Fréttir

Birt þann 20. janúar, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

PS VR 2 bætir við 13 nýjum titlum

Sony hefur staðfest lista yfir 37 leiki sem koma út fyrir PS VR2 sýndarveruleikagræju þeirra við útgáfu þess þann 22. febrúar næsta. Þessi útgáfurammi er fjölbreyttur og ætti að höfða til flestra og hjálpa til með að laða væntanlega kaupendur að græjunni.

Á PlayStation bloggi Sony má finna listann ásamt upplýsingum um leikina sjálfa og myndbrotum úr þeim sem hægt er að skoða hérna

Hérna fyrir neðan er svo listinn í heild sinni:

 • After the Fall (Vertigo Games)
 • Altair Breaker (Thirdverse)
 • Before Your Eyes (Skybound Interactive, launch window)
 • Cities VR (Fast Travel Games)
 • Cosmonious High (Owlchemy)
 • Creed Rise to Glory: Championship Edition (Survios, launch window)
 • The Dark Pictures: Switchback (Supermassive, launch window)
 • Demeo (Resolution Games)
 • Dyschronia: Chronos Alternate (MyDearest Inc., Perp Games)
 • Fantavision 202X (Cosmo Machia, Inc.)
 • Gran Turismo 7 (via free update to PS5 version of GT7)
 • Horizon Call of the Mountain (Firesprite, Guerrilla)
 • Job Simulator (Owlchemy)
 • Jurassic World Aftermath (Coatsink)
 • Kayak VR: Mirage (Better Than Life)
 • Kizuna AI – Touch the Beat! (Gemdrops, Inc.)
 • The Last Clockwinder (Pontoco/Cyan Worlds)
 • The Light Brigade (Funktronic Labs, purchase includes PS VR and PS VR2 versions)
 • Moss 1 & 2 Remaster (Polyarc)
 • NFL Pro Era (StatusPro, Inc., free PS VR2 upgrade)
 • No Man’s Sky (Hello Games, launch window)
 • Pavlov VR (Vankrupt)
 • Pistol Whip (Cloudhead, free upgrade)
 • Puzzling Places (Realities.io, free upgrade)
 • Resident Evil Village (Capcom, via free update to PS5 version of RE Village)
 • Rez Infinite (Enhance)
 • Song in the Smoke (17 Bit)
 • STAR WARS: Tales from the Galaxy’s Edge (ILMxLab)
 • Synth Riders (Kluge Interactive, free upgrade)
 • The Tale of Onogoro (Amata K.K)
 • Tentacular (Devolver)
 • Tetris Effect (Enhance)
 • Thumper (Drool LLC)
 • The Walking Dead: Saints & Sinners: Ch. 2: Retribution (Skydance, launch window)
 • Vacation Simulator (Owlchemy)
 • What the Bat (Triband)
 • Zenith: The Last City (Ramen VR, free upgrade)

Hvernig líst ykkur á þessa útgáfu? Er PlayStation VR2 eitthvað sem er að höfða til ykkar? Við vitum en ekki hvað PS VR2 mun kosta hér á landi. Núverandi PS VR er að kosta yfir 50 þúsund og miðað við verðið sem hefur verið gefið úti erlendis þá mun PS VR2 líklega kosta nærri tvisvar sinnum meira en PS VR gamla hér á landi. 

PS VR2 er verðlagt erlendis á $549.99 / €599.99 / £529.99 sem er um 90 þúsund plús. Í pakkanum er að finna PS VR2 gleraugu, PS VR2 Sensa fjarstýringar og stereo heyrnartól. 

Við erum spenntir að sjá hvað Sony gerir með græjuna og hvernig þetta byggir á grunninum sem PS VR var á PlayStation 4. Vonandi geta þeir og aðrir framleiðendur verið duglegir að gefa út titla fyrir VR 2 og kannski færa einnig eldri titla frá PS VR yfir. Drauma leikur okkar er síðan að Valve gefi út Half-Life: Alyx á PS VR2, það væri snilld að spila þann leik á PS5 og í sýndarveruleika.

Heimild: blog.playstation.com

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑