Fréttir

Birt þann 28. október, 2020 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Apex Legends seinkar á Nintendo Switch

Nintendo eigendur þurfa að bíða aðeins lengur eftir að geta spilað Apex Legends frá Respawn Entertainment sem átti að koma út bráðlega. Honum hefur verið seinkað til næsta árs, en leikurinn kemur þó út á Steam leikjaveitunni þann 4. nóvember eftir að hafa bara verið aðgengilegur á Origin, leikjaveitu EA. Fyrirtækið hefur tilkynnt að allt sem spilarar hafa unnið sér inn á Origin mun færast með þeim yfir á Steam.

Chad Grenier hjá Respawn sagði að liðið sem er að vinna að Switch-útgáfu leiksins þurfi meiri tíma til að geta leyft leiknum að njóta sín til fullnustu á Switch. Hann staðfesti einnig að Apex Legends á Switch muni styðja cross-platform fjölspilun á milli leikjatölva og PC, auk þess sem leikurinn mun fylgja sömu keppnistímabilum (season) og aðrar útgáfur leiksins auk þess sem innihaldið verður það sama og í öðrum útgáfum.

Verið er að skoða lausnir er varða virkni árángurskerfi leiksins milli tölva og eru framleiðendurnir að skoða lausnir til að gera þetta sem auðveldast fyrir spilara. Að sögn Grenier þá er erfitt að samræma alla þessa aðganga sem fólk hefur af leikjum frá hinum ýmsum þjónustum.

Steam-útgáfa Apex Legends kemur út sama dag og sjöunda keppnistímabil leiksins hefst. Steam-notendur munu fá Headcrab glaðning úr Half-Life með leiknum.

Heimild: Destructoid

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑