Fréttir

Birt þann 9. maí, 2020 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Microsoft heldur 20/20 og sýnir úr leikjum fyrir Xbox Series X

Microsoft voru með kynningu 7. maí á þeim Xbox Series X leikjum sem eru væntanlegir á þessu ári þegar að vélin kemur út og einnig leiki sem koma á næsta ári.

Ef þið eruð forvitin um hvað Xbox Series X vélin mun bjóða uppá þá bendum við á frétt sem við skrifuðum um vélina þegar hún var kynnt nánar í mars á þessu ári.

Í kynningunni sem var um klukkutíma að lengd voru áður kynntir leikir og nýir sýndir keyrandi í þeim mögulegum gæðum sem Xbox One Series X ætti að bjóða upp á. Það var mikið gert úr Smart Delivery frá Microsoft.

Smart Delivery táknar, ef fólk kaupir leiki sem styðja við þetta á Xbox One þá fær það sjálfkrafa fría uppfærslu af Xbox Series X útgáfu af leiknum þegar það eignast leikjavélina, hvenær sem það verður. Besta er að fólk þarf ekki að gera neitt sjálft og er þetta gert sjálfkrafa út frá á hvaða leikjavél þú ert að sækja leikinn og færðu útgáfuna sem passar við þá vél.

Microsoft hefur staðfest að allir „first party“ leikir þeirra munu styðja þetta.

Leikir sem munu styðja þetta í byrjun;

Assassin’s Creed Valhalla
Call of the Sea
Chorus
Cyberpunk 2077
Halo Infinite
Hellblade 2
Dirt 5
Scarlet Nexus
Second Extinction
The Ascent
Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2
Yakuza: Like a Drag
on

Það verður þó aðeins strangara á þessu hjá sumum útgefendum eins og EA sem hafa vissan tíma eins og með Madden 2021 sem er frí uppfærsla til 31. mars 2021. Það á eftir að skýrast hvernig aðrir leikjaútgefendur munu tækla þetta síðan.

Dirt 5 mun keyra í 4K upplausn og 60 römmum á sek eða 120 í lægri upplausn.

Scorn er hryllings leikur undir áhrifum HR. Geiger þess sama og hannaði mikið af útliti skrímsla og heims Alien myndanna. Mun verða fáanlegur á Game Pass þjónustunni við útgáfu.

Vampire: The Masquerade- Bloodlines 2 er að líta vel út og mun koma út á helstu núverandi og nýjar leikjavélar.

Yakuza: Like a Dragon, hefur nú þegar komið út í Japan á PS4 og á eftir að koma út í hinum vestræna heimi. Xbox One og Windows 10 bætast núna við. Leikurinn skartar nýrri aðalsögu persónu.

Assassin’s Creed: Valhalla fékk nýtt sýnishorn og sýndi smá úr spilun leiksins. Við erum þó enn að bíða eftir alvöru kynningu á leiknum. Ekki er ólíklegt að það verði á næstu vikum og mánuðum.

Vandinn við þessa kynningu á leikjum keyrandi, þá var mjög lítið um raunverulega leikja spilun eins og fólk er vant að sjá. Vonandi rætist úr þessu í næstu kynningu Microsoft.

Þetta var það helsta sem Xbox og leikjaframleiðendur kynntu á Xbox 20/20. Microsoft hefur lofað mánaðarlegum kynningum fram að útgáfu Xbox Series X síðar á árinu og lofað að kynna í Júlí leiki eins og Halo: Infinite og Hellblade 2. 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑