meira

Hvað verður um Gotham ef Batman er ekki til að vernda hana? Það er spurningin sem leikurinn Gotham Knights reynir að svara. Hetjurnar Nightwing, Batgirl, Robin og Red Hood þurfa að stíga upp að reyna að bjarga Gotham borg frá glötun eftir fráfall Batmans. Glæpamenn leika lausum hala og helstu skúrkar DC Comics bókanna, eins og Clayface, Harley Quinn, Mr Freeze herja á fólk borgarinnar. En aðalógnin við borgina er undir yfirborðinu og hið dularfulla leynisamfélag Court of Owls sem hefur togað í spottana öldum saman á bakvið tjöldin. Batman þjálfaði persónur leiksins og var hluti af lífi þeirra allra…

Lesa meira

Pólska fyrirtækið CD Project RED tilkynnti í dag í tilefni 15 ára afmælis seríunnar að fyrsti leikurinn í The Witcher yrði endurgerður frá grunni í Unreal Engine 5. Annað pólskt stúdíó, Fool’s Theory er að vinna að endurgerðinni og er samsett af mörgum fyrrverandi starfsmönnum CD Project sem unnu að The Witcher. „Þetta er spennandi dagur fyrir The Witcher aðdáendur, The Witcher Remake hefur verið staðfest. Á meðan það var The Witcher 3: Wild Hunt sem kom seríunni á kortið, þá voru leikirnir tveir á undan sem sögðu sögu Geralt og félaga hans. Núna fá nútíma áhorfendur möguleika að upplifa…

Lesa meira

Japanski leikjaútgefandinn Konami hélt Silent Hill Transmission kynningu í vikunni og það var nóg af fréttum fyrir Silent Hill unnendur. Síðasti Silent Hill leikurinn kom út árið 2012, ef við teljum ekki með P.T. demóið fræga sem Hideo Kojima var að vinna að og átti að verða að næsta Silent Hill leik. Silent Hill 2 Remake Í fréttum sem kom líklega fáum á óvart, þá er pólska fyrirtækið Blooper Team að endurgera klassíska hryllingsleikinn Silent Hill 2 frá árinu 2001, með stuðningi upprunalega Team Silent Hill og tónskáldinu Akira Yamaoka. Endurgerðin keyrir á Unreal grafíkvélinni og mun koma út á…

Lesa meira

Warner Bros hafa gefið út sögu kitlu fyrir leikinn Gotham Knights sem kemur út þann 21. október næst komandi og skartar hetjunum Robin, Red Hood, Bat-Girl og Nightwing sem reyna að lifa af í Gotham Borg eftir fráfall Batmans. Brytinn hans Batmans, Alfred raddar kitluna og er ræðu hans ætlað til að peppa upp hetjurnar í baráttu þeirra við dularfullu Court of Owls samtökin. Hetjurnar þurfa að leysa leyndardóma á bakvið dimmustu hluta sögu Gotham borgar til að eiga séns að vinna á móti óþokkum hennar. Persónur eins og, Harley Quinn, Mr. Freeze, Clayface, Penguin ofl mæta til leiks og…

Lesa meira

Ári eftir að hafa komið út á PC og PlayStation 5 þá er leikurinn Deathloop kominn út fyrir Xbox Series X|S leikjavélar Microsoft. Sony hafði tryggt sér einkaréttinn á leik Arkane Studios fyrir PS5 í ár með samningi við Bethesda Softworks útgefanda leiksins, sem vill til að er í eigu Microsoft, en þessir samningar voru gerðir fyrir þau kaup. Fyrr á þessu ári kom síðan út leikurinn Ghostwire Tokyo sem var líka hluti af sama samningi og ætti að skila sér á Xbox eftir að ár er liðið frá útgáfu hans. Sagan er á þann hátt að leikmenn fara í…

Lesa meira

Franska fyrirtækið Spiders hafa fært okkur ævintýra- og hlutverkaleiki eins og Bound by Flame, The Technomancer og Greedfall og hafa leikir þeirra oft verið frumlegir og skemmtilegir en dregnir niður af tæknilegum erfiðleikum og metnaðarleysi sem oft telur meira en fjármagnið og tíminn sem fer í leikina. Steelrising er nýjasti leikur þeirra og kom út fyrir stuttu á PlayStation 5, Xbox Series X|S og PC. Þessi gagnrýni er byggð á PC útgáfu leiksins spiluð í gegnum Steam þjónustuna. Það er áberandi undir hvaða áhrifum Spiders voru undir við gerð Steelrising; það þarf ekki að taka mörg skref í Parísarborg á…

Lesa meira

SEGA og Sports Interactive kynntu í dag að nýjasti Football Manager 2023 muni koma út þann 8 Nóvember næsta á fleiri tæki en nokkur tíman áður, þar á meðal PlayStation 5 og Apple Arcade í fyrsta skiptið. Í fyrsta sinn í sögu seríunnar, þá mun dýpt og drama vinsælasta fótbolta hermis heimsins mæta til leiks á PS5. Hannaður með Dualsense fjarstýringuna í huga, FM 23 Console mun koma út á sama tíma og PC/Mac útgáfur leiksins. Eftir að hafa tekið sér árs pásu þá kemur FM Touch á ný á Apple tæki í gegnum Apple Arcade þjónustu Apple, óháð hvort…

Lesa meira

Sony hefur tilkynnt um væntanlega verðhækkun á PlayStation 5 leikjavélinni og þessi hækkun mun taka gildi strax í flestum mörkuðunum víðsvegar um heiminn. Vélin mun hækka um £30 um 5000 ísl kr í Bretland og €50 7000 ísl kr í Evrópu, í heildina £480/€550. Verð stafrænu vélarinnar án diskadrifs verður £390/€450. Núverandi verð PlayStation 5 er um 99.999.kr og 79.999.kr fyrir stafrænu útgáfu vélarinnar. Aðrir markaðir eins og Japan, Kína, Ástralía, Mexíkó og Kanada munu sjá verðhækkanir en Bandaríkin munu ekki sjá neina hækkun eins og er. Sony ákvað að kynna ekki þessa hækkun á byrjun Gamescom leikja hátíðarinnar sem…

Lesa meira

Nú fyrir stuttu kom út á PC á Steam og Epic Store leikurinn Spider-Man: Remastered sem hingað til hefur verið bara fáanlegur á PlayStation leikjavélum Sony. Leikurinn kom út upprunalega fyrir PlayStation 4 árið 2018 og var einn af bestu leikjum þessa árs og tókum við hann fyrir hérna á Nörd Norðursins. Í nóvember í fyrra kom út Spider-Man: Remastered fyrir PlayStation 5 og er þessi PC útgáfa leiksins byggð á þeirri útgáfu. Sony hefur síðustu árin verið að opna leiki sína meira fyrir PC markaðnum og hafa leikir eins og God of War (2018), Days Gone, Journey, Heavy Rain,…

Lesa meira