Fréttir

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Wolfenstein í París og sýndarveruleika

Wolfenstein: Youngblood segir frá tvíburadætrum BJ Blazkowicz og gerist árið 1980 í París. Leikurinn býður upp á einspilun og co-op samvinnuspilun og er væntanlegur í verslanir á næsta ári. Um er að ræða smærri leik í anda Old Blood.

Dætur Blazkowicz, Jess og Soph eru að leita að föður sínum í París og meðan borgin er yfirfull af nasistum. Í myndbrotinu sjást stúlkurnar í búningi sem svipar til búningsins sem faðir þeirra notaði í New Colossus.

Wolfenstein II: The New Colossus mun koma út fyrir Nintendo Switch, þann 29. júní næsta og kom út á PC,  PS4 og Xbox One í fyrra.

Sýndarveruleikinn mætir til leiks í Wolfenstein: Cyberpilot. Þetta verður stök upplifun þar sem leikmenn fara í fótspor hakkara sem notar tæknina til að murka lífið úr nasistunum í París með að nota þeirra eigin vopn gegn þeim.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑