Fréttir

Birt þann 20. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Sony kynnir til leiks PlayStation Hits leikjalínuna

Sony í Evrópu og N-Ameríku hefur kynnt PlayStation Hits leikjalínuna sem mun koma út í lok júní í N-Ameríku og 18. júlí í Evrópu. Þessi leikjalína er ekki ólík eldri línum sem hafa verið settar saman fyrir eldri vélar Sony og innihaldið helstu og vinsælustu leiki hverju sinni.

Leikir eins og Uncharted 4, Driveclub, Middle-Earth: Shadow of Mordor, Batman: Arkham Knight, The Last of Us: Remastered o.fl. eru hluti af nýju leikjalínunni. Verðið er sett á um £15.99 or €19.99 per leik, sem er nálægt 2.500 íslenskum krónum. Það má þó gera ráð fyrir aðeins hærra verði hér á landi.

Hérna er leikjalistinn í heild sinni fyrir Evrópu:

  • Bloodborne
  • Driveclub
  • inFamous Second Son
  • Killzone Shadow Fall
  • The Last of Us Remastered
  • LittleBigPlanet 3
  • Ratchet & Clank
  • Uncharted 4: A Thief’s End
  • Need For Speed
  • Need For Speed Rivals
  • EA Sports UFC 2
  • Yakuza Zero
  • Earth Defense 4.1: The Shadow of New Despair
  • Project Cars
  • Dragon Ball Xenoverse
  • Dynasty Warriors 8: Xtreme Legends Complete Edition
  • Watch_Dogs
  • Assassin’s Creed 4 Black Flag
  • Rayman Legends
  • Mortal Kombat X
  • Batman Arkham Knight
  • Middle Earth: Shadow of Mordor
  • Street Fighter 5

N-Ameríka fær aftur á móti leiki eins og Yakuza: Kiwami, Metal Gear Solid V: Definitive Experience og DOOM á meðal annara leikja á meðan Evrópa fær leiki eins og Mortal Kombat X, Arkham Knight og LittleBigPlanet 3. Ekki er þó ólíklegt að sumir þessara leikja koma síðar til annara svæða.

Einnig verður hægt að kaupa nýjan PlayStation 4 1TB pakka með Uncharted 4, The Last of Us: Remastered og Ratchet & Clank á vissum svæðum. Þessi pakki mun koma út í Austur- Evrópu og löndunum við Miðjarðahaf auk Mið-Evrópu. Skýrist vonandi síðar hvort svipaður pakki komi út á Norðurlöndunum, en Finnland er eina Norðurlandið sem fær þennan PS4 tilboðspakka til sín.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑