Author: Sveinn A. Gunnarsson

Við mælum með því að þið setjist niður áður en þessi frétt er lesin. Pólska fyrirtækið CD Project Red hefur tilkynnt að hlutverka- og hasarleiknum Cyberpunk 2077 verði seinkað um þrjár vikur, eða til 10. desember. Fyrirtækið segir að erfiðleikar í tengslum við að undirbúa leikinn fyrir margar mismunandi gerðir leikjatölva og PC samtímis sé megin orsök þess að útgáfudeginum hafi verið frestað. Það gerir það að verkum að prufa þarf níu mismunandi útgáfur af leiknum (Xbox One/X, Xbox Series X/S, PS4/Pro, PS5, PC og Stadia) og á sama tíma vinna fjölmargir að heiman vegna COVID-ástandsins. Adam Badowski og Marcin…

Lesa meira

Þetta er spurning sem ég hef verið að pæla dálítið í eftir að hafa spilað The Last of Us Part II og klárað sögu hans. Það eru sjö ár síðan að The Last of Us kom fyrst út fyrir PlayStation 3 og kynnti okkur fyrir Joel og Ellie og baráttu þeirra í eyðilögðum heimi þar sem að sveppakenndur sjúkdómur Cordyceps Fungus breytir öllum sem sýkjast af honum í stökkbreytt skrímsli. Samband Joels og Ellies í gegnum fyrri leikinn er hjarta hans og nær að tengja þig við aðalpersónur leiksins og erfiða baráttu þeirra í gegnum Bandaríkin, sem er í rústum…

Lesa meira

Skyrim, heimili Nord kynstofnsins, hefur reynst útgefandanum Bethesda mikil tekjulind með ótal útgáfum af The Elder Scrolls V: Skyrim á núverandi og eldri leikjavélar. Nú er komið að Skyrim viðbótinni Greymoor fyrir MMO-RPG leikinn The Elder Scrolls Online. Við höfum hérna á Nörd Norðursins fjallað reglulega um ESO og má finna leikjarýni okkar hér, ásamt umfjöllun um Morrowind, Summerset og Elsweyr. Í febrúar á þessu ári kom út smærra niðurhalsefni (DLC) sem heitir Harrowstorms og markar upphafið af því sem Bethesda kallar „Dark Heart of Skyrim“ viðburðinum sem á að spanna allt þetta ár með nýjum viðburðum og efni þegar…

Lesa meira

Microsoft voru með kynningu 7. maí á þeim Xbox Series X leikjum sem eru væntanlegir á þessu ári þegar að vélin kemur út og einnig leiki sem koma á næsta ári. Ef þið eruð forvitin um hvað Xbox Series X vélin mun bjóða uppá þá bendum við á frétt sem við skrifuðum um vélina þegar hún var kynnt nánar í mars á þessu ári. Í kynningunni sem var um klukkutíma að lengd voru áður kynntir leikir og nýir sýndir keyrandi í þeim mögulegum gæðum sem Xbox One Series X ætti að bjóða upp á. Það var mikið gert úr Smart…

Lesa meira

Fyrir um fjórum árum kom út leikurinn DOOM, eða Doom 2016 eins og hann er oft kallaður til að aðgreina hann frá upprunalega leiknum frá árinu 1993. Sá leikur átti upphaflega að vera Doom 4 en ákvörðun var tekin um að endurræsa leikjaseríuna frá grunni, sem var einmitt það sem serían þurfti á að halda. Nú er komið að framhaldinu, Doom: Eternal, sem lofar enn harðari og blóðugri upplifun. Stóra spurningin er hvernig tókst til og hvort enn sé nóg af blóði í æðum Doom hermannsins til að berjast við alla þessa djöfla? Saga leiksins gerist um tveimur árum eftir…

Lesa meira

Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur svipt hulunni af Xbox Series X og kynnt hvað leynist undir „húddinu“ á vélinni. Það er ljóst að Microsoft stefnir á að bæta upp fyrir mistökin sem voru gerð með útgáfu Xbox One árið 2013 þegar mikil áhersla var lögð á sjónvarpstengingu og íþróttir í stað tölvuleikja og vélbúnað. Veik byrjun Xbox One gaf Sony gríðalegt forskot með útgáfu á PlayStation 4 sem var um svipað leyti. Xbox átti í raun aldrei séns á að ná aftur í skottið á PlayStation, þrátt fyrir að hafa gefið út stórendurbætta Xbox One X tölvu í lok árs 2017.…

Lesa meira

Að segja að endalok áralangs samstarfs Hideo Kojima við japanska útgefandann Konami hafi endað illa væri líklega vægt til orða tekið. Eftir ótal leiki sem hlutu góða dóma og seldust vel var Metal Gear Solid V: The Phantom Pain síðasti leikurinn sem Kojima vann að fyrir fyrirtækið, þó var nafnið hans fjarlægt af kynningarefni leiksins stuttu fyrir útgáfu hans. Þegar leikurinn kom út var ljóst að ekki allt í framleiðslu hans hafði gengið upp og innbyrðis átök á milli Konami og Hideo Kojima höfðu sett mark sitt á leikinn og tilfinningu margra að það vantaði hluta af leiknum og honum…

Lesa meira

Það er erfitt að vita hvað Ubisoft ætlaði sér með nýjasta leiknum í Ghost Recon seríunni. Við fyrstu sýn virðist sem að Breakpoint hafi verið ætlað að vera skref fram á við þar sem „RPG“ og „Survival” leikjakerfi áttu að spila stóran hlut, aftur á móti það sem fólk fékk í hendurnar virðist hafa verið útþynnt og á köflum óklárað. Ghost Recon: Breakpoint gerist árið 2023, fjórum árum eftir atburði Ghost Recon: Wildlands, og fara leikmenn í fótspor hermannsins Anthonys „Nomad“ Perryman sem er sendur til eyjunnar Aurora í Kyrrahafinu að finna hvað varð um skip sem sökk þar nálægt.…

Lesa meira

Sagan í Greedfall gerist á 18. öld þar sem heimurinn er undir miklum áhrifum evrópskra landkönnuða og uppbygginga heimsvelda. Ýmis þemu koma fram í leiknum, þar á meðal nýlendustefnan, þróun á kostnað umhverfis og lífsgæði fólks ásamt trú, hefðum og vináttu. Sjúkdómurinn Malichor herjar á íbúa meginlandsins sem eiga von á að finna lækningu á Teer Frade, dularfullri eyju sem heimamenn kalla Tír Fradí, en þar hefur plágan ekki náð að setjast að og fólk þar dafnar vel og virðast vera ótal möguleikar fyrir hendi til að lifa góðu lífi á þeirri eyju.Franska fyrirtækið Spiders, sem hannar leikinn, er lítið…

Lesa meira

Wolfenstein: Youngblood er forvitnilegt hliðarspor á þeirri endurreisn sem sænska fyrirtækið MachineGames hóf á Wolfenstein leikjunum árið 2014. Leikurinn er ekki framhald af Wolfenstein II: The New Colossus, og heldur ekki algerlega nýtt dæmi. Fyrir þá sem hafa spilað tölvuleikina í þó nokkurn tíma þá er þetta meira aukapakki sem er seldur stakur. 1980, tuttugu árum eftir endalok Wolfenstein 2: The New Colossus, þá eru Bandaríkin og stór hluti heimsins komin undir hæl nasistanna sem hafa sest að í Evrópu og hert tökin þar. B.J. Blazkowicz og kona hans Anya hafa alið upp Sophiu og Jessicu, tvíburadætur þeirra, og kennt…

Lesa meira