Allt annað

Birt þann 8. mars, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Föstudagssyrpan #33 [LEIKIR]

Þessa vikuna ætlum við að nefna þrjá óhefðbundna og stórfyndna leiki sem þú verður að prófa – eða einfaldlega njóta þess að horfa á aðra spila.

 

Surgeon Simulator 2013

Hér ferðu í hlutverk lélegasta skurðlæknis í heimi, sem er auk þess líklega nýbúinn að þamba bolla af sveppatei. Það er fáránlega erfitt að stjórna leiknum og útkoman er alltof fyndin!

> Spila Surgeon Sumulator 2013.

 

Cat Mario

Þessi leikur er yndislegur og pirrandi á sama tíma. Leikurinn hermir eftir hinum fræga Super Mario Bros. leik, en í Cat Mario stjórnar þú ketti í stað Mario auk þess sem það er búið að gera leikinn fáránlega erfiðan og pirrandi.

> Spila Cat Mario

 

Not Tetris 2

Leikurinn virkar líkt og klassíski Tetris leikurinn – en með eðlisfræðilegu tvisti. Tetris kubbarnir lenda skakkt og fljótlega endar þú í einni stórri kubbasúpu.

> Spila Not Tetris 2.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑