Bíó og TV

Birt þann 5. mars, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hitchcock hátíð í Bíó Paradís

Helgina 8. – 10. mars munu Svartir Sunnudagar og Bíó Paradís standa fyrir Hitchcock hátíð þar sem þrjár Hitchcock myndir verða sýndar á jafn mörgum kvöldum. Hátíðin byrjar með sýningu á  Rear Window (1954) á föstudag, Vertigo (1958) tekur svo við á laugardag og lýkur hátíðinni á sunnudag með Psycho (1960). Allar sýningar hefjast klukkan 20:00.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir kvikmyndanörda og aðra kvikmyndaunnendur til að sjá klassísk verk eftir Hitchcock á hvíta tjaldinu. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast stiklur úr myndunum, en nánari upplýsingar um Hitchcock hátíðina má finna hér á heimasíðu Bíó Paradís.

 

Rear Window

 

Vertigo

 

Psycho

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑