Red Faction: Guerrilla kom upprunalega út árið 2009 á PC, PS3 og Xbox 360, leikurinn fékk fína dóma og seldist vel fyrir gamla THQ fyrirtækið. Leikurinn var hannaður af Volition sem höfðu áður gert leiki eins og FreeSpace, Summoner, Saint’s Row og fyrri Red Faction leikina. Fyrsti Red Faction leikurinn sem kom út árið 2001 kynnti til leiks „Geo-Mod“ nýjungina sem er eyðileggingartækni þar sem leikmenn gátu sprengt upp umhverfið til að opna fyrir nýjar leiðir. Red Faction: Guerrilla tók þetta skrefinu lengra með Geo-Mod 2.0 og bauð uppá eyðileggingu á stórum byggingum og nær öllu sem þú sást, það…
Author: Sveinn A. Gunnarsson
Summerset er nýjasta viðbótin fyrir fjölspilunar- og hlutverkaleikinn The Elder Scrolls Online frá ZeniMax Online Studios. Um þetta leyti í fyrra gáfu þeir út hinn stórgóða Morrowind aukapakka sem bætti við vinsælum stað fyrir aðdáendur Elder Scrolls leikjanna til að heimsækja á ný. Með Summerset er aftur farið til eldri staðar, einhvers sem hefur ekki sést í tölvuleik síðan að The Elder Scrolls: Arena kom út árið 1994. Summerset Isles er stærra svæði en Vvanderfell eyjan sem stór hluti Morrowind gerist á. Svæðið sem um ræðir er heimkynni Álfanna og er gamalt og dularfullt svæði sem drottningin Ayrenn hefur ákveðið að opna…
Sony í Evrópu og N-Ameríku hefur kynnt PlayStation Hits leikjalínuna sem mun koma út í lok júní í N-Ameríku og 18. júlí í Evrópu. Þessi leikjalína er ekki ólík eldri línum sem hafa verið settar saman fyrir eldri vélar Sony og innihaldið helstu og vinsælustu leiki hverju sinni. Leikir eins og Uncharted 4, Driveclub, Middle-Earth: Shadow of Mordor, Batman: Arkham Knight, The Last of Us: Remastered o.fl. eru hluti af nýju leikjalínunni. Verðið er sett á um £15.99 or €19.99 per leik, sem er nálægt 2.500 íslenskum krónum. Það má þó gera ráð fyrir aðeins hærra verði hér á landi.…
Parklife er nýjasta viðbótin við borgarherminn Cities: Skylines (2015) frá finnska fyrirtækinu Colossal Order. Síðan þá hefur fyrirtækið, ásamt sænska útgefandanum Paradox Interactive, stutt vel við leikinn með fríu efni og aukapökkum, sem eru nú orðnir sjö talsins og eiga eflaust eftir að verða enn fleiri. Markmiðið með nýju viðbótinni er að leyfa fólki að búa til fjóra mismunandi garða við borgina þeirra. Garðar virka núna líkt og eigin borgarhverfi og er hægt að hafa mismunandi hverfi út frá því hvernig garð þú ert með, til dæmis dýragarð eða skrúðgarð. Tegundir garðanna eru; skemmtigarðar, nátturuverndarsvæði, dýragarður og borgargarðar og auðvitað…
Að AC serían væri á leið til Grikklands lak út stuttu fyrir E3. Leikurinn byggir á opnum heimi sem AC: Origins kynnti til leiks í fyrra. Origins var það spark í rassinn sem serían þurfti á að halda, hvort að það sé endilega gáfulegt að gefa út þennan svo stuttu síðar er erfitt að setja til um núna. Leikurinn hefur verið í hönnun síðastliðin þrjá ár hjá Ubisoft Québec, sem er annar aðili en var með Origins, þetta er eitthvað sem Ubisoft hefur gert í gegnum árin, enda nóg af stúdíóum undir þeirra hatti. Hægt er að velja á milli…
Beyond Good and Evil 2 er leikur sem er lengi búið að bíða eftir, við fengum að sjá flotta stiklu sem sýnir persónur og leikjaheiminn. Geimskip svífa um íshringi í kringum plánetu. Sprenging verður í beltinu sem varpar íssteinum í átt að skipinu og úr þokunni kemur risastórt skip sem ræðst á hetjur leiksins, og úr því kemur óvænt hetja síðasta leiksins Jade, sem virkar vægast sagt reið. Leikurinn á að verða stór og opinn og var sýnt stutt myndbrot úr alpha-útgáfu leiksins. Hollywood-leikarinn Joseph-Gordon Lewitt mætti á sviðið og talaði um fyrirtækið sitt Hit-Record sem vinnur að tónlist leiksins.…
Á E3 kynningu Microsoft steig Phil Spencer á svið og lofaði 50 leikjum á kynningu kvöldsins og þar af 18 leikjum sem væru eingöngu fyrir Xbox og þá líklega Windows 10, auk 15 leikjakynningum sem hafa hvergi sést áður. Xbox Game Pass var rætt nánar og auðvitað til að veiða fólk í áskriftarþjónustu Microsoft. Fast Start er ný tækni sem á að leyfa fólki að geta byrjað að spila leikinn fyrr þegar þeir eru sóttir af netinu en áður. The Division og The Elder Scrolls Online: Tamriel Unlimited bætast við safnið ásamt Fallout 4. Framtíðaráætlanir fyrirtækisins voru ræddar og talaði…
Fallout 76 er stóri leikurinn frá Bethesda á E3 þetta árið og staðfest að heimurinn í nýja Fallout leiknum mun vera fjórum sinnum stærri en í Fallout 4. Fallout 76 er stóri leikurinn frá Bethesda á E3 þetta árið og staðfest að heimurinn í nýja Fallout leiknum mun vera fjórum sinnum stærri en í Fallout 4. Leikurinn gerist á undan öllum öðrum í seríunni og segir frá þeim sem koma úr Vault 76 í Vestur-Virginíu fylki í Bandaríkjunum. Hvelfingin er nefnd eftir 300 ára afmæli Bandaríkjanna og er tákn um þá endurreisn sem á að eiga sér stað eftir að…
Wolfenstein: Youngblood segir frá tvíburadætrum BJ Blazkowicz og gerist árið 1980 í París. Leikurinn býður upp á einspilun og co-op samvinnuspilun og er væntanlegur í verslanir á næsta ári. Um er að ræða smærri leik í anda Old Blood. Dætur Blazkowicz, Jess og Soph eru að leita að föður sínum í París og meðan borgin er yfirfull af nasistum. Í myndbrotinu sjást stúlkurnar í búningi sem svipar til búningsins sem faðir þeirra notaði í New Colossus. Wolfenstein II: The New Colossus mun koma út fyrir Nintendo Switch, þann 29. júní næsta og kom út á PC, PS4 og Xbox One í…
Fyrir utan Doom, þá er Quake einn af kjarna titlunum sem id Software hafa verið þekktir fyrir. Quake Champions er búin að vera í þróun og prófunum í þó nokkurn tíma á PC og er stefnan að gera leikinn vænlegri fyrir eSports keppnisheiminn. Í viku verður hægt að prufa leikinn frítt til að sjá hvernig fólki líkar við leikinn, og þeir sem sækja leikinn á þessum tíma geta haldið áfram að spila hann eftir að prufuvikunni lýkur. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!