Fréttir

Birt þann 12. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Nýjar áherslur hjá Microsoft

Á E3 kynningu Microsoft steig Phil Spencer á svið og lofaði 50 leikjum á kynningu kvöldsins og þar af 18 leikjum sem væru eingöngu fyrir Xbox og þá líklega Windows 10, auk 15 leikjakynningum sem hafa hvergi sést áður. Xbox Game Pass var rætt nánar og auðvitað til að veiða fólk í áskriftarþjónustu Microsoft. Fast Start er ný tækni sem á að leyfa fólki að geta byrjað að spila leikinn fyrr þegar þeir eru sóttir af netinu en áður. The Division og The Elder Scrolls Online: Tamriel Unlimited bætast við safnið ásamt Fallout 4.

Framtíðaráætlanir fyrirtækisins voru ræddar og talaði Spencer um fjárfestingar í gervigreind, skýjatækni, möguleikann á að spila leiki á farsímun og spjaldtölvum í sömu gæðum og í leikjatölvunum. Vinna er hafin á nýrri Xbox leikjatölvu, eitthvað sem kemur fáum á óvart.

Stóra bomban er að þeir [Microsoft] hafa eignast Ninja Theory, hönnuði Hellblade: Senua’s Sacrifice.

Fyrirtækið bætti við þremur nýjum stúdíóum í safn sitt til að auka við leikjaútgáfu þeirra á leikjum sem er bara hægt að fá á Xbox og Windows 10. Phil Spencer staðfesti að þeir hafa keypt Undead Labs hönnuði State of Decay og Playground Games hönnuði Forza Horizon, sem er sagt að séu að vinna að nýjum Fable leik. Stóra bomban er að þeir hafa eignast Ninja Theory, hönnuði Hellblade: Senua’s Sacrifice. Compulsion Games sem hafa verið að vinna að gerð We Happy Few hafa einnig bæst við í Microsoft-hópinn og ættu þessi nýju kaup vonandi að fylla uppí það stóra skarð sem hefur lengi verið á útgáfu Microsoft og þeirra trausti á leikjaútgáfu þriðja aðila auk samninga um að vera fyrstir með ákveðið niðurhalsefni.

 

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑