Fréttir

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Bethesda kynnir Fallout 76 nánar

Fallout 76 er stóri leikurinn frá Bethesda á E3 þetta árið og staðfest að heimurinn í nýja Fallout leiknum mun vera fjórum sinnum stærri en í Fallout 4.

Fallout 76 er stóri leikurinn frá Bethesda á E3 þetta árið og staðfest að heimurinn í nýja Fallout leiknum mun vera fjórum sinnum stærri en í Fallout 4. Leikurinn gerist á undan öllum öðrum í seríunni og segir frá þeim sem koma úr Vault 76 í Vestur-Virginíu fylki í Bandaríkjunum. Hvelfingin er nefnd eftir 300 ára afmæli Bandaríkjanna og er tákn um þá endurreisn sem á að eiga sér stað eftir að sprengjurnar hættu að falla í kjarnorkustríðinu.

Leikmenn eyða 25 árum í hvelfingunni í bið eftir „endurheimtunardeginum“ – þegar hvelfingin opnar og fólk á að fara uppá yfirborðið og byrja að byggja heiminn upp á ný. Fólkið þarna átti að vera samansafn af þeim bestu og gáfuðustu til að koma siðmenningunni af stað á ný.

Þjóð og ýkjusögum er gerð skil í leiknum og munu sum af skrímslum leiksins vísa þangað. Eins og mörgum grunaði þá býður Fallout 76 eingöngu upp á netspilun og það fólk sem þú mætir úr hvelfingunum eru aðrir leikmenn. Það er þó hægt að spila leikinn einn og eru leikmenn ekki neyddir að spila með öðrum.

Opin heimur og „survival“ leikur er eitthvað sem hafa horft til á þeim fjórum árum sem leikurinn hefur verið í vinnslu. Þetta er þó ekki eins og MMO leikur þar sem hundruðir eru saman í heiminum, heldur tugur.

Byggingarhluti Fallout 4 hefur verið súpaður upp og hægt verður að færa byggingar sínar á milli staða. Leikmenn geta komist yfir kjarnorkuvopn og valdið usla með þeim í leiknum.

Beta-útgáfa leiksins, sem kallast Break-it Early Test Application, verður líklega kynnt nánar síðar. Power Armor Special Edition af leiknum mun innihalda kort sem glóir í myrkri, fígúrum, og auðvitað virkan Vault-Tec Armour hjálm.

Fallout 76 er væntanlegur í verslanir þann 14. nóvember.

Bethesda minntist einnig á Fallout Shelter sem kemur út í dag á PlayStation 4 og Nintendo Switch, en leikurinn hefur nú þegar komið út á PC, iOS, Xbox og fleiri stöðum eftir að hafa verið óvænt kynntur á E3-kynningu Bethesda árið 2015.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑