Fréttir

Birt þann 26. október, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Upprunalegi The Witcher endurgerður í Unreal 5

Pólska fyrirtækið CD Project RED tilkynnti í dag í tilefni 15 ára afmælis seríunnar að fyrsti leikurinn í The Witcher yrði endurgerður frá grunni í Unreal Engine 5.

Annað pólskt stúdíó, Fool’s Theory er að vinna að endurgerðinni og er samsett af mörgum fyrrverandi starfsmönnum CD Project sem unnu að The Witcher.

„Þetta er spennandi dagur fyrir The Witcher aðdáendur, The Witcher Remake hefur verið staðfest. Á meðan það var The Witcher 3: Wild Hunt sem kom seríunni á kortið, þá voru leikirnir tveir á undan sem sögðu sögu Geralt og félaga hans. Núna fá nútíma áhorfendur möguleika að upplifa upprunalega leikinn byggðan frá grunni upp í Unreal Engine 5.“

Leikurinn er í forvinnslu og hefur gengið undir dulnefninu „Canis Majoris“, ekki var vitað áður hvort að þetta væri leikur sem gerðist á eftir The Witcher 3 eða hliðarleikur. Núna vitum við það að þetta er endurgerð fyrsta leiksins.

Það verður líklega talsvert í að þessi komi út og lofar fyrirtækið að það muni gefa sér þann tíma sem þarf til að vinna þessa endurgerð vel og biður um þolinmæði fólks á meðan og lofar nánari fréttum í framtíðinni.

The Witcher kom út árið 2007 og keyrði á Aurora Engine vél BioWare sem hafði áður keyrt RPG leikina, Neverwinter Nights 1 og 2 leikina ásamt aukapökkunum. The Witcher átti ýmislegt sameiginlegt með þeim leikjum og var hægt að stöðva bardagana og spila þá taktískara en er í síðari leikjum seríunnar.

CD Project RED hefur lofað að allir The Witcher og Cyberpunk leikir sem koma út framvegis fá betri tæknilegar prófanir á öllum vélbúnaði og tölvum í framtíðinni. Eitthvað sem því miður Cyberpunk 2077 fékk ekki alveg á sínum tíma.

Hægt er að næla sér frítt The Witcher: Enhanced Edition á GOG þjónustinni í dag, GOG er eimmit rekið af sama fyrirtæki og býr til Cyberpunk og Witcher leikina.

Hvernig líst fólki á þessa frétt? Spiluðuð þið fyrsta The Witcher leikinn?

Heimild:Fréttatilkynning CD Project RED

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑