Fréttir

Birt þann 28. október, 2020 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Destruction AllStars seinkar til 2021 og verður PS+ titill

Bíla- og hasarleikurinn Destruction AllStars hefur verið seinkað frá útgáfu PlayStation 5 í næsta mánuði til febrúar 2021. Til að gera biðina bærilegri tilkynnti Sony að leikurinn yrði hluti af Playstation Plus og munu meðlimir áskriftarþjónustunnar geta sótt leikinn frítt.

Á PlayStation blogginu talaði Peter Smith, framleiðslustjóri leiksins, um mikilvægi þess að geta verið með nógu marga leikmenn til að taka þátt í hasar leiksins. Svo fyrir vikið verður hann fáanlegur í tvo mánuði á PlayStation Plus frá útgáfu hans í febrúar. Það ætti að vera nægur tími fyrir ótal leikmenn til að bætast við í spilarahópinn. 

Hvað gerist eftir það, og hvernig leikurinn verður seldur á eftir að skýrast. Endurgreiðsla verður í boði fyrir þá sem höfðu nú þegar forpantað leikinn. Bloggið lofaði síðan nýju sýnishorni og meira efni úr leiknum á næstu vikum.

Þessi tilfærsla virðist vera af hina góða þar sem erfitt að sjá hvernig þessi leikur myndi koma út, eitt af því sem hann virtist græða á var að hann var að koma út á sama tíma og PlayStation 5. Með þessari breytingu má segja að PS+ gjöfin sé mjög gáfuleg tilfærsla.

Voru þið spennt fyrir þessum leikjatitli með PS5 vélinni?

  • Hlutlaus (100%, 1 Votes)
  • (0%, 0 Votes)
  • Nei (0%, 0 Votes)

Total Voters: 1

Loading ... Loading ...

Heimild: PlayStation bloggið

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑