Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Helgina 8. – 10. mars munu Svartir Sunnudagar og Bíó Paradís standa fyrir Hitchcock hátíð þar sem þrjár Hitchcock myndir verða sýndar á jafn mörgum kvöldum. Hátíðin byrjar með sýningu á  Rear Window (1954) á föstudag, Vertigo (1958) tekur svo við á laugardag og lýkur hátíðinni á sunnudag með Psycho (1960). Allar sýningar hefjast klukkan 20:00. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir kvikmyndanörda og aðra kvikmyndaunnendur til að sjá klassísk verk eftir Hitchcock á hvíta tjaldinu. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast stiklur úr myndunum, en nánari upplýsingar um Hitchcock hátíðina má finna hér á heimasíðu Bíó Paradís. Rear Window Vertigo Psycho -…

Lesa meira

Ert þú einn af fjölmörgum aðdáendum kvikmyndarinnar The Big Lebowski? Þá ættir þú kannski að mæta á Big Lebowski Fest 2013 þar sem fólk klæðir sig upp sem persónur úr myndinni, drekka hvíta rússa, keppa í keilu og spurningakeppni, horfa á myndina saman og slappa af! Þetta er í sjöunda skipti sem hið árlega Big Lebowski Fest er haldið og má búast við miklu fjöri. Big Lebowski Fest 2013 verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 16. mars og er miðaverð á bilinu 2.950 – 3.450 kr. eftir því hvort þú vilt fá far með rútu á Lebowski Bar að…

Lesa meira

Svartir sunnudagar sýndu í gærkvöldi ævintýramyndina um Pee-Wee Hermann sem er án efa ágætis sálarmeðferð eftir allar skrautlegu myndirnar sem Svartir sunnudagar buðu upp á í febrúar, og kenndu við hið forboðna. Með Pee-Wee´s Big Adventure var skilið algjörlega við ógeðið og karnivalinu gefinn laus taumur. Því það var engu líkara en að sirkusinn hefði komið í Bíó Paradís og Pee Wee var sirkusstjórinn. Pee-Wee´s Big Adventure er miklvægur hluti af ferli leikstjórans Tim Burton. Hún var fyrsta myndin sem hann gerði í fullri lengd og kom út stuttu eftir að honum var sparkað úr herbúðum Walt Disney fyrirtækisins þar…

Lesa meira

Í Föstudagssyrpu vikunnar ætlum við að veita köttum verðskuldaða athygli. En eins og allir vita að þá væri internetið ekki til og líf okkar allra væri tilgangslaust án þeirra. Köttur mætir prentara Köttur mætir DVD spilara Köttur mætir afmælisdegi Köttur mætir Inception Köttur mætir ninju hæfileikum Köttur mætir kattardansinum Köttur mætir rokki Við minnum svo á gagnrýnina okkar á indí leiknum Techno Kitten Adventure.

Lesa meira

Íslenskir bíógestir hafa lengi deilt um hvort betra sé að sýna kvikmyndir með eða án hlés, á meðan öðrum gæti ekki verið meira sama. Erlendist tíðkast að sýna kvikmyndir í einni lotu án hléa, en hverjir eru kostir og gallar þess að hafa hlé eða hlélausa sýningar? Kostir og gallar Helstu kostir þess að hafa hlé í miðri mynd er að þá geta bíógestir tekið sér stutta pásu og notað tímann t.d. til að fara á klósettið, fylla á poppið, fengið sér smók o.þ.h. Kvikmyndahúsin hafa talað um mikilvægi þess að halda í hléin, því að þeirra sögn myndi…

Lesa meira

Tölvunarfræðingurinn Tryggvi Hákonarson hefur síðastliðin tvö til þrjú ár unnið að gerð tölvuleiksins Ceres í frítíma sínum. Um er að ræða rauntíma herkænskuleik (RTS) í þrívídd sem gerist í eyðilögðu sólkerfi þar sem ákveðin ringulreið ríkir enn. Spilarinn stjórnar geimskipum í þessum opna leikjaheimi þar sem hann getur leyst ýmiskonar verkefni, skoðað sig um í geimnum, flutt varninga á milli staða, gerst (geim)ræningi og margt fleira. Ceres hljómar kannski svolítið eins og EVE Online, en Ceres er fyrst og fremst eins manns leikur að svo stöddu. Tryggvi segjist vilja klára leikinn og þarf til þess fjármagn. Hann hefur sett ítarlegar…

Lesa meira

Lollipop Chainsaw leikjagagnrýnin er önnur vídjógagnrýni Nörd Norðursins (sú fyrsta er Call of Duty: Black Ops II). Hingað til höfum við aðallega birt gagnrýni í textaformi á heimasíðu okkar, en nú höfum við ákveðið að bregða útaf vananum og prófa eitthvað nýtt. Við hvetjum svo lesendur til að láta í sér heyra og segja hvernig þeim líst á þennan nýjung. Helstu gallar leiksins er að hann getur orðið einhæfur á köflum og borðin gætu verið jafnari í lengd sinni. Þau geta tekið frá hálftíma og uppí klukkutíma, þá er talað um með einstaka pásur og senur sem koma inná milli. En þar…

Lesa meira

Nú er liðið á febrúarmánuð og maður er loksins búinn að sjá flestar þær myndir frá síðasta ári sem maður hafði hug á að sjá. Árið var gjöfult af gæðamyndum og úr mörgum að velja þegar maður íhugar hverjar hafi staðið upp úr. Þar sem kvikmyndir koma misjafnlega fljótt til landsins í sýningu getur orðið ruglandi að skilgreina hvenær þær hafi komið út. Ég hef því ákveðið að skorða listann minn við sýningu myndanna í kvikmyndahúsum hérlendis. Aðeins ein eða tvær þeirra mynda sem ég valdi voru frumsýndar árinu áður erlendis, en það voru eins konar forsýningar á kvikmyndahátíðum. …

Lesa meira

Ubuntu er ókeypis og opið stýrikerfi sem byggir á Linux. Ubuntu stefnir í sókn árið 2013 og er verið að endurbæta stýrikerfið um þessar mundir til muna svo það virki ekki aðeins á borð- og fartölvum líkt og í dag, heldur einnig í snjallsímum og spjaldtölvum. Hér fyrir neðan eru tvö kynningarmyndbönd; það fyrra kynnir Ubuntu fyrir snjallsíma og það seinna fyrir spjaldtölvur. Ubuntu fyrir snjallsíma Ubuntu fyrir spjaldtölvur – BÞJ

Lesa meira

Tæpt ár er liðið síðan Google kynnti Google snjallgleraugun sín og Nörd Norðursins mátaði þau á nokkra þjóðþekkta Íslendinga. Nýlega sendi Google frá sér nýtt myndband þar sem möguleikar gleraugnannan eru kynntir enn frekar. Sérfræðingar vara notendur þó við því að gera sér of miklar væntingar, en þeir segja að tæknin í dag sé ekki enn orðin jafn fullkomin og fram kemur í auglýsingunni. Nýja kynningarmyndbandið – BÞJ

Lesa meira