Leikjarýni

Birt þann 18. júní, 2020 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Drungalegt hjarta Skyrim

Drungalegt hjarta Skyrim Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Greymoor er heillar Skyrim unnendur líklega mest en er engin bylting annars.

3

Fín nostalgía


Skyrim, heimili Nord kynstofnsins, hefur reynst útgefandanum Bethesda mikil tekjulind með ótal útgáfum af The Elder Scrolls V: Skyrim á núverandi og eldri leikjavélar. Nú er komið að Skyrim viðbótinni Greymoor fyrir MMO-RPG leikinn The Elder Scrolls Online.

Við höfum hérna á Nörd Norðursins fjallað reglulega um ESO og má finna leikjarýni okkar hér, ásamt umfjöllun um Morrowind, Summerset og Elsweyr.

Í febrúar á þessu ári kom út smærra niðurhalsefni (DLC) sem heitir Harrowstorms og markar upphafið af því sem Bethesda kallar „Dark Heart of Skyrim“ viðburðinum sem á að spanna allt þetta ár með nýjum viðburðum og efni þegar líður á árið eftir útgáfu Greymoor.

Það eru tvö ný svæði til að kanna í þetta skiptið; Vestur-Skyrim og síðan Blackreach sem er risastórt neðanjarðarsvæði undir Skyrim sem margir ættu að kannast við sem spiluðu Skyrim á sínum tíma. Sagan gerist um 1000 árum fyrir atburði TES V: Skyrim og er sérstakt að kanna kunnuglegar slóðir í Solidtude borginni og fenjasvæði Morthal. Það eru þó engir drekar í þetta skiptið, þó má sjá ótal tilvísanir í þá um svæðin í Greymoor. Áherslan í þetta sinn er á vampírur og varúlfa sem koma við sögu í þeim dularfullu atburðum sem herja á Solitude og íbúa Vestur-Skyrim.

Hetjan Lyris Titanborn

Leikonan Jennifer Hale stendur sig áfram vel sem hetjan Lyris Titanborn sem þeir sem hafa spilað ESO áður ættu að kannast við. Skyrim eru hennar heimahagar og er gaman að fá kunnuglegt andlit með sér í bardaga.

Með Lyris þá ertu að kanna uppruna þess að ótal skrímsli hafa birst úr stormum sem kallast „Harrowstorms“ og finna uppruna þeirra og hver stendur á bakvið þá. Þetta er engin rosa bylting í sögu leiksins og kemur fátt á óvart í henni. Það er þó gaman að renna í gegnum hana til að klára ný ævintýri og kanna Vestur-Skyrim á ný eða í fyrsta sinn. Það tekur flesta um 20-25 tíma að klára aðalsögu Greymoor. 

Maður er engin Indiana Jones, en það er hægt að vera ríkur í fornleyfauppgreftri.

Ein af nýjungum Greymoor er fornleifakerfið „Antiquities“ sem leyfir þér að finna og grafa upp ýmsa fornmuni og fjársjóði sem inniheldur tvo litla mini leiki til að hjálpa þér að finna út hvar fjársjóðurinn er og síðan að finna hann. Hægt er að finna allt frá vopnum, brynjum, hestum (ekki dauðum), og auðvitað græða með því að selja allt góssið og nota það til að fá betri hluti og vopn fyrir persónu þína.

Það er ekki nýr klassi til að spila í þetta sinn eins og var í Morrowind og öðrum viðbótum við ESO. Heldur hefur vampíruhluti leiksins fengur endurhönnun til að gera hann skemmtilegri að spila fyrir þá sem eru tilbúnir að sökkva sér í hann.

Blackreach er oft gullfallegt að sjá.

Kyne’s Aegis er nýtt 12 manna prófun (trial) sem er hægt að taka þátt í og inniheldur ótal risa, hálf-risavampírur sem hafa ráðist á eyjuna og það er verkefni hópsins að hrinda þessari innrás og berjast við vampíruna sem leiðir árásina. Eins og má gera ráð fyrir er nóg af „loot“ í boði fyrir þá sem taka þátt.

Það sem helst er að finna að ESO: Greymoor að það er engin bylting í boði fyrir formúluna og fyrir þá sem hafa verið að spila leikinn síðustu árin þá er þetta allt mjög kunnuglegt, vonandi þegar líður á árið þá munu koma fleiri viðbætur við leikinn sem taka hann lengra áfram.

Að tækla Harrowstorm er fjör í góðum hópi.

Fyrir þá sem eru að koma nýir inn þá er búið að uppfæra kynningu leiksins og er nýtt byrjunarsvæði í Skyrim til að kynna fólki fyrir nýja svæðinu. Annars er mjög auðvelt fyrir núverandi karakterara að færa sig yfir með að hoppa yfir til VesturSkyrim og byrja þar á nýjum ævintýrum.

Það er erfitt að segja til hvað atburðir síðustu mánaða hafa haft að segja um lokaframleiðslu Greymoor og fínpússun hans. Þegar leikurinn kom út á PC, þar sem ég spilaði hann fyrst, þá var talsvert um álag á netþjónum leiksins og síðan hökt í leiknum sjálfum. Þetta hefur þó skánað þegar leið á og eftir að ég byrjaði að spila á Xbox One þá hefur þetta verið mjög fínt og gaman að spila með öðrum.

Ef allt klikkar þá er um að gerast Vampíra.

Það er ljóst að Greymoor byggir mikið á þeirri mögulegri nostalgíu sem fólk hefur fyrir The Elder Scrolls V: Skyrim og þeirri ósk að upplifa svæðið á nýja vegu en áður. Vandinn er að þetta er rosalega líkt því sem er í Skyrim sjálfum og er spes að hlutirnir eiga ekki að hafa breyst meira á um 1000 árum.

Ef þið eruð enn að spila ESO eða langar að hoppa aftur inn þá er til margt verra en að hoppa á Greymoor og sökkva sér í Vestur-Skyrim í sumar.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑