Parklife er nýjasta viðbótin við borgarherminn Cities: Skylines (2015) frá finnska fyrirtækinu Colossal Order. Síðan þá hefur fyrirtækið, ásamt sænska útgefandanum Paradox Interactive, stutt vel við leikinn með fríu efni og aukapökkum, sem eru nú orðnir sjö talsins og eiga eflaust eftir að verða enn fleiri. Markmiðið með nýju viðbótinni er að leyfa fólki að búa til fjóra mismunandi garða við borgina þeirra. Garðar virka núna líkt og eigin borgarhverfi og er hægt að hafa mismunandi hverfi út frá því hvernig garð þú ert með, til dæmis dýragarð eða skrúðgarð. Tegundir garðanna eru; skemmtigarðar, nátturuverndarsvæði, dýragarður og borgargarðar og auðvitað…
Author: Sveinn A. Gunnarsson
Að AC serían væri á leið til Grikklands lak út stuttu fyrir E3. Leikurinn byggir á opnum heimi sem AC: Origins kynnti til leiks í fyrra. Origins var það spark í rassinn sem serían þurfti á að halda, hvort að það sé endilega gáfulegt að gefa út þennan svo stuttu síðar er erfitt að setja til um núna. Leikurinn hefur verið í hönnun síðastliðin þrjá ár hjá Ubisoft Québec, sem er annar aðili en var með Origins, þetta er eitthvað sem Ubisoft hefur gert í gegnum árin, enda nóg af stúdíóum undir þeirra hatti. Hægt er að velja á milli…
Beyond Good and Evil 2 er leikur sem er lengi búið að bíða eftir, við fengum að sjá flotta stiklu sem sýnir persónur og leikjaheiminn. Geimskip svífa um íshringi í kringum plánetu. Sprenging verður í beltinu sem varpar íssteinum í átt að skipinu og úr þokunni kemur risastórt skip sem ræðst á hetjur leiksins, og úr því kemur óvænt hetja síðasta leiksins Jade, sem virkar vægast sagt reið. Leikurinn á að verða stór og opinn og var sýnt stutt myndbrot úr alpha-útgáfu leiksins. Hollywood-leikarinn Joseph-Gordon Lewitt mætti á sviðið og talaði um fyrirtækið sitt Hit-Record sem vinnur að tónlist leiksins.…
Á E3 kynningu Microsoft steig Phil Spencer á svið og lofaði 50 leikjum á kynningu kvöldsins og þar af 18 leikjum sem væru eingöngu fyrir Xbox og þá líklega Windows 10, auk 15 leikjakynningum sem hafa hvergi sést áður. Xbox Game Pass var rætt nánar og auðvitað til að veiða fólk í áskriftarþjónustu Microsoft. Fast Start er ný tækni sem á að leyfa fólki að geta byrjað að spila leikinn fyrr þegar þeir eru sóttir af netinu en áður. The Division og The Elder Scrolls Online: Tamriel Unlimited bætast við safnið ásamt Fallout 4. Framtíðaráætlanir fyrirtækisins voru ræddar og talaði…
Fallout 76 er stóri leikurinn frá Bethesda á E3 þetta árið og staðfest að heimurinn í nýja Fallout leiknum mun vera fjórum sinnum stærri en í Fallout 4. Fallout 76 er stóri leikurinn frá Bethesda á E3 þetta árið og staðfest að heimurinn í nýja Fallout leiknum mun vera fjórum sinnum stærri en í Fallout 4. Leikurinn gerist á undan öllum öðrum í seríunni og segir frá þeim sem koma úr Vault 76 í Vestur-Virginíu fylki í Bandaríkjunum. Hvelfingin er nefnd eftir 300 ára afmæli Bandaríkjanna og er tákn um þá endurreisn sem á að eiga sér stað eftir að…
Wolfenstein: Youngblood segir frá tvíburadætrum BJ Blazkowicz og gerist árið 1980 í París. Leikurinn býður upp á einspilun og co-op samvinnuspilun og er væntanlegur í verslanir á næsta ári. Um er að ræða smærri leik í anda Old Blood. Dætur Blazkowicz, Jess og Soph eru að leita að föður sínum í París og meðan borgin er yfirfull af nasistum. Í myndbrotinu sjást stúlkurnar í búningi sem svipar til búningsins sem faðir þeirra notaði í New Colossus. Wolfenstein II: The New Colossus mun koma út fyrir Nintendo Switch, þann 29. júní næsta og kom út á PC, PS4 og Xbox One í…
Fyrir utan Doom, þá er Quake einn af kjarna titlunum sem id Software hafa verið þekktir fyrir. Quake Champions er búin að vera í þróun og prófunum í þó nokkurn tíma á PC og er stefnan að gera leikinn vænlegri fyrir eSports keppnisheiminn. Í viku verður hægt að prufa leikinn frítt til að sjá hvernig fólki líkar við leikinn, og þeir sem sækja leikinn á þessum tíma geta haldið áfram að spila hann eftir að prufuvikunni lýkur. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!
Sýndur var blóðug og grimm stikla á E3-kynningu Bethesda, sem getur bara þýtt eitt. Og það er meira af DOOM! Leikurinn frá 2016 var tær snilld og kom mikið á óvart, sérstaklega eftir vandræði tengd framleiðslu hans. Leikurinn kom út fyrir Nintendo Switch í fyrra og kom vel út á þeirri leikjatölvu. Betri vopn, fleiri djöflar, eyðilegging á jörðinni, allt er þetta hluti af nýja leiknum. QuakeCon í ágúst mun verða vetvangurinn fyrir nánari kynningu af leiknum og var þessi stutti hluti bara til að gera fólk spennt. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!
Bethesda hefur haldið árlega kynningu undanfarin fjögur ár þar sem fyrirtækið hefur kynnt sína tölvuleikjatitla. Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu árin með kaupum á fyrirtækjum eins og id Software, Arkane Studios, Tango Gameword og Machine Games og eru 10 fyrirtæki innan vébanda þess í dag. Rage 2 er unnin af sænska fyrirtækinu Avalanche Studios og id Software sem gerðu fyrsta Rage leikinn. Leikurinn lítur út fyrir að vera blanda af Fallout og Mad Max. Heppilegt að Avalanche gerðu Mad Max leikinn árið 2015 sem var mjög góður að okkar mati. Leikurinn virðist vera miklu opnari en Rage 1, en spilarar…
Nýtt sýnishorn úr nýjasta leik CD Project Red, Cyperpunk 2077, var sýnt á E3-kynningu Microsoft. Nýja stiklan gefur góða hugmynd af sögusviði leiksins sem er uppfullur af áhugaverðri tækni. Leikurinn byggir á Cyberpunk D&D hlutverkakerfinu sem svo margir halda upp á. Að fá svona stóran leik í slíkum heimi er mjög spennandi, engin dagsetning var uppgefin. Cyberpunk 2077 ætti að skila sér á PC, Xbox One og PS4 þegar hann verður gefinn út, nema hann færist eitthvað til í átt að næstu kynslóð leikjatölva. Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!