Fréttir

Birt þann 20. október, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Silent Hill fréttapakki

Japanski leikjaútgefandinn Konami hélt Silent Hill Transmission kynningu í vikunni og það var nóg af fréttum fyrir Silent Hill unnendur. Síðasti Silent Hill leikurinn kom út árið 2012, ef við teljum ekki með P.T. demóið fræga sem Hideo Kojima var að vinna að og átti að verða að næsta Silent Hill leik.

Silent Hill 2 Remake

Í fréttum sem kom líklega fáum á óvart, þá er pólska fyrirtækið Blooper Team að endurgera klassíska hryllingsleikinn Silent Hill 2 frá árinu 2001, með stuðningi upprunalega Team Silent Hill og tónskáldinu Akira Yamaoka. Endurgerðin keyrir á Unreal grafíkvélinni og mun koma út á PC og PlayStation 5, leikurinn mun ekki koma út á aðrar leikjavélar í 12 mánuði, svo Xbox leikja spilarar þurfa að bíða aðeins.

Endurgerðin segir sögu James Sunderland sem kemur til bæjarins Silent Hill í leit af konunni hans sem á að vera dáin. Eftir að hafa fengið dularfullt bréf frá henni kemur hann í leit að henni. Konami og Blooper lofa endurgerðum leik í blússandi 4K upplausn.

Silent Hill: Townfall

Er nýr hliðar leikur hannaður af No Code Studios (Stories untold) og útgefandanum Annapurna Interactive. Þetta verkefni á að vera ný nálgun á Silent Hill frá vel heppnuðum framleiðanda.

Silent Hill f

Annar hliðar leikur. Silent Hill F gerist í Japan um 1960, þessi sögudrifni leikur er skrifaður af japanska rithöfundinum Ryukishi07 sem bjó til sjónrænu sögurnar Higurashi og Umineko.

Þetta á að vera falleg og hryllileg saga sem einblínir hrylling og yfirnáttúrulega leyndardóma Silent Hill.

Silent Hill: Ascension

Frumlegasta kynning kvöldsins var líklega, Silent Hill: Ascension. Sem er gagnvirkt verkefni þar sem leikmenn víðs vegar um heiminn vinna saman að stjórna persónum í nýrri Silent Hill sögu. Þessu er líkt við Let’s Play Pokemon og verður í boði á ýmsum leikjavélum. Silent Hill: Ascension er unnin saman af Genvid Entertainment, Bad Robot Games, Behaviour Interactive, og dj2 Entertainment.

Return to Silent Hill

Að lokum fengum við að heyra að Christophe Gans, leikstjóri fyrstu Silent Hill myndarinnar, sé að vinna að þeirri þriðju. Við fengum ekki að sjá mikið þarna nema frumhönnunar myndir en þeir lofa nánari fréttum síðar.

Eftir að hafa að mestu dregið sig úr leikjabransanum síðustu árin þá mætti Konami sterkir til leiks með ótal Silent Hill fréttir, hvort að þetta tákni að aðrar seríur hjá þeim séu að lifna við á ný er erfitt að segja til um. Það eru margir sem dreyma um endurgerð af Metal Gear Solid í svipuðum stíl og Silent Hill 2 er að fá núna.

Við færum ykkur nánari fréttir þegar þær koma út. 

Heimild: IGN

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑